Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 41

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 41
á bátaútgex-ð og nú er verið að fara af stað með rækjuvinnslu þar sem heimamenn binda miklar vonir við. • Dalvík og Ólafsfjörður En ef við snúum okkur aftur til Akureyrar og ökum norður frá bænum að vestanverðu er ekki síður margt að sjá þar en austanmegin fjarðarins. Það er t. d. gaman að heimsækja litlu plássin við ströndina, svo sem Hauganes og Hjalteyri, en þá má einnig nefna staði eins og Möðruvelli og Fagraskóg. Um klukkustundar akstur frá Akureyri er Dalvík. Dalvík hef- ur nú fengið bæjarréttindi og gegnir veigamiklu hlutverki sem útgerðarbær og þjónustu- miðstöð fyrir sveitirnar í kring. Því miður er gistiaðstaða á DAL.VÍK léleg, en það mun standa til bóta þegar búið verð- ur að byggja heimavist gagn- fræðaskólans þar. Hótel Víkur- röst á Dalvík býður hins vegar upp á mat og kaffi og um helg- ar er hægt að bregða sér þang- að á dansleik. Svipaða sögu er að segja um Ólafsfjörð, þar er aðstaða fyrir ferðamenn lítil, en það er ætlunin að bæta úr því með tilkomu heimavistar á sama hátt og á Dalvík. En þó að erfitt sé að fá næturgistingu á þessum tveimur stöðum eins og er, þá ættu ferðamenn samt ekki að láta það hjá líða að heimsækja þá. Vegir þangað eru greiðfærir að sumarlagi og stutt að fara á gististaði bæði á Akureyri og eins á Siglufirði. # Siglufjörður og Skagafjörður Ef ferðamaðurinn kýs að fara frá Ólafsfirði yfir Lágheiði til Siglufjarðar þá býður staðurinn upp á nokkuð góða aðstöðu fyr- ir ferðamenn. Þar er Hótei Höfn með 30 rúm og nokkru svefnpokaplássi, en rétt innan við bæinn er tjaldstæði. íþrótta- og æskulýðsheimilið Hóll er skammt frá tjaldstæðinu og þar er ferðamönnum veitt eldunar- aðstaða og hreinlætisaðstaða og auk þess er þar gistiaðstaða fyrir 20 manns. Inni í bænum sjálfum er líka æskulýðsheim- ili, sem getur hýst hópa þegar þörf krefur. Á Siglufirði eru nokkuð góð sportflugskilyrði og þokkaleg flugbraut, en enn vantar braut- arskýli og vita á Siglunestá. Þá er þarna góður íþróttavöllur, sundlaug og kjörin aðstaða til þess að stunda sjóstangarveiði. Um klukkustundar akstur frá bænum er Miklavatn, en þar er yfirleitt góð silungsveiði. Ef ekið er frá Siglufii'ði í gegnum Strákagöng og um Skagafjörð er margt að skoða á þeim slóðum. Sögustaðir eru margir í Skagafirði, en þar má nefna Hóla, Víðimýri, Glaum- bæ og fl. En því miður eru ferðamál í Skagafirði skammt á veg komin. Að vísu eru tvö hótel í Varmahlíð og á Sauðái'- króki sem eru rekin allt árið um kring, en illa hefur gengið með rekstur sumai'hótela þai’na. Verzlun Jóns Bjarnasonar DALBRAUT 1 — BÍLDUDAL — SÍMI 94-2126. • Kjötvörur. • Vinnufatnaður. • Nýlenduvörur. • Byggingavörur. • Vefnaðarvörur. • Málningarvörur. • Búsáhöld. • Heimilistæki. Rekstur söluskála frá 1. júní — 1. nóvember. Umboð fyrir: Flugfélag íslands — Skeljung — Álafoss. FV 6 1975 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.