Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 37
Minjasafnið er eitt þeirra mörgu safna, sem gaman er að skoða á Akureyri, segir Jón. annars staðar væri aðstaða alls engin. Fyrir nokkrum árum stóð Ferðaskrifstofa Akureyrar fyr- ir ferðum á bátum út á Eyja- fjörð. Ferðir þessar hafa legið niðri að undanförnu. Við spurð- um Jón að lokum um ástæðuna fyrir því. — Við neyddumst til að hætta ferðunum þar sem þær báru sig ekki. Við vorum með skoðunarferðir á litlum bátum, sem að mínum dómi voru mjög skemmtilegar. En við urðum því miður að hætta með þær, en ennþá getum við útvegað báta fyrir þá sem vilja fara á sjóstangarveiðar. Þetta eru bát- ar frá Ólafsfirði og Dalvik og víðar og kostar dagróðurinn 20—-30 þúsund krónur. Við höfum ekki lagt í að fá báta leigða hér á Akureyri, þar sem við getum ekki ábyrgst veiðina innarlega í firðinum, en utar í firðinum er góð veiðivon sem nokkurri upphæð er fórnandi fyrir, sagði Jón Egilsson að lok- um. Flugfélag Morðurlands með fjölbreyttar ferðir Sumarið er stutt á íslandi og sumarfríið er í flest'um tilfell- um ennþá styttra. Það vill oft brenna við að tíminn reynist knappur til þess að komast á alla þá staði, sem maður hefur ætlað sér að heimsækja í sum- arfríinu. Eins og flestum er kunnugt þá eru akvegir víða ekki til að státa af og gerir það ferðalög á landi enn tímafrekari en ella. Þetta hefur orðið til þess að stöðugt fleiri grípa til þess ráðs að fara loftleiðina milli þeirra staða sem þeir vilja heimsækja. Á Norðurlandi er nýstofnað fyr- irtæki, Flugfélag Norðurlands, hf. og ætti tilkoma þess að geta orðið til þess að hraða ferð þeirra sem þess óska. SAMVINNA VIÐ F.í. Flugfélagið er byggt á göml- um merg. Það hét áður Norður- flug og hafði starfað í 15 ár, þegar sex ungir Akureyringar tóku við rekstrinum sl. haust. Þeir hafa nú gengið í samvinnu við Flugfélag íslands og yfir- tekið og aukið ýmsa þá þjón- ustu sem F.í. rak norðanlands og austan. Flugfélagið flýgur til Húsavíkur, Raufarhafnar, Kópaskers, Þórshafnar og Vopnafjarðar á vissum dögum vikunnar, en auk þess er flogið leiguflug hvert á land sem er. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norð- urlands sagði í viðtali við Frjálsa Verslun að Grímsey væri sérstaklega vinsæl meðal ferðamanna og það væri reynd- in að flogið væri daglega þang- að út yfir sumartímann, ýmist í áætlunarflugi eða leiguflugi. Fargjald frá Akureyri til Grímseyjar er 1920 kr. Af öðru leiguflugi sem nýtur sérstakra vinsælda má nefna útsýnisferð- ir yfir hálendið, en þá er m. a. flogið yfir Öskju og Kverkfjöll. GRÍMSEYJARFERÐIR VINSÆLAR — Það er eins og Grímsey laði ferðamenn sérstaklega til sín, sagði Sigurður, og þeir sem hugsa sér að heimsækja eyjuna í sumar, ættu að hafa það hug- fast að ef menn ætla að fljúga frá Reykjavík til Grímseyjar með viðkomu á Akureyri þá er ódýrara að kaupa farseðla fyrir alla ferðina í einu. Þá greiðir viðkomandi aðeins einfaldan flugvallarskatt og eitt start- gjald í stað tveggja, ef fyrst er keyptur farmiði milli Reykja- víkur og Akureyrar og síðan frá Akureyri til Grímseyjar. Leiguflug hefur alltaf verið stór þáttur í daglegum rekstri félagsins og þá kemur það sér vel hversu fjölbreyttur véla- kostur fyrirtækisins er. Flug- félagið á 3 Beach Craft vélar og nýlega vél af Piper Aztec gerð. Litlu vélarnar eru notað- ar þegar fáir farþegar bíða eft- ir flugi en þegar eftirspurnin er meiri er gripið til stóru vél- arinnar. Þetta gerir nýtingu á vélunum góða og tryggir rekstr- argrundvöll fyrirtækisins. Sagði Sigurður að lokum að miðað við ástandið í dag þá teldi hann að þeim mættu vera mjög ánægðir með útkomu fyr- irtækisins það sem af er. Kæmi það sér vel þar sem nauðsyn- legt væri að endurnýja véla- kost flugfélagsins, en ætlunin er að kaupa sem allra fyrst tveggja hreyfla vél til viðbótar við þær sem fyrir eru. FV 6 1975 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.