Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 73
Húsavík
Húsvíkingum hefur fjölgað mest
allra Norðlendinga á síðustu árum
Húsavik er bær, sem er í stöðugum uppgangl og samkvæmt skýrslum Fjórðungssambands Norð-
lendinga er þa.ð sá staður sem mest hefur fjölgað á sl. 30 ár. Það á sér ýmsar orsakir m. a. þær að
bærinn byggist upp í kringum stöðuga atvinnu vegi. Síld hefur aldrei gert Húsvíkinga ríka né
stríðsgróði heldur traustar nágrannasveitir og öflug bátaútgerð. Þetta tvennt hefur gert Húsavík
að þjónustumiðstöð og iðnaðarbæ, sem ætlar sér stórt lilutverk í framtíðinni.
Bæjarstjói’i Húsavíkur er
Haukur Harðarson, en hann
hefur gegnt því starfi frá þvi í
mars 1972. Frjáls verslun hitti
Hauk að máli nýlega og var
hann fús til að gera grein fyrir
þeim málum, sem eru ,efst á
baugi á Húsavík um þessar
mundir.
Haukur sagði að Húsvíkingar
væru í dag um það bil 2170
talsins og sl. 3 ár hefur staður-
inn verið næst f jölmennasti bær
á Norðurlandi. Margir hafa
brigslað Húsvíkingum um að
stefna að því að yfirtaka titil
Akureyrar sem höfuðstaður
Norðurlands, en Haukur neitar
þeim ásökunum með öllu.
AKUREYRINGAR GÓÐIR
nAgrannar
— Við þurfum ekki nema
einn höfuðstað á íslandi. Hitt
er svo annað mál að Norður-
land skiptist í þrjá kjarna, þ.e.
Þingeyjarsýslur, Eyjafjarðar-
sýslu og Húnavatnssýslur.
Húsavík er eðlileg þungamiðja
Þingeyjarsýslna, Akureyri
miðja Eyjafjarðarsýslu og þá
trúlega Sauðárkrókur fyrir
þriðja svæðið. Þetta eru eining-
ar sem þurfa að standa saman i
stað þess að keppa innbyrðis.
Við sem búum utan höfuðborg-
arsvæðisins þurfum að standa
saman ef við ætlum að ná fram
með hagsmunamál okkar, en
því miður hafa ýmis mál, t. d.
bæjarstjóri á Húsavík.
Laxárdeilan orðið til þess að
spilla stundum fyrir þessari
samstöðiu. En persónulega lít ég
á Akureyringa sem góða ná-
granna og tel að Húsvíkingar
og Akureyringar geti haft gagn
af hvor öðrum, sagði Haukur.
100 ÍBÚÐIR í BYGGSNGU
í FYRRA
Á undanförnum árum hefur
verið mikið byggt á Húsavík,
bæði af íbúðarhúsum og opin-
berum byggingum. Á sl. ári
voru 100 íbúðir í byggingu þar
af var 31 fullgerð, 31 komst
á fokhelt stig og 40 voru undir
fokhelda stiginu. Nú virðist
hins vegar vera kominn ein-
hver samdráttur í byggingar-
framkvæmdir ef dæma má af
því að aðeins er búið að sækja
um leyfi til bygginga á 20 í-
búðum, en auk þess er hugsan-
legt að byrjað verði á 10 íbúð-
um í viðbót, ef grænt ljós fæst
á framkvæmdir við leiguíbúð-
irnar margumtöluðu.
— Það sem verður ráðist í
af bæjarins hálfu á þessu ári,
sagði Haukur, — eru fram-
kvæmdir við 2. áfanga við
gagnfræðaskólann, en í þeim
áfanga er íbúðarálma fyrir
kennara. Þá ætlum við okkur
að hefja smíði á dagvistunar-
heimili fyrir 60 börn, en dag-
heimilið, sem er rekið hér, er í
alls ófullnægjandi húsnæði. Þá
erum við aðilar að byggingu
FV G 1975
73