Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 28

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 28
RAUÐARÁRSTÍG 31 lögmálum frumskógarins. Fáir hugleiða, hvílíkt vérk það er fyrir stjórnai’skrifstofur að leysa t. d. tindæmið hér að ofan með gagnasöfnun og boðsend- ingum um gervallt hagkerfið. Fræðimenn hafa sýnt fram á, að í fullkominni samkeppni við bestu skilyrði sé þörfum neyt- enda fullnægt í réttri forgangs- röð eftir því, sem auðlindir hag- kerfisins. frekast leyfa og miðað við þann tekjujöfnuð,.sem ríkir hverju sinni. Þau skilyrðþ sem þarfbtil.að ná þessum árangri, hafa Jxvergi verið fyrir hendi, og í reynd eru gallar lausbeisl- aðs markáðsbúskapar margir. Geigvænlegustu vandamálin eiga rætur að rekja til óstöðug- leika kerfisins, hinna svoköll- uðu hagsveiflna, og verðbólgu og atvinnuleysis, sem þeim fylgja. Ótamið markaðskerfi sér þjóðinni heldur ekki fyrir nauðsynlegri samneyslu, og tekjuskipting getur verið óvið- unandi. í boðum þeim, sem ganga milli fyrirtækja og neyt- enda er ekki tekið tillit til ým- issa hliðaráhrifa af framleiðslu og neyslu, svo sem mengun. Loks má nefna, að ávallt er við- búið, að ýmsir aðilar komist í einkasöluaðstöðu og nái mikl- um völdum yfir efnahagslífinu. Hin ýmsu vandamál markaðs- búskaparins vega á móti þeim kostum, sem lýst hefur verið. Úr mörgum þessara ágalla hef- ur reynst auðvelt að bæta, en aðrir hafa verið erfiðari við- fangs. Mikilvægt er að gæta þess, að sníða af vankanta án þess að kostir markaðskerfisins fari forgörðum, en þess hefur ekki verið gætt sem skyldi. Til dæmis um þetta má nefna ýms- ar af þeim leiðum, sem farnar hafa verið hér og erlendis, til að bæta kjör lágtekjufólks. HAGKERFI OG HAG- VÖXTUR Miðstjórn efnahagslífsins er oft sagt það til ágætis, að með slíku skipulagi megi ná örari hagvexti en ef rekin er mark- aðsbúskapur. Þessi skoðun er svo almenn, að margir, sem yf- irleitt aðþyllast markaðsskipu- lag, mæla’ með miðstýrðum á- ætlanabúskap handa þróunar- FV 6 1975

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.