Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 65
fellt áhrifaminni og hafa í
auknum mæli eySandi víxlá-
hrif. Stöðug nærvera einbættis-
og stjórnmálamanna og sam-
ræming á afskiptum þeirra er
orðin nauðsynleg, eigi efna-
hagslífið að geta starfað stórá-
fallalaust, enda framkalla af-
skipti þeirra á einu sviði ávallt
ný vandamál á öðrum sviðum.
HVAÐ MA HELZT
GAGNRÝNA?
Gallar á fyrirkomulagi íslenzkr-
ar hagstjórnar ættu að hafa orð-
ið flestum ljósir á s. 1. ári. Að
vísu er hluti núverandi vanda-
mála versnandi viðskiptakjör,
en það er einnig ljóst, að stjórn-
völd gátu ekki sinnt þeim dag-
legu afskiptum af efnahagslíf-
inu, sem gerð hafa verið nauð-
synleg.
Spurt er um hverja einstaka
þætti efnahagsráðstafana nú-
verandi ríkisstjórnar megi helzt
gagnrýna og eru hér nefnd eft-
irfarandi atriði.
1. Skattar
Sú mikla hækkun óbeinna
skatta, sem átt hefur sér
stað, gerði lækkun beinna
skatta mögulega. Slæm
greiðslugeta ríkissjóðs um
áramót ásamt erfiðleikum
við lækkun ríkisútgjalda
mun sennilega valda ríkis-
sjóði greiðsluerfiðleikum allt
þetta ár. Hækkun skatta hjá
fyrirtækjum með lækkun
stuðulsfyrningar er ekki til
þess fallin að efla atvinnulíf-
ið. Nær hefði verið að endur-
skoða afskriftarreglurnar
þannig að verðhækkunar-
stuðulinn komi til hækkunar
á bókfærðum eignum fyrir-
tækjanna, en ekki afskriftar-
upphæðinni.
2. Afnám to'la, niðurfelling
söluskatts
Lækkun vöruverðs er góðra
gjalda verð, en það, að fella
niður gjöld á ákveðnum
vörutegundum, en ekki öðr-
um, eykur verðmisræmið og
hefur skaðleg áhrif á fram-
leiðslu þjóðfélagsins og
neyzlu. Hér er enda aðeins
verið að kaupa vísitölustig
ódýrt.
3. Flugvallargjald
Þetta flugvallargjald, sem er
mun hærra en í öðrum lönd-
um, er sett til þess að draga
úr ferðalögum landsmanna.
Ef ætlunin væri að láta flug-
velli standa betur fjárhags-
lega undir þjónustu sinni, þá
hefðu tekjustofnar þeirra,
sem eru lendingargjöldin,
auðvitað verið hækkuð, en
ekki verið settur á nýr skatt-
ur. Það er hin venjulega leið
allra fyrirtækja.
4. Skyldusparnaður
Skyldusparnaður ber öll ein-
kenni valdbeitingar og sýnir
hvert stjórn efnahagsmála
stefnir. Nær hefði verið að
skattleggja sömu aðila fyrir
þessari upphæð, þar sem hún
er þeim hvort sem er töpuð
og verður ekki endurgreidd
nema með jafnhárri skatt-
heimtu. Hætt er við að nú,
þegar horfið hefur verið að
því ráði að setja á skyldu-
sparnað, verði sá tekjustofn
ríkisins aukinn ár frá ári.
5. Lántökuheimildir
Að ríkissjóður eða opinberir
aðilar taki lán hjá lífeyris-
sjóðunum til þess að lána
húsbyggjendum og atvinnu-
vegum er skrýtin ráðstöfun,
þar sem allt lánsfé lífeyris-
sjóðanna fer hvort sem er til
þessara aðila. Þessi ráðstöf-
un sýnir einungis vantrú rík-
isvaldsins á að markaðurinn
stýri fjármagninu til þeirra
framkvæmda, sem ríkið tel-
ur að hafa beri forgang, eins
og það heitir, hvort sem það
stafar af því að ríkisvaldið
vantreystir hæfni markaðs-
kerfisins eða arðsemi fram-
kvæmda sinna. Aðrar aukn-
ar lántökur ríkissjóðs koma
til með að skerða ráðstöfun-
arfé bankanna og auka um-
svif hins opinbera á -kostnað
atvinnuveganna. Er það mið-
ur, þar sem með þvi er fram-
kvæmdum, sem skila arði,
strax frestað á kostnað fram-
kvæmda, sem skila arði síð-
ar.
EKKERT MIKILVÆGARA
EN VINNUFRIÐUR
Eins og fram kemur í því,
sem hér hefur verið sagt, hafa
ráðstafanir í efnahagsmálum
ekki verið gerðar til þess að
bæta hag atvinnulífsins, heldur
virðist svo sem þeim hafi ein-
ungis verið ætlað að auðvelda
lausn yfirstandandi kjara-
deilna. Ef í ljós kemur, að með
því hafi tekizt að forða stórá-
tökum á vinnumarkaðinum og
aðrar betri leiðir hafi af ein-
hverjum ástæðum ekki verið
færar, verður að telja að vel
hafi tekizt, þrátt fyrir allt, þar
sem ekkert er atvinnulífinu
mikilvægara en vinnufriðurinn.
En ef verkföll brjótast samt
sem áður út og verða víðtæk og
langvarandi, verður að telja að
til meira ógagns en gagns verði
unnið með setningu efnahags-
laga ríkisstjórnarinnar.
Við núverandi aðstæður í
efnahagsmálum hefur tekizt að
halda fullri atvinnu með rýrn-
un kaupmáttar. Eigi hins vegar
að bæta þá kaupmáttárskerð-
ingu, sem næst að fullu í sumar,
leiðir það óhjákvæmilega til
verðbólgu og atvinnuleysis. Að-
ilum vinnumarkaðarins er því
mikil vandi á höndum að stilla
kauphækkunum svo, að til sem
mestra heilla horfi fyrir þjóð-
félagið í heild sinni.
SJAVARFRETTIR,
sérrit þeirra,
sem fylgjast
með
sjóvarútvegi
og
fiskiðnaði.
Eingöngu selt
í áskrift.
•
Áskriftarsímar
82300 - 82302.
SJÁVARFRÉTTIR,
LAUGAVEGI 178,
REYKJAVIK.
FV 6 1975
65