Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 91
íitiit og velgengni viðskipta-
vinarins er okkar samviska
Segir Gunnar Gunnarsson, sem nýlega hélt upp á eins árs afmæli
Auglýsingaþjónustunnar í sinni eign
„Útlit og vclgengni viðskiptafyrirtækis er okkar samviska. Það liggur í augum uppi að velgengni
auglýsingastofu byggist á velgengni viðskiptavi narins og því leggjum við okkur fram eins og við
mögulega getum“, sagði Gunnar Gunnarsson, e’gandi Auglýsingaþjón'ustunnar við La.ugaveg, í við-
tali við FV er fyrirtækið varð cins árs í hans eigu, en í október eru 13 ár síðan Auglýsingaþjónustan
var stofnuð.
Gunnar er sonur Gunnars
Gunnarsson, listmálara og hef-
ur hann notið mikillar leið-
sagnar föður síns varðandi út-
færslu. Þá hefur hann fengist
við „lay out“ og hann hafði
unnið á Auglýsingaþjónust-
unni í tvö og hálft ár þegar
hann keypti hana.
Viðskiptavinir fyrirtækisins
héldu áfram viðskiptum eftir
að Gunnar tók við og má þar
nefna Háskóla íslands og Hljóð-
færahús Reykjavikur. Af nýj-
um viðskiptavinum, sem Gunn-
ar hefur aflað sér á skömmum
tíma, má nefna Sjóvá, Heklu,
G. Þorsteinsson og Johnson, J.
Þorláksson & Norðmann,
Reykjavíkurdeild Rauða kross-
ins, Eimskip, T. H. Benjamins-
son, Iðnvélar í Hafnarfirði, Inn-
réttingaval, Tréval o. fl.
Gunnar hefur ekkert fastráð-
ið starfsfólk, en all stór hópur
fólks vinnur að hinum ýmsu
verkefnum eftir þörfum. Þar
sem Auglýsingaþjónustap veit-
ir sérfræðiþjónustu á kynning-
arsviði, báðum við Gunnar að
lýsa í stuttu máli hvaða aðstoð
hann léti fyrirtæki í stofnun í
té. í stuttu máli lýsti hann því
þannig: Finna nafn, skapa
merki, gera firmaskrift, sam-
ræma öll plögg fyrirtækisins
eftir stöðlum, jafnvel að gefa
ráð með útlit og merkingar fyr-
irtækisins í samráði við arki-
tekt, kynna í fjölmiðlum og
velja rétta daga til auglýsinga
bæði í sjónvarpi, útvarpi, blöð-
um og tímaritum til að kynn-
ingarnar byggðu hver aðra upp
og loks gæta þess að jafna
þrýsting á alla vöruflokka.
Varðandi gamalgróin fyrirtæki
sagði Gunnar að menn hefðu
mjög mismunandi ákveðnar
skoðanir á tilhögun auglýsinga
og væri fyrsta verkefnið gjarn-
an að skipuleggja auglýsing-
ar, tímasetja þær og gera kostn-
aðaráætlanir fram í tímann.
Þar sem ekki væri til stöðluð
firmaskrift, væri reynt að koma
henni á, vegna andlits fyrirtæk-
isins útávið. Einnig að byggja
á gamalli reynslu og finna út
hvaða vöruflokk eða vöru-
flokka þurfi helst að auglýsa
upp hverju sinni o. fl. Gunnar
sagði að jafnvel ennþá gætti
nokkurs misskilnings meðal
forráðamanna einstakra fyrir-
tækja um hlutverk auglýsinga-
stofa, í þá átt að litið væri á
starfsfólk stofanna sem nokk-
urskonar aðstoðarfólk, fremur
en ráðgefandi aðila með sér-
þekkingu á sínu sviði. Vísaði
Gunmar til upphafs þessa
spjalls þar sem hann sagði að
útlit og velgengni viðskiptafyr-
irtækisins væri samviska aug-
lýsingastofunnar, með þeirri
von að það mætti eyða allri tor-
tryggni.
Gunnar Gunnarsson á vinnustofu sinni: Vandamálið liér heima
er hversu markaðurinn er tiltölulega lítill fyrir hvern cinstakan
vöruflokk. Að mínu viti er tvímælalaust góð fjárfesting í góðri
auglýsingu, en það er ekki sama hvernig auglýsingar eru byggðar
upp eða raðað niður í fjölmiðla, þar kemur sérþekking okkar til
skjalanna.
FV 6 1975
91