Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 91
íitiit og velgengni viðskipta- vinarins er okkar samviska Segir Gunnar Gunnarsson, sem nýlega hélt upp á eins árs afmæli Auglýsingaþjónustunnar í sinni eign „Útlit og vclgengni viðskiptafyrirtækis er okkar samviska. Það liggur í augum uppi að velgengni auglýsingastofu byggist á velgengni viðskiptavi narins og því leggjum við okkur fram eins og við mögulega getum“, sagði Gunnar Gunnarsson, e’gandi Auglýsingaþjón'ustunnar við La.ugaveg, í við- tali við FV er fyrirtækið varð cins árs í hans eigu, en í október eru 13 ár síðan Auglýsingaþjónustan var stofnuð. Gunnar er sonur Gunnars Gunnarsson, listmálara og hef- ur hann notið mikillar leið- sagnar föður síns varðandi út- færslu. Þá hefur hann fengist við „lay out“ og hann hafði unnið á Auglýsingaþjónust- unni í tvö og hálft ár þegar hann keypti hana. Viðskiptavinir fyrirtækisins héldu áfram viðskiptum eftir að Gunnar tók við og má þar nefna Háskóla íslands og Hljóð- færahús Reykjavikur. Af nýj- um viðskiptavinum, sem Gunn- ar hefur aflað sér á skömmum tíma, má nefna Sjóvá, Heklu, G. Þorsteinsson og Johnson, J. Þorláksson & Norðmann, Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins, Eimskip, T. H. Benjamins- son, Iðnvélar í Hafnarfirði, Inn- réttingaval, Tréval o. fl. Gunnar hefur ekkert fastráð- ið starfsfólk, en all stór hópur fólks vinnur að hinum ýmsu verkefnum eftir þörfum. Þar sem Auglýsingaþjónustap veit- ir sérfræðiþjónustu á kynning- arsviði, báðum við Gunnar að lýsa í stuttu máli hvaða aðstoð hann léti fyrirtæki í stofnun í té. í stuttu máli lýsti hann því þannig: Finna nafn, skapa merki, gera firmaskrift, sam- ræma öll plögg fyrirtækisins eftir stöðlum, jafnvel að gefa ráð með útlit og merkingar fyr- irtækisins í samráði við arki- tekt, kynna í fjölmiðlum og velja rétta daga til auglýsinga bæði í sjónvarpi, útvarpi, blöð- um og tímaritum til að kynn- ingarnar byggðu hver aðra upp og loks gæta þess að jafna þrýsting á alla vöruflokka. Varðandi gamalgróin fyrirtæki sagði Gunnar að menn hefðu mjög mismunandi ákveðnar skoðanir á tilhögun auglýsinga og væri fyrsta verkefnið gjarn- an að skipuleggja auglýsing- ar, tímasetja þær og gera kostn- aðaráætlanir fram í tímann. Þar sem ekki væri til stöðluð firmaskrift, væri reynt að koma henni á, vegna andlits fyrirtæk- isins útávið. Einnig að byggja á gamalli reynslu og finna út hvaða vöruflokk eða vöru- flokka þurfi helst að auglýsa upp hverju sinni o. fl. Gunnar sagði að jafnvel ennþá gætti nokkurs misskilnings meðal forráðamanna einstakra fyrir- tækja um hlutverk auglýsinga- stofa, í þá átt að litið væri á starfsfólk stofanna sem nokk- urskonar aðstoðarfólk, fremur en ráðgefandi aðila með sér- þekkingu á sínu sviði. Vísaði Gunmar til upphafs þessa spjalls þar sem hann sagði að útlit og velgengni viðskiptafyr- irtækisins væri samviska aug- lýsingastofunnar, með þeirri von að það mætti eyða allri tor- tryggni. Gunnar Gunnarsson á vinnustofu sinni: Vandamálið liér heima er hversu markaðurinn er tiltölulega lítill fyrir hvern cinstakan vöruflokk. Að mínu viti er tvímælalaust góð fjárfesting í góðri auglýsingu, en það er ekki sama hvernig auglýsingar eru byggðar upp eða raðað niður í fjölmiðla, þar kemur sérþekking okkar til skjalanna. FV 6 1975 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.