Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 37
Minjasafnið er eitt þeirra mörgu safna, sem gaman er að skoða
á Akureyri, segir Jón.
annars staðar væri aðstaða alls
engin.
Fyrir nokkrum árum stóð
Ferðaskrifstofa Akureyrar fyr-
ir ferðum á bátum út á Eyja-
fjörð. Ferðir þessar hafa legið
niðri að undanförnu. Við spurð-
um Jón að lokum um ástæðuna
fyrir því.
— Við neyddumst til að
hætta ferðunum þar sem þær
báru sig ekki. Við vorum með
skoðunarferðir á litlum bátum,
sem að mínum dómi voru mjög
skemmtilegar. En við urðum
því miður að hætta með þær,
en ennþá getum við útvegað
báta fyrir þá sem vilja fara á
sjóstangarveiðar. Þetta eru bát-
ar frá Ólafsfirði og Dalvik og
víðar og kostar dagróðurinn
20—-30 þúsund krónur. Við
höfum ekki lagt í að fá báta
leigða hér á Akureyri, þar sem
við getum ekki ábyrgst veiðina
innarlega í firðinum, en utar í
firðinum er góð veiðivon sem
nokkurri upphæð er fórnandi
fyrir, sagði Jón Egilsson að lok-
um.
Flugfélag Morðurlands
með fjölbreyttar ferðir
Sumarið er stutt á íslandi og
sumarfríið er í flest'um tilfell-
um ennþá styttra. Það vill oft
brenna við að tíminn reynist
knappur til þess að komast á
alla þá staði, sem maður hefur
ætlað sér að heimsækja í sum-
arfríinu. Eins og flestum er
kunnugt þá eru akvegir víða
ekki til að státa af og gerir það
ferðalög á landi enn tímafrekari
en ella.
Þetta hefur orðið til þess að
stöðugt fleiri grípa til þess ráðs
að fara loftleiðina milli þeirra
staða sem þeir vilja heimsækja.
Á Norðurlandi er nýstofnað fyr-
irtæki, Flugfélag Norðurlands,
hf. og ætti tilkoma þess að geta
orðið til þess að hraða ferð
þeirra sem þess óska.
SAMVINNA VIÐ F.í.
Flugfélagið er byggt á göml-
um merg. Það hét áður Norður-
flug og hafði starfað í 15 ár,
þegar sex ungir Akureyringar
tóku við rekstrinum sl. haust.
Þeir hafa nú gengið í samvinnu
við Flugfélag íslands og yfir-
tekið og aukið ýmsa þá þjón-
ustu sem F.í. rak norðanlands
og austan. Flugfélagið flýgur
til Húsavíkur, Raufarhafnar,
Kópaskers, Þórshafnar og
Vopnafjarðar á vissum dögum
vikunnar, en auk þess er flogið
leiguflug hvert á land sem er.
Sigurður Aðalsteinsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Norð-
urlands sagði í viðtali við
Frjálsa Verslun að Grímsey
væri sérstaklega vinsæl meðal
ferðamanna og það væri reynd-
in að flogið væri daglega þang-
að út yfir sumartímann, ýmist
í áætlunarflugi eða leiguflugi.
Fargjald frá Akureyri til
Grímseyjar er 1920 kr. Af öðru
leiguflugi sem nýtur sérstakra
vinsælda má nefna útsýnisferð-
ir yfir hálendið, en þá er m. a.
flogið yfir Öskju og Kverkfjöll.
GRÍMSEYJARFERÐIR
VINSÆLAR
— Það er eins og Grímsey
laði ferðamenn sérstaklega til
sín, sagði Sigurður, og þeir sem
hugsa sér að heimsækja eyjuna
í sumar, ættu að hafa það hug-
fast að ef menn ætla að fljúga
frá Reykjavík til Grímseyjar
með viðkomu á Akureyri þá er
ódýrara að kaupa farseðla fyrir
alla ferðina í einu. Þá greiðir
viðkomandi aðeins einfaldan
flugvallarskatt og eitt start-
gjald í stað tveggja, ef fyrst er
keyptur farmiði milli Reykja-
víkur og Akureyrar og síðan
frá Akureyri til Grímseyjar.
Leiguflug hefur alltaf verið
stór þáttur í daglegum rekstri
félagsins og þá kemur það sér
vel hversu fjölbreyttur véla-
kostur fyrirtækisins er. Flug-
félagið á 3 Beach Craft vélar
og nýlega vél af Piper Aztec
gerð. Litlu vélarnar eru notað-
ar þegar fáir farþegar bíða eft-
ir flugi en þegar eftirspurnin
er meiri er gripið til stóru vél-
arinnar. Þetta gerir nýtingu á
vélunum góða og tryggir rekstr-
argrundvöll fyrirtækisins.
Sagði Sigurður að lokum að
miðað við ástandið í dag þá
teldi hann að þeim mættu vera
mjög ánægðir með útkomu fyr-
irtækisins það sem af er. Kæmi
það sér vel þar sem nauðsyn-
legt væri að endurnýja véla-
kost flugfélagsins, en ætlunin
er að kaupa sem allra fyrst
tveggja hreyfla vél til viðbótar
við þær sem fyrir eru.
FV 6 1975
37