Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 81

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 81
Raufarhöfn Ailt atvinnulífið stendur og fellur með einu fyrirtæki 1 nýútkominni byggðaþróunaráætlun Norður-Þingcyjarsýslu, sem gerð var á vegum Framkvæmda- stofnunar ríkisins, kemur fram að nýting mann afla á Raufarhöfn hefur verið tiltölulega léleg und- anfarin ár og er talið að á tímabilinu frá 1973—1985 komi til með að vanta atvinn'utækifæri fyrir 86 manns á staðnum. í áætluninni segir á öðrum stað að Jökull hf. sé langstærsti atvinnuveitandinn í kauptúninu og raun og veru sá aðili sem allt atvinnulíf stendur og fellur með. Þá segir að fyrirtæk- ið hafi verið byggt upp á undanförnum fimm árum og jafnan átt í miklum örðugleikum með rekstr- arfé og hafi sveitarfélagið þá vegna stöð'u fyrirtækisins í kauptúninu hlaupið undir bagga. Þetta komi aftur niður á öllum framkvæmdum á veg um sveitarsjóðs og því spáð að með sama áfram- haldi muni Raufarhöfn dragast meira og meira aftur úr öðrum sveitarfélögum á þeim sviðum sem sveitarsjóði beri að standa að. Verði því að gera fyrirtækið Jökul hf. fjárhagslega sjálfstætt þannig að það hvorki þurfi né geti sett sveitarsjóð í sjá Ifheldu. Frjáls verslun átti nýlega samtal við Karl Ágústsson stjórnarformann Jökuls hf. og Ólaf Kjartansson framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Voru þeir sammála um að þó að Jökull hf. hafi bjargað Raufarhöfn út úr tímabili vonleysis og sam- dráttar og opnað nýja atvinnu- möguleika, þá hafi fyrirtækið alltaf frá upphafi notið lítils skilnings yfirvalda og allar lánagreiðslur til þess verið í al- gjöru lágmarki. Og því hafi fátt verið gert til þess að Jökull mætti verða fjárhagslega sjálf- stætt fyrirtæki. -- Oft hefur fjárhagur Jök- uls verið þröngur, sagði Karl, en aldrei svo að við örvæntum um framtíð þess, enda þýddi það algjört volæði fyrir Rauf- arhöfn. Hins vegar hafa alltaf margir verið fljótir til að spá okkur illa. Það fyrsta sem við heyrðum þogar við komum heim með skuttogarann okkar í fyrsta sinn, var að það ætti að fara að selja hann burt vegna fjárskorts. Þeir voru líka marg- ir sem lágu okkur á hálsi fyrir að fara þá leið að kaupa skut- togara til Raufarhafnar í stað þess að reyna að byggja upp atvinnu í kringum bátaútgerð eins og Húsvíkingar hafa gert. Nú hefur það hins vegar sýnt sig að við vorum framsýnni en þeir og nú eru Húsvíkingar að feta í fótspor okkar og eru að leita fyrir sér með skuttogara sem á að bjarga útgerðinni þar. Jökull hf. var stofnað 22. október 1968 og var hreppur- inn lang stærsti hluthafinn, en einstaklingar á staðnum áttu afganginn. í byrjun keypti Jök- ull brunarústir frystihúss, sem hafði verið í eigu Kaupfélags Raufarhafnar. í júlí 1969 var hægt að hefja fiskvinnslu í frystihúsinu og var hráefni keypt af smábátum, sem lögðu upp á Raufarhöfn. Þetta sama ár var keypt 260 tonna skip Jörundur II., sem síðar var skírt Jökull. Skipið gerði út frá Karl Ágústsson °g Ólafur Kjartans- son. Unnið í frysti- húsinu á Raufar- höfn. FV 6 1975 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.