Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 7

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 7
i sKMlu máli * ^ Lr lánsfjáráætlun Samkvæmt skýrslu ríkisstjórnarinn- ar um lánsfjáráætlun 1977 er gert ráð fyrir að 30 % af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna komi til nota á vegum fjár- festingalánasjóða. Upphæð sú, sem hér um ræðir, mun nema um 3.150 milljónum kr. Samkvæmt lánsfjáráætlun er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni fjár- festingalánasjóðum, sem hér segir: íbúöalánasjóðir: Byggingarsj. ríkisins 1.127 m. kr. Atvinnuvegasjóðir: Stofnlánad. landb. 210 — Veðdeild Búnaðarb. ísl. 70 — Verslunarlánasjóður 140 — Stofnlánad. samvinnufél . 15 — Framkv.sj. ríkisins 1.538 — Veðd. Iðnaðarb. ísl. 50 — Alls kr. 3.150 m. kr § l\lýr tölvubúnaður Fyrir skömmu var skrifað undir samninga við IBM á íslandi um breyt- ingar á vélbúnaði í Skýrsluvéladeild Sambandsins í Reykjavík. Þessar breytingar eru annars vegar fólgnar í stækkun á minni í tölvu deildarinnar úr 256 þúsund minniseiningum upp í 512 þúsund. Hins vegar er um að ræöa breytingar á seguldiskum, sem eru í því fólgnar, að tekin er í notkun ný tegund af þeim, sem rúmar sem svarar 700 milljónum bókstafa, og koma þeir í stað núverandi diska, sem rúma sem svarar 400 milljónum stafa. Að sögn Þórðar Jónssonar forstööu- manns Skýrsluvéladeildar var orðin knýjandi þörf fyrir þessa aukningu, annars vegar til að bæta þjónustuna í sambandi við núverandi verkefni, og hins vegar til að opna leiö fyrir ný viö- fangsefni. Á það ekki hvað sízt við um verkefni á sviði fjarvinnslu, en stefnt er að því að geta aukið þá starfsemi verulega í náinni framtíð. § Verðlagsbreytingar í Hagtölum mánaðarins, janúar- hefti, er sagt að eins og nú stendur megi telja að fram til miðs árs hafi verðbreytingum í meginatriðum verið markaður farvegur með þegar teknum ákvöröunum. í árslok 1976 var al- mennt verðlag í landinu 12% hærra en meðallag ársins og byggingarkostnaö- ur 9% hærri. Fyrstu sex mánuði 1977 er óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir um 8—10% hækkun verðlags. Takist, eins og að er stefnt, aö koma verðbreyting- um frá miöju ári til ársloka niður í 6—7% , þ.e. 12—15% á ári, væru þó engu að síöur horfur á 23—24 % með- alhækkun neysluverðlags og 21% hækkun byggingarkostnaðar 1977. Við þetta er miðaö í þjóðhagsspá og svo er einnig í lánsfjáráætlun. í lánsfjárá- ætlun er gert ráð fyrir að erlendar lán- tökur verði 20.860 rp.kr. á árinu sam- anborið við 20.670 m.kr. á síðasta ári. f 10 mílljarðar í útlán Samkvæmt spá hagfræðideildar Seðlabanka íslands mun ráðstöfunar- fé lífeyrissjóðanna nema 10.500 millj- ónum kr. á árinu 1977. Gert er ráð fyrir að útlán sjóðanna muni nema um 10 milljörðum kr., en innistæöu- og sjóðsbreytingar muni nema um 500 milljónum kr. Bráðabirgöatölur fyrir árið 1975 gefa til kynna að ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna hafi það ár numið um 6 milljörð- um kr. og samkvæmt áætlun Seðla- banka íslands mun ráðstöfunarfé sjóð- anna fyrir árið 1976 nema 8.1 milljörð- um kr. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna mun því hækka um 30%. á árinu 1977, miðað við áriö 1976. Áætlað er að ráðstöfunarfé þeirra lífeyrissjóða, sem eru á samningssviði ASÍ, muni á árinu 1977 nema um 7.7 milljörðum kr., en áætlað ráðstöfunar- fé annarra sjóða, s. s. lífeyrissjóða starfsmanna ríkisins, bæjarfélaga og banka, muni nema um 2.8 milljörðum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.