Frjáls verslun - 01.01.1977, Qupperneq 14
annast sem flestar greinar
flutninga, og hefur lausnin tííða
byggst á hinum gamalkunnu
hálfkassabílum.
VÖRUFLUTNINGAR í LOFTI
Langmestur hluti flutninga í
lofti er á vegum Flugfélags ís-
lands. Árið 1974 flutti Flugfél.
fsl. 3386 tonn, sem er um það
bil 71% af öllum flutningum í
lofti það ár. Helstu önnur flug-
félög eru Flugfélagið Vængir,
sem rekur flug frá Reykjavík
til staða á Vesturlandi, Vest-
fjö.rðum og Norðurlandi og
Flugfélag Norðurlands, sem er
að mestu dótturfyrirtælki Plug-
félags íslands og rekur flug
milli Akureyrar og staða á
Norðurlandi og Norðaustur-
landi auk Egilsstaða og fsa-
fjarðar. Önnur minni flugfélög
reka einnig flutninga í lofti, en
þar af eru vöruflutningar ó-
verulegir miðað við þau sem
hér hafa verið nefnd að framan.
Rétt er þó að minnast sérstak-
lega á Flugfélag Austurlands,
sem hefur haldið uppi flutning-
um innan þess fjórðungs.
Flugfélag fslands á nú fimm
Fokker F27 Friendship flug-
vélar en Flugfélagið Vængir
og Flugfélag Norðurlands hafa
verið með flugvélar af Twin-
Ottergerð auk smærri véla.
Fimm mestu vöruflutningaleið-
ir í flugi eru: Akureyri 912
tonn 1974, ísafjö.rður 895 tonn,
Egilsstaðir 864 tonn, Vest-
mannaeyjar 715 tonn og Höfn í
Hornafirði 326 tonn.
FLUTNINGAR Á SJÓ
Flutningar á sjó innanlands
hafa verið á undanhaldi hlut-
fallslega undanfarna áratugi.
Ástæður þess hafa verið raktar
hér að framan. Flutningar
Skipaútgerðar ríkisins nokkur
undanfarin ár:
Vörur, tonn Farþegar
1960 42.024 24.301
1965 39.453 15.660
1967 32.904 9.451
1969 25.708
1972 40.594 12.374
1974 46.743 13.482
14
Árið 1969 var óvenjulegt þar
eð gömlu skipin höfðu verið
seld, en hin nýju voru ekki
komin í notkun. Síðustu árin
virðist sem Skipaútgerð ríkis-
ins hafi nokkurn veginn staðið
í stað hlutfallslega miðað við
önnur flutningatæki. Skipaút-
gerð ríkisins á nú 2 skip, Heklu
og Esju u.þ.b. 1000 tonn.
Árið 1974 voru vöruflutning-
ar Skipaútgerðar ríkisins um
47 þús. tn., strandflutningar
Eimskipafélags fslands um 24
þús. tn., strandflutningar skipa-
deildar SÍS um 7 þús. tonn
(olía ekki talin með) og flóa-
báta u.þ.b. 7 þús., tn., eða alls
um 85 þús. tn.
Ferðaáætlun Skipaútgerðar
ríkisins byggist á því, að Hekla
og Esja eru i hringferðum hvor
á móti annarri. Herjólfur er í
ferðum milli Vestmannaeyja
og lands, Flóabáturinn Baldur
siglir á Breiðafjarðarhafnir,
Djúpbáturinn á ísafirði siglir
þaðaná hafnir við Djúp og allt
til Önundarfjarðar og Drangur
er í siglingum milli Akureyrar,
Hríseyjar, Ólafsfjarðar, Siglu-
fjarðar og Grímseyjar.
Árið 1972 skiptust flutningar
Skipaútgerðar ríkisins frá
Reykjavík þannig á einstaka
landshluta.
Vesturland
Vestfirðir
Norðurland
Norðausturland
Austurland
Vestmannaeyjar
Alls:
Eins og fyrr hefur verið sagt
hefur hluti Austurlands sjálf-
sagt minnkað við opnun Skeið-
arársandsvegar, en nýrri tölur
um flutninga frá Reykjavik og
skiptingu þeirra á einstakar
hafnir eru ekki til. í töflunni
hér að framan er Norðaustur-
land tekið sérstaklega vegna
sérstöðu þess en það nær í
þessum tölum yfir Raufarhöfn,
Þórshöfn, Bakkaf jörð og Vopna-
fjörð. Þessar hafnir eru því
ekki taldar með í þeim lands-
íhlutum sem þær tilheyra að
öðru jöfnu.
Samkeppnisaðstaða skipanna
er sterkust á Vestfjörðum og
Austfjörðum, þar sem há fjöll
og þröngir firðir og dalir gera
vöruflutninga á landi tiltölu-
lega dýra. Auk þess eru ófærð-
arvandamál á veturna vegna
snjóa sem gefa skipunum enn
betri samkeppnisaðstöðu á
þeim tímum. Flutningamagn
skipanna breytist yfir árið
þannig, að febrúar, mars og
apríl eru venjulega þeir mán-
uðir, sem Skipaútgerðin flytur
mestar vörur. Árið 1972 voru
þannig flutt í þessum mánuð-
um um 4 þús. til 4.300 tonn, en
í ágúst voru flutningarnir 2400
tonn. Ársmeðaltal á mánuði var
3387 tonn. Hæsti mánuður var
þannig 127% af ársmeðaltalinu
og sá lægsti 71%.
Árið 1974 voru heildarflutn-
ingar Skipaútgerðarinnar í
tonnkílómetrum 22,1 millj. Hér
er reiknað með vegalengdum
á landi. Heildarsiglingarlengd
(miðað við vegalengdir á landi)
margfölduð með flutningsgetu
nam um 107 millj. tonnkíló-
metra (tonn x km), þannig að
meðalnýting hefur verið um
það bil 20%. Sé tekin meðal-
540,3 tonn 2%
6.102,9 — 23%
1.623,5 —• 6%
1.263,5 — 5%
10.420,2 — 39%
6.700,8 — 25%
26.644,7 tonn 100%
nýting skipanna á einstökum
stöðum í hringferðum árið
1972, kemur í ljós að meðalnýt-
ing frá Reykjavík hefur verið
45—50%. Þegar skipin fara
fyrir Vestfirði og Austfirði, eft-
ir því hvor hringurinn er, fell-
ur nýtingin smátt og smátt nið-
ur í 10%, og úti fyrir Norður-
landi er hún 5—10%, en hækk-
ar aftur upp í 10—20% í
Reykjavík.
FLUTNINGAR FRÁ REYKJAVÍK 1972
FV 1 77