Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 16
Það ber líka talsvert á þeim
hugsunarhætti hjá Sovétborg-
urum, að tilgangurinn helgi
meðalið, og slíkt vinnur gegn
sönnu trausti í okkar skilningi.
Sp.: — Þýðir þetta, að Sovét-
menn muni reyna að komast
upp með allt sem þeir mögu-
lega geta?
Sv.: — Já, eitthvað mjög
nærri því. Að vísu er ekkert
nema gott eitt að segja um
flesta samninga, sem við höf-
um gert við Sovétmenn. Þeir
eru ekki síður okkur sjálfum
í hag en þeim. Það þýðir þó
ekki að við eigum að byggja
allt á trausti eða gleypa við
óljósum „skilningi“, sem ráða-
menn segjast hafa á tiltekn-
um málum, en er svo túlk-
aður á mismunandi vegu í
Moskvu og Washington.
Sovétmenn eru harðir í samn-
ingum. Þeir munu reyna allt
til að fá sitt fram og þeir gera
ráð fyrir hinu sama af öðrum.
Ef við höfum þetta fast í huga
þurfum við ekki að hafa svo
miklar áhyggjur af traustinu.
Sp.: — Fannst þér erfitt að
eignást vini í Sovétríkjunum?
Sv.: — Það er auðvelt að
stofná til lauslegs kunnings-
skapar en afar erfitt að eignast
nána vini. Rússar hafa almennt
mikinn áhuga á Ameríkönum
og einn sterkasti þáttur í per-
sónuleika þeirra er mikil löng-
un til að tala. Þess vegna er
maður alltaf að kynnast ein-
hverjum á veitingastöðum, í
járnbrautarlestum, með heim-
sóknum í skóla eða verksmiðj-
ur.
En þetta er aftur á móti
vfirborðskennt, jafnvel þótt
samræðurnar verði nokkuð
ítarlegar. Kerfið hamlar því
að hægt sé að eignast venju-
legan Rússa að nánum vin.
Hann getur lent í vandræðum
með því að eignast vestræna
vini og heimsækja þá, nema
bví aðeins að starf hans út-
heimti samgang við þá. Marg-
ir opinberir embættismenn, sem
maður á samskipti við. vilja
ógjarnan hafa samband á fé-
lagslegum grundvelli eða láta
sjá sig með manni annars staðar
en á opinberum stöðum.
Ég held að ég og kona mín
höfum eignazt nokkra góða vini
í Rússlandi, fólk, sem ég veit
að saknaði okkar þegar við fór-
um, en þeir voru ekki margir.
Það var miklu algengara að
fólk, sem vildi hitta okkur aft-
ur, hafði gefið upp rangt heim-
ilisfang eða símanúmer, eða
aðrir, sem voru sérstaklega vin-
gjarnlegir, gátu ekki þegið
annað heimboð.
Sp.: — Er auðvelt að hitta
og ræða við embættismenn í
Sovétríkjunum?
Sv.: — Já, það er tiltölulega
auðvelt að koma á fundi nú
orðið. En samræðurnar eru
venjulega gagnslitlar. Flestir
embættismenn í Sovétríkjunum
telja viðtal og umræður felast
í upplestri á langri, fyrirfram
gerðri yfirlýsingu, sem sjaldan
segir nokkuð umfram það, sem
sovézku blöðin hafa birt áður.
Þetta á ekki við um alla. Ég
hitti borgarstjórnarmenn og
verksmiðjustjóra, sem bæði
gátu og vildu svara skilmerki-
lega hverri spurningu, sem til
þeirra var beint. Þeir vildu
skiljanlega sýna borg sína eða
verksmiðju í sem beztu ljósi, en
töluðu jafnframt hreinskilnis-
lega um vandamál og áföll. Fáir
sovézkir embættismenn eru
hins vegar svo öruggir um sig
að þeir leggi út á svo hálar
brautir.
Sp.: — Er Sovétsamfélagið
ennþá lokað?
Sv.: — Miðað við vestrænan
mælikvarða fer það alls ekki
á milJi mála. Allir möguleikar
til fjölmiðlunar eða tjáningar-
skipta eru undir eftirliti og
stjórn hins opinbera að undan-
skildu tveggja manna tali og
blöðum andó'fsmanna. Aðeins
örfá vestræn tímarit og dag-
blöð berast til Sovétríkjanna og
þau eru ætluð mjög þröngum
hón. Aðeins þeir, sem eru pott-
þéttir í hugmyndafræðinni fá
að ferðast á eigin vegum er-
lendis.
Þrátt fyrir þetta síast hug-
myndir að vestan smám sam-
an inn í hið sovézka samfélag.
Amerískar og vestur-evrópskar
útvarpssendingar njóta mikilla
vinsælda. Enn er nokkuð um
truflanir, en þær segja ekki
mikið. Vestrænir kaupsýslu-
menn og jafnvel ferðalangar
frá öðrum Austur-Evrópuríkj-
um flytja inn mikið af nýjum
hugmyndum um allt mögulegt,
ný tízkufyrirbæri, popptónlist
eða nýjar bókhaldsaðferðir, svo
að ólík dæmi séu nefnd. Sovét-
borgarar hafa fengið afar rang-
færðarupplýsingar um heiminn
í kringum sig, en sú hugsun, að
margt sé öðruvísi á Vestur-
löndum en kennt hefur verið,
hefur þó fengið byr undir báða
vængi.
Sp.: — Finnst Sovétborgurum
að þeir búi í lögregluríki?
Sv.: — Nei, alls ekki. Langt
í frá. Með fáum undantekning-
um er fólk laust við ótta um
að leynilögreglan muni knýja
dyra að næturlagi og að menn
verði sendir til Síberíu af því
að öfundsjúkir nágrannar foi'-
mæli þeim. Þrælkunarbúðirnar
eru enn fyrir hendi og sam-
kvæmt lýsingum kunnugra eru
það afskaplega harðneskjulegir
staðir þó að harðræðið sé ekki
það sama og á dögum Stalíns.
Þessar búðir eru ekki einvörð-
ungu fyrir pólitíska fanga. Lík-
lega er meirihluti þeirra, sem
lenda í búðunum, raunveruleg-
ir lögbrjótar, sem hafa verið
ákærðir og dæmdir af venju-
legum dómstólum.
Almenningur er undir ströngu
eftirliti í Sovétríkjunum en
þar er þó ekki hreinræktað lög-
regluríki. Það verður ekki vart
neins ótta við lögregluna. Fólk
svarar lögreglumönnum fullum
hálsi eins og gert er í Banda-
ríkjunum og fólk segir jafnvel
brandara um leynilögregluna
KGB á almannafæri.
Þegar við heimsækjum aftur
á móti rússneskt heimili og
byrjum að ræða um stjórnmál
er öruggt að einhver stillir út-
varpið á hæsta og biður þig
að koma eins fjarri símatækinu
og hægt er, stundum alla leið
út á gang. Ég veit, að Rússar
eru sannfærðir um að síminn
þeirra sé hleraður og þá á ég
ekki við andófsmennina ein-
göngu.
Sp.: — Hvað er það í kerf-
Ifi
FV 1 77