Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 16

Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 16
Það ber líka talsvert á þeim hugsunarhætti hjá Sovétborg- urum, að tilgangurinn helgi meðalið, og slíkt vinnur gegn sönnu trausti í okkar skilningi. Sp.: — Þýðir þetta, að Sovét- menn muni reyna að komast upp með allt sem þeir mögu- lega geta? Sv.: — Já, eitthvað mjög nærri því. Að vísu er ekkert nema gott eitt að segja um flesta samninga, sem við höf- um gert við Sovétmenn. Þeir eru ekki síður okkur sjálfum í hag en þeim. Það þýðir þó ekki að við eigum að byggja allt á trausti eða gleypa við óljósum „skilningi“, sem ráða- menn segjast hafa á tiltekn- um málum, en er svo túlk- aður á mismunandi vegu í Moskvu og Washington. Sovétmenn eru harðir í samn- ingum. Þeir munu reyna allt til að fá sitt fram og þeir gera ráð fyrir hinu sama af öðrum. Ef við höfum þetta fast í huga þurfum við ekki að hafa svo miklar áhyggjur af traustinu. Sp.: — Fannst þér erfitt að eignást vini í Sovétríkjunum? Sv.: — Það er auðvelt að stofná til lauslegs kunnings- skapar en afar erfitt að eignast nána vini. Rússar hafa almennt mikinn áhuga á Ameríkönum og einn sterkasti þáttur í per- sónuleika þeirra er mikil löng- un til að tala. Þess vegna er maður alltaf að kynnast ein- hverjum á veitingastöðum, í járnbrautarlestum, með heim- sóknum í skóla eða verksmiðj- ur. En þetta er aftur á móti vfirborðskennt, jafnvel þótt samræðurnar verði nokkuð ítarlegar. Kerfið hamlar því að hægt sé að eignast venju- legan Rússa að nánum vin. Hann getur lent í vandræðum með því að eignast vestræna vini og heimsækja þá, nema bví aðeins að starf hans út- heimti samgang við þá. Marg- ir opinberir embættismenn, sem maður á samskipti við. vilja ógjarnan hafa samband á fé- lagslegum grundvelli eða láta sjá sig með manni annars staðar en á opinberum stöðum. Ég held að ég og kona mín höfum eignazt nokkra góða vini í Rússlandi, fólk, sem ég veit að saknaði okkar þegar við fór- um, en þeir voru ekki margir. Það var miklu algengara að fólk, sem vildi hitta okkur aft- ur, hafði gefið upp rangt heim- ilisfang eða símanúmer, eða aðrir, sem voru sérstaklega vin- gjarnlegir, gátu ekki þegið annað heimboð. Sp.: — Er auðvelt að hitta og ræða við embættismenn í Sovétríkjunum? Sv.: — Já, það er tiltölulega auðvelt að koma á fundi nú orðið. En samræðurnar eru venjulega gagnslitlar. Flestir embættismenn í Sovétríkjunum telja viðtal og umræður felast í upplestri á langri, fyrirfram gerðri yfirlýsingu, sem sjaldan segir nokkuð umfram það, sem sovézku blöðin hafa birt áður. Þetta á ekki við um alla. Ég hitti borgarstjórnarmenn og verksmiðjustjóra, sem bæði gátu og vildu svara skilmerki- lega hverri spurningu, sem til þeirra var beint. Þeir vildu skiljanlega sýna borg sína eða verksmiðju í sem beztu ljósi, en töluðu jafnframt hreinskilnis- lega um vandamál og áföll. Fáir sovézkir embættismenn eru hins vegar svo öruggir um sig að þeir leggi út á svo hálar brautir. Sp.: — Er Sovétsamfélagið ennþá lokað? Sv.: — Miðað við vestrænan mælikvarða fer það alls ekki á milJi mála. Allir möguleikar til fjölmiðlunar eða tjáningar- skipta eru undir eftirliti og stjórn hins opinbera að undan- skildu tveggja manna tali og blöðum andó'fsmanna. Aðeins örfá vestræn tímarit og dag- blöð berast til Sovétríkjanna og þau eru ætluð mjög þröngum hón. Aðeins þeir, sem eru pott- þéttir í hugmyndafræðinni fá að ferðast á eigin vegum er- lendis. Þrátt fyrir þetta síast hug- myndir að vestan smám sam- an inn í hið sovézka samfélag. Amerískar og vestur-evrópskar útvarpssendingar njóta mikilla vinsælda. Enn er nokkuð um truflanir, en þær segja ekki mikið. Vestrænir kaupsýslu- menn og jafnvel ferðalangar frá öðrum Austur-Evrópuríkj- um flytja inn mikið af nýjum hugmyndum um allt mögulegt, ný tízkufyrirbæri, popptónlist eða nýjar bókhaldsaðferðir, svo að ólík dæmi séu nefnd. Sovét- borgarar hafa fengið afar rang- færðarupplýsingar um heiminn í kringum sig, en sú hugsun, að margt sé öðruvísi á Vestur- löndum en kennt hefur verið, hefur þó fengið byr undir báða vængi. Sp.: — Finnst Sovétborgurum að þeir búi í lögregluríki? Sv.: — Nei, alls ekki. Langt í frá. Með fáum undantekning- um er fólk laust við ótta um að leynilögreglan muni knýja dyra að næturlagi og að menn verði sendir til Síberíu af því að öfundsjúkir nágrannar foi'- mæli þeim. Þrælkunarbúðirnar eru enn fyrir hendi og sam- kvæmt lýsingum kunnugra eru það afskaplega harðneskjulegir staðir þó að harðræðið sé ekki það sama og á dögum Stalíns. Þessar búðir eru ekki einvörð- ungu fyrir pólitíska fanga. Lík- lega er meirihluti þeirra, sem lenda í búðunum, raunveruleg- ir lögbrjótar, sem hafa verið ákærðir og dæmdir af venju- legum dómstólum. Almenningur er undir ströngu eftirliti í Sovétríkjunum en þar er þó ekki hreinræktað lög- regluríki. Það verður ekki vart neins ótta við lögregluna. Fólk svarar lögreglumönnum fullum hálsi eins og gert er í Banda- ríkjunum og fólk segir jafnvel brandara um leynilögregluna KGB á almannafæri. Þegar við heimsækjum aftur á móti rússneskt heimili og byrjum að ræða um stjórnmál er öruggt að einhver stillir út- varpið á hæsta og biður þig að koma eins fjarri símatækinu og hægt er, stundum alla leið út á gang. Ég veit, að Rússar eru sannfærðir um að síminn þeirra sé hleraður og þá á ég ekki við andófsmennina ein- göngu. Sp.: — Hvað er það í kerf- Ifi FV 1 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.