Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 19
Ferðakostnaður
Dublin, Lissabon og London
ódýrustu borgir Evrópu
Upplýsingar úr brezka riagblaðinu Financial Times, sem
birtar voru fyrir nokkru
í nýlegu tölublaði brezka dagblaðsins Financial Times er birt ýtarleg skrá um dvalarkostnað í hin-
um ýmsu borgum í heiminum og er hún fyrst og fremst ætluð kaupsýslumönnum, sem þurfa að ferð-
ast heimsenda á milli eins og oft er um starfsmcnn brezkra fyrirtækja. í þessum samanburði er vak-
in athygli á því að verðlag í London sé með þ ví hagstæðasta, sem þekkist í stórborgum Evrópu.
Hins vegar sýni hún líka ljóslega, hve geysidýrt það sé orðið fyrir brezka kaupsýslumenn að við-
halda sömu þægindum og hann á að venjast heima fyrir þegar hann leggur land undir fót.
Þannig
auglýsa
Loftleiðir í
bandaríska
tímaritinu
Penthouse,
sem er
skæður
keppinaut-
ur Playboy
og heldur
djarfari.
Væntan-
legir far-
þegar eru
hvattir
til að
spara í
flugfar-
gjöldum en
hafa meira
til að
njóta
Iífsins er-
lendis!
Save more on the way to
Europe and have more to spend
when you get there.
Icelandic haa more to
offer than the lowestjet
fares to Luxembourg of any
scheduled alrline.
We also have exceilent
hot meals, complimentary
European wines, after
dinnercognac and attentive,
courteous personnel.
In short, we have the
same kind of services you’d
get from other airlines,
without the aame highcosts,
because oiu- air fareB oren’t
just a iittle lower. They’re a
iot lower.
And ít Btands to reason,
the more yuu save on the
way to Europe, the more
you'll havo to spend when
you get there.
Swyour full (MíiUon
kolwxlK • k>w (»rr*
Wrtte Dopt PMt'. IcolwwJií Aírlíoe*.
8.10 rtfth Avk ny.mv 10020.0»t*ll
lollfrw- t»00>8i5.|ZIJ,
Icelandlc
Ixjwest jet fares to Europe
of arvy scheduled airline.
f svipaðri athugun, sem fra-m
fór í fyrra reyndist London
vera í 19. sæti af helztu borg-
um heims 'hvað uppihaldskostn-
að snerti en nú er borgin komin
í 38. sæti en Reykjavík er aftur
á móti í 20. sætinu. Næst fyrir
ofan London er nú Nýja Dehli,
sem lengi hefur verið talin
bjóða upp á mjög lágan dval-
arkostnað en er nú ívið dýrari
en London fyrir brezkan kaup-
sýslumann, sem vill búa á góðu
hóteli og snæða venjulegan,
brezkan mat. Næst á eftir
London á listanum kemur svo
Kairó,
Fyrir utan Dublin og Lissa-
bon er London ódýrasta höfuð-
borgin í Evrópu fyrir ferða-
menn sem greiða reikningana
sína með enskum pundum.
Genf, Madrid og Vínarborg,
sem hafa í fyrri athugunum
verið ódýrari en London hafa
nú allar færzt upp fyrir hana
en hótelreikningar í París eru
nú helmingi hærri en í London
þegar borgað er með pundum.
• GENGISFALL OG VERÐ-
BÓLGA
Astæðan fyrir þessu er að
sjálfsögðu fallandi gengi sterl-
ingspundsins ásamt með öðrum
gengisbreytingum, sem átt hafa
sér stað síðustu 12 mánuði. Mis-
munandi mikil verðbólga í hin-
um ýmsu löndum befur líka
breytt niðurröðuninni. í vísitöl-
unni, sem hér er birt, er verð-
lagið reiknað í sterlingspund-
um. Þó að verðlag hafi 'hækkað
í London síðastliðið ár hafa þær
hækkanir ekki haldizt í hendur
við þverrandi kaupmátt punds-
ins í erlendum borgum eins og
Frankfurt eða París.
London er ekki eina borgin,
sem er hlutfallslega ódýrari nú
en í fyrra. í Mexico hefur gengi
þarlends gjaldmiðils miðað við
dollar lækkað um 43% og
Mexico City því farið mjög
aftarlega á listann. Þar hefur
verðlag þó farið hækkandi und-
anfarið vegna gengisfellingar-
innar og verðhækkanir orðið
áberandi eftir að upplýsingum
fyrir þessa skrá var aflað í
nóvember.
Þegar vísitalan var reiknuð,
byggðist hún á þeim grundvelli
að ferðamaður myndi leita eftir
sambærilegum gæðum á hótel-
gistingu, hvert sem hann ferð-
aðist. Hann myndi ennfremur
sækjast eftir að fá venjulegan
FV 1 77
19