Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 27

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 27
aðallega ekið með erlenda ferðamenn. A öðrum tímum ársins eru margir hópferðabíl- anna í skólaakstri víða um land, en þessir hópferðabílstjór- ar aka frá BSÍ í maí—ágúst. BSÍ FYRIRHUGAR AÐ OPNA FERÐASKRIFSTOFU Þegar blaðamaður F.V. spurði Kristjón, hvort það væri ekki ætlun BSÍ að opna ferða- skrifstofu svaraði hann á þessa leið: — Við 'höfum átt ferðaskrif- stofuleyfi í nokkur ár, en ekk- ert verið að flýta okkur. Hinsvegar, þegar erlendir ferðahópar vo.ru í vaxandi mæli farnir að leita fyrir sér um þjónustu beint héðan, þótti okkur rétt að hafa þessi rétt- indi, enda margir komnir með þau, þ.á.m. eigendur langferða- bíla. Áhugamál okkar hér er fyrst og fremst, að fá sem mesta vinnu fyrir bílana og er í því efni sama hvaðan gott kemur. Þó ætti það engan að saka, þótt svo færi, að einhverjir ný- ir markaðir opnuðust um ferðir hingað, t.d. frá Norðurlöndum, eða jafnvel um nýjar ferðir hér innanlands. Hitt er svo afveg víst, að við höfum engar ráðagerðir uppi um „Sólarlandaferðir" með til- heyrandi gjaldeyriseyðslu, en miklu fremur höfum við áhuga fyrir hinu að hingað komi sem flestir erlendir ferðamenn og viljum eiga þátt í að, þeir geti ferðast um landið með sem skaplegustum kjörum- og verð- ur það að teljast þjóðhollt sjón- armið. Þess er þá líka að vænta, að heilsteypt samstarf milli ferða- skrifstofanna í landinu og eig- enda samgöngutækjanna eflist öllum til hags. Og ef nú í svip- inn Ihillir undir einhverjar smá- vægilegar landamæraskærur, verða þær að sjálfsögðu jafnað- ar á næstunni, sagði Kristjón að lokum. 1<’V t 77 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.