Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 32

Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 32
Samgöngur 1977 Vetrarævintýri að vestan Kristinn Benediktsson, blaðamaöur FV, segir frá ferðum sínum milli nágrannabyggðarlaganna á norðanverðum Vestfjörðum nú fyrir skömmu — Þú átt að fara á Vestfirði og skrifa byggðar lagsþátt eftir áramótin, sagði ritstjórinn við mig milli jóla og nýárs, — það hefur snjóað svo lítið að hægt er að komast auðveldlega á milli staða. Því miður komst ég ekki af stað mánudaginn 3. janúar vegna nauðsynlegs undirbúnings þann dag. Eg segi því miður vegna þess að ég tel að þessi dagur hafi haft töluverð áhrif á hversu erfið- lega ferðin gekk og tók lengri tíma en ég hafði reiknað með. En hins vegar er hægt að gefa les- endum FV litla innsýn í samgöngumál á Islandi á bví herrans ári 1977. Götumynd frá ísafirði, þar sem tiltækar vélar unnu við snjó- ruðning. Ég átti pantað far með Flug- félagi Islands 4. janúar til Isa- fjarðar. Þeir höfðu samband við mig og sögðu mér að mæta klukkan 11, því flugvélin átti að fara hálftíma síðar. í af- greiðslu Flugfélagsins var ys og þys og mættu nokkrir farþegar á síðustu stundu sem torveld- aði afgreiðslumönnum vinp.u sína. Þá var einnig verið að gera flugvél til Hornafjarðar klára til brottfarar. # Flug fellt niður En þegar maður átti von á því að tilkynnt yrði um brott- för, var fólki sagt að því mið- ur legðist flug til fsafjarðar niður í dag og voru farþegar beðnir að hafa samband klukk- an 9 næsta morgun. Næsta morgun var leiðinda- veður, allhvass og gekk á með éljum og skafrenningi á milli. Mér var sagt á Flugfélaginu að hringja aftur klukkan 10, þar sem veðrið frá ísafirði væri ekki komið. Ég var svo boðað- ur út á flugvöll klukkan 11. Veðrið virtist vera að færast í aukana. Mér var tjáð að þrjár vélar færu til ísafjarðar, tvær með farþega og ein með vörur. Ég fékk grænt spjald sem þýddi að ég færi með seinni vélinni og færi hún tíu mínút- um seinna en sú fyrri. Út um glugga flugstöðvarinnar grillti í snjóruðningstæki í skafrenn- ingnum og voru þau á fullri ferð að hreinsa af flugbraut- inni. Farþegarnir voru kallaðir út á fyrri vélina, þeir voru auðkenndir með bláu spjaldi. Vélin hélt síðan af stað út á brautina og hvarf brátt sjón- um í éljaganginn. Það liðu nokkrar mínútur en þá birtist hún aftur og farþegarnir streymdu inn hríðskjálfandi. Tilkynnt var að fluginu væri aflýst þann daginn. Ég hleraði að brautarskilyrði í Reykjavík væru slæm vegna hálku, einnig færi vestanátt vaxandi á ísa- firði en það er versta áttin þar. í gær hafði hins vegar verið eitthvað að brautinni þar og því ekki flogið. Næsta dag leit ekki vel út með flugveður, en þó var lagt af stað eftir hádegi eftir marg- ar símhringingar. Veðrið var gott á ísafirði. Segir nú fátt af ferðum mínum, nema ég kann- aði möguleika á að komast milli staða. 0 Breiðadalsheiöin ófær Eg fékk þær upplýsingar að Breiðadalsheiðin væri ófær og engar áætlunarferðir með snjó- bílum. Mér var bent á að hafa samband við Hörð Guðmunds- son, en hann rekur flugfélagið Erni á fsafirði, og er með póst- flug á alla firðina. 32 FV 1 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.