Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 35
steypti hellur, og þrátt fyrir
ýmsa byrjunarerfiðleika væri
hann bjartsýnn á framtíðina, en
tilgangurinn væri sá að skapa
sér sjálfstæða og fjölbreytta at-
vinnu. Atvinna á stöðum eins
og Suðureyri væri of einhæf,
ekkert nema fiskur.
inu, sem eru aðallega mjólkur-
ferðir og annar flutningur til
bændanna, sem þá vanhagar
um. Farþegar eru teknir með í
allar ferðir og er ágætis rými
fyrir 70 manns í salnum. Firð-
irnir fyrir sunnan Þingeyri
verða að byggja á ferðum Ríkis-
skips eða fluginu.
— Við hefjum ferðir á firð-
ina um leið og heiðarnar lok-
ast á haustin, en vegna þess
hve snjólétt hefur verið í vet-
ur byrjuðum við ekki fyrr en
2. des. Samt er verið að moka.
Okkur finnst það furðuleg ráð-
stöfun eins og í vetur að ríkið
eyðir fé í snjómokstur, meðan
það styrkir rekstur bátsins um
25 milljónir. Þá eru fyrirtækin
sem við skiptum við alltaf til-
búin að senda sinn flutning bíl-
veg, meðan við skröltum á milli
með tóma mjólkurbrúsa og höf-
um ekki fyrir olíukostnaði, en
þegar allt er lokað þá erum
við nógu góðir til að vera not-
aðir.
— Annars vantar stærra
skip. Þetta er að minnsta kosti
100 tonnum of lítið, og van-
búið að öllu leyti. Sem dæmi
má nefna að þegar bændur
vantar áburðinn á vorin leigja
þeir flóabátinn Baldur, sem
flytur áburðinn beint frá
Reykjavík. Það er því ekkert
smávegis sem þessi bátur tap-
ar, en hann lestar ekki nema
50 lestir á móti 200 lestum
Baldurs. Verið er að vinna að
því að fá stærra skip og er þá
hugmyndin sú að þá sigli Ríkis-
skip beint á ísafjörð og losi yfir
Fagranesið leggst að bryggju á Flateyri.
0 Farið með
Fagranesi
Morguninn eftir var von á
Djúpbátnum til Suðureyrar og
hugðist ég komast með honum
til Flateyrar, sem var eina von-
in þar sem allt flug lá niðri.
Bátnum seinkaði um tvo tíma
vegna veðurs en þungt var í
sjó út af Gelti. Það tók um
hálftíma að afferma bátinn, er.
hann kom með mjólk og póst
auk ýmiss varnings.
Klukkutíma sigling er til
Flateyrar og notaði ég tæki-
færið til að spjalla við Hjalta
Hjaltason skipstjóra um ferðir
Djúpbátsins.
— Mánudaga og fimmtu-
daga förum við til Bolungar-
víkur, Suðureyrar, Flateyrar og
í Holt, en þangað kemur bíll
frá Þingeyri. Við verðum hins
vegar að fara þangað ef ófært
er yfir Gemlufallsheiði. í Holti
tökum við mjólkina úr Önund-
arfirði. Þriðjudaga og föstudaga
förum við svo á 10 staði í Djúp-
Þorkell
við stýrið
á snjóbíln-
uni.
Hjalti skipstjóri á Fagranesinu.
FV 1 77
35