Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 41

Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 41
Leikhús, tdnlist, sýningar, skemmtanir: Dægrastytting borgarlífsins Hlargur utanbæjarmaðurinn leggur leið sína til Reykjavíkur að vetrarlagi til að njóta þeirra listviðburða og skemmtana sem höfuðborgin hefur upp á að kjóða. Þeim sem hyggja á Reykjavíkurferð á ofanverðum vetri og borgarbúum sjálfum til upplýsingar, birtir blaðið hér yfirlit yfir það helzta, sem framundan er ■ lista- og skemmtanalífi borgarinnar • Leikfélag Reykjavfkur Leikfélag Reykjavíkur minntist 80 ára afmæl- is síns 11. janúar sl. með frumsýningu á sjón- leiknum Makbeð eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson, en leikmyndina hefur Steinþór Sigurðsson gert. Með hlutverk þeirra Makbeðs hjóna fara Edda Þórarinsdóttir og Pétur Einarsson, en svo til allur leikarahópurinn í Iðnó er virkur í þessari sýningu. Nornirnar þrjár, sem spá um örlög Makbeðs leika þær Sigríður Hagalín, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sólveig Hauksdóttir. Makbeð er veigamesta sýning, sem Leikfélag Reykjavikur hefur ráðist í um langa hríð. Það var unga fólkið innan leikhópsins í Iðnó, sem sjálft valdi sér þetta viðfangsefni og vann mikla forvinnu að sýningunni í smáhópum m.a. við öflun heimilda um þann tíma, sem leikurinn gerist á, og á sér reyndar hliðstæðu í íslenskri sögu, þ.e. skeið norrænna víkinga, einnig við að gagnkynna sér hina ýmsu leikmáta, sem tíðkast hafa í Shakespearesýningum gegnum aldir og að kynna sér bragarhætti og flutning bundins máls. Leikfélag Reykjavíkur hefur á undanförnum árum einbeitt sér að því að leggja sem besta rækt við íslensk leikverk og er afmælisárið sér- staklega helgað sýningum á íslenskum leikbók- menntum. Þar með verður að telja sem íslenska þjóðareign frábærar þýðingar á sígildum erlend- um verkum eins og þýðingu Helga Hálfdánar- sonar á Makbeð. Meðal þess, sem gert hefur ver- ið af leikhússins hálfu til að minnast afmælis- ársins, er að ráða þrjá íslenska leikritahöfunda á starfslaun til að skrifa leikrit sérstaklega fyrir gamla leikhúsið í Iðnó og listamenn þess. Af öðrum verkum, sem verða á fjölunum í Iðnó í vetur má nefna Skjaldhamra Jónasar Árnasonar, sem reyndar eru á öðru leikári, og Makbeð. Edda Þórarinsdóttir og Pétur Einarsson í hlutverkum sínum. eru sýningar orðnar yfir hundrað talsins. Sömu sögu er að segja af Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig var frumsýnd á fyrra leikári og ekkert lát er á aðsókn þótt sýninga- fjöldinn hafi losað hundraðið. Leikstjóri Skjald- hamra er Jón Sigurbjörnsson, en höfundurinn sjálfur leikstýrir Saumastofunni. Efniviður þessara beggja sjónleika er af þeim FV 1 77 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.