Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 51

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 51
Stálgrindarhúsið sem Fiskiðjan hóf starfsemi 1 árið 1972. unum mikil lyftistöng. Hins vegar held ég að ekki verði bætt við mik'lu fleiri skipum úr því sem komið er nema að Patreksfirðingar fái sér ef til vill einn. Reynsla okkar af tog- aranum Trausta, sem er nokkru minni en hinir Vestfjarðatog- ararnir, hefur þó ekki verið sér- staklega góð. Við höfum átt í erfiðleikum vegna bilana, t.d. á spilinu, og skipið þess vegna verið lengi frá veiðum vegna viðgerða. F.V.: — Hvað eru það marg- ir, sem vinna hjá ykkur, hæði á skipunum og í landi og hvað er það mikill hluti af íbúum Suðureyrar? Páll:: — Á Suðureyri eru í- búar núna 515 en ekki eru a'llir búsettir þar, sem koma til okk- ar í vinnu. Það er alltaf eitt- hvað af aðkomufólki hjá okkur allt frá 40 og upp í 60 manns. J fiskiðjunni vinna yfirleitt um 120 manns og svo tæplega 50 á skipunum, þar af 15 á togaran- um. Mikið af kvenfólkinu, sem vinnur í hraðfrystihúsinu eru húsmæður á staðnum en síðustu árin höfum við fengið talsvert af kvenfólki langtaðkomið, allt frá Ástralíu og Nýja-Sjólandi. Þaðan eru 22 konur í vinnu hjá okkur núna, og standa sig mjög vel. Okkur hefur ekki tekizt að fá nægilegt starfslið þó að aug- lýst sé hérna heima og þess vegna höfum við þegið þá milli- göngu, sem skrifstofa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í London hefur haft um að út- vega okkur þennan starfskraft. Mér skilst, að þessar ungu kon- ur séu yfirleitt staddar í Bret- landi, þegar þær ákveða að koma ihingað, en hér eru þær misjafnlega lengi. Þær borga opinbe.r gjöld hér en fá síðan mismuninn af laununum yfir- færðan í erlendan gjaldeyri. F.V.: — Margan í þéttbýlinu fýsir eflaust að vita, hvað fólk á minni stöðunum hefur yfir- leitt í kaup fyrir venjulega vinnu eins og í frystihúsi. Hvað getur kaun orðið hátt ef öll vinna er tekin, sem fæst? Páll: — Að meðaltali gæti ég trúað að kaupið væri um 80 þús. krónur á mánuði en þetta fer mikið eftir árstíma. Stund- um fer það töluvert á annað hundrað þúsund en yfir vetrar- vertíðina, sem stendur fimm mánuði býst ég ekki við að kaup fari niður fyrir 100 þús- und að meðaltali á mánuði. Þetta er þó allbreytilegt eftir því, ihvort um ákvæðisvinnu er að ræða eða ekki. Fólk, sem er duglegt í ákvæðisvinnu fær þó nokkuð meira í laun en þeir sem vinna á tímakaupi. Það er allt unnið í ákvæðisvinnu í vinnslunni í frystihúsinu hjá okkur. Þar er kaupið oft um 130 þúsund á mánuði og dæmi þess að það fari í 200 þúsund hjá mjög afkastamiklu fólki. Á bátunum hefur hásetahlut- urinn verið frá 1,2—1,7 millj. á síðasta ári en 'hásetahlutui'inn á togaranum um 2 milljónir. Línubátarnir við bryggju í Súgandafirði. Frá bryggju er fiskinum ekið í kæligeymslu frystihússins, þar sem hann bíður meðferðar í vinnslunni. Kas sarnir eru notaðir í togaranum. FV 1 77 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.