Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 55

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 55
hefur árangurinn kannski kom- ið fram í betri framleiðslu frá ykkar húsi? Páll: — Fólkið vandist þessu fljótt en ég held að munurinn á framleiðslunni hjá okkur og öðrum húsum sé lítill eða eng- inn. Ég geri ráð fyrir að gæða- matið valdi því að fiskur sé svipaður frá öllum húsum í landinu. Annars færi 'hann ekki inn í frystigeymslurnar. F.V.: — Er þessi bylting í frystihúsamálum um garð geng- in, þ.e.a.s. hafa frystihúsaeig- endur þegar lagað sig að þess- um breyttu reglum um holl- ustuhætti? Páll: — Já, víðast hvar, að minnsta kosti í stærri húsun- um. Annar þáttur þessara mála, sem hefur þó ekki komið til framkvæmda er á sviði um- hverfismálanna. Það opinbera fjármagn, sem gert var ráð fyr- ir að rynni til þeirra hefur ein- faldlega ekki komið og menn hafa þess vegna ekki getað lag- fært lóðir og næsta umhverfi 'húsanna eins og til stóð. Sums staðar er þetta í lagi en viða mjög ábótavant enn. Svo vegur þáttur sveitarfélaganna i þess- um málum þungt. Hjá okkur á Suðureyri er þetta lélegt enn þá, að vísu hafa aðalgöt- urnar í þorpinu verið styrktar og við vonumst til að varanlegri gatnagerð við helztu umferðar- göturnar ljúki núna á þessu ári. En ástandið er ekki nógu gott í dag að þessu leyti. Hins vegar stöndum við nokkuð vel að vígi hvað vatn áhrærir en skortur á nægilega góðu vatni er víða vandamál 'hjá hraðfrystiiðnað- inum. Fyrir nokkrum árum var lögð ný vatnsveita á Suðureyri og við sækjum vatnið 3—4 kíló- metra út fyrir þorpið. Það er að sjálfsögðu frumskilyrði við hreinlætisráðstafanir að hafa hreint og gott vatn. F.V.: — Er vinnslan í frysti- húsinu hjá ykkur jöfn allt árið eða liggur hún að verulegu leyti niðri tiltekin tímabil á vissum árstímum? Páll: — Vetrarvertíðin er yf- irleitt mjög drjúg í vinnslu. En svo hefur hjá okkur í Súganda- Koma fram sérstakar óskir frá Sölumiðstöðinni um hvað skuli framleitt í það og það skiptið? Páll: — Já. Við fáum óskir frá Sölumiðstöðinni um hvaða umbúðir skuli framleitt í og er þetta til að stýra því að birgðir verði ekki of miklar af einni tegund. Þannig stjórnar SH að miklu leyti í hvað er framleitt. Ef hins vegar mikið berst að af hráefni er kannski ekki alveg farið eftir óskum SH heldur Hreinlæti í fyrirrúmi. Fólkið snertir ekki kranana með hönd- unum. Mötuneyti fiskiðjunnar er snyrtilega innréttað og þægilegur hvíldarstaður fyrir starfsfólkið. firði komið oftast dálítið bil milli vetrarvertíða.r og sumar- vertíðar sem minna hefur bor- ið á hjá bátunum við Djúp. Það eru því smáeyður frá miðjum maí og fram í miðjan júní og svo aftur frá því síðast í ágúst og út september. Þetta vonum við að lagist og við getum fyllt upp í skörðin, þegar ný.r togari kemur til sögunnar. Það er þó alltaf einhver framleiðsla í gangi í húsinu allt árið en mis- jafnlega mikil eftir árstímum og vinnslan fellur aldrei alveg niður nema þegar hreinsun fer f.ram. F.V.: — Hvernig er ákvörð- unum um framleiðsluna háttað? reynt að vinna það sem fljótleg- ast er. Yfirleitt hefur þetta ekki verið vandamál hjá okkur en gæti sagt til sín í auknum mæli, þegar við fáum nýja togarann. F.V.: — Og hvaða fiskteg- undir eru það, sem koma í vinnsluna hjá ykkur? Páll: — Það er mestmegnis þorskur, lítið af ýsu en mikið af steinbít í svona tvo mánuði að vetrinum. Það lætur nærri að hann sé um helmingur af aflamagninu á vetrarvertíðinni. F.V.: — Hvað um aðra vinnslu en frystinguna? Er ekkert annað fyrir hendi í Súg- andafirði? FV 1 77 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.