Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 62

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 62
Vesttf irðir: Ibúatalan hærri en um árabil Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri, greinir frá málefnum sem efst eru á baugi í fjórðungnum Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. íbúafjölgun á Vestfjörðum hefur verið hægfara, ef á heild- inna er litið, og í einstökum sveitarfélögum er ýmist um fjölgun eða fækkun að ræða milli ára. Hinn 1. desember 1975 voru Vestfirðingar 9998 eða fleiri en um árabil. Alþingi samþykkti á s.l. ári lög um Orkubú Vestfjarða, þar sem iðnaðarráðherra er heimilt að hafa forgöngu um að stofn- að verði á Vestfjörðum sam- eignarfélag ríkissjóðs og sveit- arfélaga á Vestfjörðum, er hafi á hendi orkuvinnslu og orku- dreifingu, er nái til jarðhita, raforku og kyndistöðva. I fram- haldi af lagasetningunni voru gerðar tillögur um að félagið verði stofnað, orkumannvirki og dreifikerfi yfirtekin ásamt skuldum, sem félaginu er talið viðráðanlegast að standa undir af rekstri sínum. Einnig aðrar tillögur þessu viðvíkjandi. Þeg- ar þetta er ritað, eru tillögur þessar til athugunar hjá ríkis- stjórninni. DREGIÐ ÚR DÍSILVÉLA- KEYRSLU Mjólkárvirkjun II var tekin i notkun á s.l. ári. Við það dró í bili úr framleiðslugetu Mjólk- árvirkjunar I, en með tilkomu Hofsárveitu, sem er vatnsmiðl- unarvirki, nær Mjólkárvirkjun I aftur sinni fyrri framleiðslu- getu og væntanlega drjúgum betur. Orkan frá Mjólkárvirkj- un II mun um sinn draga nokk- uð úr þörf fyrir dísilvéla- keyrslu til raforkuframleiðslu. Virkjunarrannsóknum á Dynjandisvæðinu mun vera lokið, og þess vænzt að náttúru- verndarmenn og hönnuðir geti sætzt á virkjunarlausn, sem báðir geta unað við. Verið er að reisa háspennu- línu frá Mjólkárvirkjun norður í Breiðadal í Önundarfirði, en þaðan verður lögð háspennu- lína til Bolungarvíkur annars vegar og ísafjarðar hins vegar. Þessi nýja flutningslína eykur mjög á öryggi og afköst í orku- flutningi f.rá Mjólkárvirkjun til þéttbýlisstaðanna norðan virkj- unarinnar. Rannsókn á virkjunaraðstæð- um á Glámusvæðinu standa yf- ir, bæði hvað varðar virkjunar- skilyrði sunnan sem norðan há- iendisins. Þá er einnig verið að rannsaka virkjunarmöguleika á Þverársvæði í Nauteyrarhreppi og í Hvalá/Rjúkandi í Ófeigs- firði á Ströndum, en þar hafa til þessa verið taldar mestu virkjunaraðstæður á Vestfjörð- um. JARÐHITAKÖNNUN Verulegur skriður hefur kom- izt á könnun jarðhita á Vest- fjörðum. Nægilegt, heitt vatns- magn fékkst úr einni borholu í 62 PV 1 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.