Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 84

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 84
AUGLÝSING Vöruskemmur, tæki og búnaður BYGGIÍMGARIÐJ/IIV HF.: Steinsteypt einingahús —i framleiðslugeta á ári 20 — 30 þús. m Byggingariðjan hf. framleiðir í verksmiðju sinni að Breið- höfða 10 byggingareiningar úr strengjasteypu og steinsteypu í allar gerðir húsa, þ.á.m. vöru- skemmur með al!t að 30 m. breidd án stoða,. Fyrirtækið var stofnað árið 1959 og hóf framleiðslu á strengjasteypubitum árið 1960 í 350 m- skála með 5—10 manna starfsliði. Framleiðslu- geta fyrirtækisins er nú 20—30 þúsund. m'- á ári af vöru- skemmueiningum eða öðrum gerðum húsa. Stærð verksmiðj- unnar er um 2000 m- og starfs- lið 20—30 manns. Byggingariðjan hf. býður upp á ýmsar gerðir byggingar- eininga: Stoðir, þak- og gólf- bita, þak- og gólfplötur og út- veggjaplötur með og án ein- angrunar. Útveggjaeiningar eru framleiddar með mismun- andi áferð, t.d. ýmis konar munstur eftir vali eða steinefni með mismunandi lit má setja í yfirborð veggjanna og þurfa slíkir veggir ekkert viðhald. Strengjasteypueiningar henta ákaflega vel í vöru- skemmur og raunar í allar byggingar þar sem æskilegt e,r að langt sé á milli burðarstoða, en hin löngu bitahöf, allt að 30 m. byggist á því, að í staðinn fyrir steypustyrktarstál er not- aður strengdur stálvír, sem er 5 sinnum sterkari heldur en venjulegt stál. Aðrir kostir, sem steinsteypt einingahús bjóða upp á er stutt- ur byggingartími, þar sem ein- ingarnar eru framleiddar í verksmiðju án truflunar vegna veðurs og reistar á mjög skömmum tíma, t.d. má reisa 1000 m- vöruskiemmu á 10 dög- um. Eldþol strengjasteypuein- inga er gott, enda falla þær í eldþolsflokkinn A-60, sem þýð- ir að einingarnar standast staðl- aða eldáraun í 60 mínútur án þess að burðarþol þeirra skerð- ist Aukin eftirspurn eftir strengjasteypueiningum bendir til þess að verð þeirra sé hag- stætt og má í því sambandi benda á að afgreiðslutími er nú orðinn 6—8 mánuðir fyrir sum- ar tegundir eininga. Vegna aukinnar eftirspurnar er fyrirtækið nú að undirbúa stækkun verksmiðju sinnar og er fyrsta skref í þá átt ný og stærri steypustöð, sem nú er í byggingu.. Byggingariðjan ihf. hefir framleitt einingar í margar vöruskemmur m.a. hinar stærstu hér á landi svo sem vöruskemmu S.Í.S. við Sundin vöruskemmu Reykjavíkurhafn- ar á Grandabryggju og vöru- skemmu Eimskipafélagsins í Sundahöfn.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.