Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 96

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 96
Ilm heima og Qcima — Þarna var bolinn að búa sig undir árásina. — Þeir eru harðir af sér þama á Ítalíu, sagði Gvendur frændi, þegar hann kom heim úr ferðalaginu til Feneyja. — Hugsið ykkur. Þarna voru allar götur undir vatni og samt sungu þeir af fullum hálsi hinir kátustu. — Drykkjumaðurinn styttir líf sitt um helming með allri óreglunni. — En á móti sér hann allt tvöfalt. — Þjónn, þessi koníakssnaps, sem þér létuð mig fá... — Já, er ekki allt í lagi með hann. Þetta cr fínasta koníakið, sem við eigum, yfir 50 ára gamalt. — En er hann ekki heldur Iítill eftir aldri? — Nei, nú er það ekki steikin, JÚIIi. Þetta er alvöru eldsvoði. Heyrt á tal vinkvenna: — Ég skal játa það hrein- skilningslega að núna er ég á karlmannsveiðum. — Hvað er að heyra. En þú átt mann. — Það er einmitt hann, sem ég er að leita að. Það var í Prag. Nú skyldi hresst upp á næturlífið til að auka tekjurnar af ferðamönn- unum. Nú átti að reyna aðferð- ir einkaframtaksins í skemmt- anabransanum, sem sagt að setja af stað stripptís. En gestirnir flýðu af staðn- um, sem stóð tómur öll kvöld. — Hvað er að félagi? spurði ráðherra menningar- og ferða- mála, þegar forstjóri nætur- klúbbsins var boðaður á hans fund. — Ekkert, félagi ráðherra. — Innréttingar aðlaðandi? — Fullkomlega. — Lýsingin? — Samkvæmt nýjustu tízku. — En stúlkurnar? — Það er ekkert að þeim. Það kemur engin til greina nema hún hafi verið fullgildur félagi í kommúnistaflokknum í að minnsta kosti 40 ár. Hjá Flugleiðum: — Við 'höfum slæmar og góð- ar fréttir fyrir yður. Okkur þykir fyrir því en farangurinn yðar virðist hafa týnzt í London eða Glasgow. En hér koma svo góðu fréttirnar: Þér losnið við að borga fyrir yfirvigtina. Það var við útför Fords bíla- konungs. Sex menn báru kist- una úr kirkju. Við. gröfina lyft- ist lokið af kistunni og bíla- kóngurinn sagði hásri röddu: — Hvað eru margir, sem vinna þetta verk? — Þeir eru sex mennirnir, sem bera kistuna, svaraði prest- ur. — Rektu fimm og settu hjól undir hana. 96 FV 1 77 M

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.