Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 18
BER EKKI SAMAN UM
KOSTNAÐ
Skiptar skoðanir eru einmig
uppi um raunverulegan kostn-
að vegna framkvaemdarinnar.
Upphafiega kostnaðaráætlunin
hljóðaði upp á 900 milljónir
dollara en er nú 'komin í 7,7
milljarða. Þá er búizt við að
vextir af lánsfé séu 2,2 milljón-
ir til viðbótar. Heildarkostnað-
urinn er því orðinn 1400 sinn-
um hærri en verðið, sem Banda-
ríkin greiddu Rússum, þegar
þau keyptu Alaska 1867.
Þessi gífurlegi munur milli
upphaflegra áætlana og raun-
verulegs kostnaðar á rætur sín-
ar rekja til breyttrar hönnunar,
sem meðal annars tvöfaldaði
flutningsgetu leiðslunnar. Einn
sérfræðinganna, sem unnu við
gerð leiðslunnar, bætir því við,
að auknar varúðarráðstafanir
vegna umhverfisverndar hafi
þrefaldað kostnaðinn. Til dæm-
is má nefna, að einu eyðingar-
stöðvar fyrir skólp sem sögur
fara af í Alska, voru reistar við
vinnubúðir Alyeska fyrirtækis-
ins að kröfu náttúruverndar-
manna. Margir Alaskabúar
telja, að olíufélögin hafi ekki í
raun og veru haft áhyggjur af
kostnaðinum við að leggja
leiðsluna, því að hann færi alla-
vega út í verðlagið á olíunni,
þegar þar að kæmi.
„OFBOÐSLEGT“ KAUP
Kaupsýslumaður í Fairbanks
hafði þetta að segja: „Þeir
lögðu ekki hart að sér við
samningagerð á vinnumarkað-
inum heldur gengu að ofboðs-
legum launakröfum gegn lof-
orði verkalýðsfélaga um al-
gjöran vinnufrið.
Talsmenn olíufélaganna mót-
mæla þessum áburði en viður-
kenna að kaup við þetta verk
hafi verið með því 'hæsta, sem
þekkist í heiminum. f byrjun
þessa árs fékk skurðgröfumað-
ur 13,10 dollara í tímakaup og
50% álag fyrir vinnu, sem fór
fram úr 40 stundum á viku.
Faglærðir fengu miklu meira.
Fyrir vinnuviku, sem oft var
84 tímar eða meira, fengu menn
greidd laun á bilinu 1400 upp í
næstum 2000 dollara og frítt
húsnæði, mat og aðgang að
ýmissi tómstundaiðju að auki.
Einn aðilinn, sem hagnaðist
hvað mest á þessu ævintýri var
gjaldheimta Bandaríkjanna.
Með þessa staðreynd í huga
hafa verkamenn, þar á meðal
faðir og þrír synir hans, sem
samanlagt höfðu ríflega 6000
dollara á viku, reynt allar
leiðir til að komast framhjá
skattyfirvöldunum eins og
milljónamæringarnir vestan
hafs gera.
Minna hefur kannski verið
talað um þann þátt þessa máls,
er lýtur að framlagi kvenna til
framkvæmdanna. Af öllu
vinnuaflinu voru um 10% kon-
ur. Sumir hinna eldri, sem
lengi hafa stundað vinnu við
slík skilyrði, voru lítt hrifnir
framan af en urðu að sætta sig
við að konurnar voru jafndngj-
ar þeirra í vinnu og launum.
Nú þegar lagningu olíuleiðsl-
unnar er lokið vonast innfædd-
ir Alaskabúar til þess að lífið í
ríki þeirra færist í eðlilegt horf
á nýjan leik.
KOSTIR OG GALLAR
Lagning leiðslunnar hafði
marga kosti fyrir Alaska en
hún olli líka truflunum á efna-
hagslífi ríkisins og þeim nátt-
úrulegu lífsháttum, sem laðað
hafa marga að til búsetu í rík-
inu. Flestir íbúar í Fairbanks
og Yaldez, borgunum tveimur,
þar sem gróðinn af þessu fyrir-
tæki var mestur, telja að ávinn-
ingurinn hafi verið miklu meiri
en ókostirnir. Fyrir olíugróð-
ann hafa verið byggðir nýir
skólar, verzlunarmiðstöðvar og
íbúðarhús. f Fairbanks hafa til
dæmis risið nýir matvörumark-
aðir, sem bjóða hagstæðara
verð en áður. í Valdez er verið
að undirbúa byggingu nýrra
skóla og fullkominnar félags-
miðstöðvar. Fregnir berast af
því að margir innfæddir Al-
askabúar hafi í hyggju að flytja
úr eldra húsnæði sínu og fara í
miklu nýrri og vistlegri húsa-
kynni, sem reist voru fyrir
verkamennina við lagningu
olíuleiðslunnar.
Þó að flestir þeirra 22 þús-
und starfsmanna, sem þarna
hættu á fjármálalegum timbur-
hafa unnið, séu nú farnir frá
Alaska, telja hagfræðingar enga
mönnum. Ein ástæðan fyrir
þessu áhyggjuleysi er sú, að
opinber stjórnsýsla, bæði hjá
ríki og sveitarfélögum mun á-
framhaldandi veita fjögur af
hverjum tíu atvinnutækifærum
í Alaska.
Fjármagnið, sem fór til smíð-
arinnar á olíuleiðslunni stóð
heldur ekki lengi við í Alaska,
heldur fór mestan part beint
til annarra ríkja Bandaríkj-
anna. Hagfræðingar benda líka
á, að olíuframleiðslan í Alaska
eigi eftir að veita ríkinu stöð-
ugri tekjur heldur en þær, sem
fengust af smíðinni. Einn
milljarður dollara, sem ríkið
fær upphaflega á ári með leyfis-
gjöldum, sköttum og öðrum
olíutengdum tekjum er aðeins
byrjunin.
FLEIRI MÖGULEIKAR
Olíuvinnsla hefur hingað til
verið takmörkuð við aðeins tvo
af 14 stöðum, þar sem olíu er
væntanlega að finna. Gas-
lindirnar, sem uppgötvaðar
hafa verið við Prudhoe-flóann
eru líka ósnertar.
Þrjár fyrirtækjasamsteypur
eru að keppa um rétt til að
smíða leiðslu, sem flytja á gas
frá Alaska til annarra ríkja
Bandaríkjanna, en sú fram-
kvæmd tæki að minnsta kosti
þrjú ár.
Bankamaður í Anchoarge
segir: „Allir í viðskiptaheim-
inum horfa til lengri framtíðar
og eru að hugsa um jarðgasið.
Það verður innan skamms kom-
in ný leiðsla, ný leyfisgjöld og
meiri tekjur“.
í þessu andrúmslofti hins ný-
ríka umhverfis eru unnendur
hinna góðu gömlu daga og ó-
spilltrar náttúru orðnir kynleg-
ir kvistir. íbúafjöldinn í ríkinu
hefur aukizt um helming á síð-
ustu 10 árum og þeir aðfluttu,
sem ekki hafa alizt upp í anda
hinna gömlu frumherja í Al-
aska, ráða ferðinni.
18
FV 6 1977