Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 63
BYGGING GAGNFRÆÆ)ASKÓLA. Gagnfræðaskólinn hérna var upphaflega hugsaður í 3 áföng- um, en aðeins hefur verið lokið við fyrsta áfangann. Byrjað var svo á öðrum áfanga 1975 og á hann að verða tilbúinn til notkunar í haust. Þar er aðal- lega um að ræða vinnuaðstöðu fyrir kennara og annað starfs- fólk, en um leið losnar um kennslurými í eldri bygging- unni. SMÁBÁTAHÖFN Á þessu ári á að vinna fyrir 30 milljónir við gerð smábáta- hafnar inni í botni hafnarinn- ar. Af því fé er 75% framlag ríkisins. Eins og er er aðstaða fyrir smábátana slæm í höfn- inni og ægir saman öllum stærð- um og gerðum í margföldum röðum, svo þörfin fyrir þetta er orðin brýn. í sambandi við þessa hafnargerð er svo áætlað að koma upp skipalyftu, því viðgerðaraðstaða fyrir báta er ekki fyrir hendi hér. Hafnar- sjóður mun sennilega hafa for- göngu um stofnun hlutafélags um þetta mál. HITAVEITA Húsavík hefur 'haft hitaveitu frá 1970, en nú er aðveituæðin að verða fullnýtt. Þess vegna á að byrja á nýrri aðveituæð frá Hveravöllum í Reykjahverfi og leggja 4 km leiðslu í sumar af 18 km leið. Þar sem fyrstu 4 km. eru fremur upp í móti og því erfiðastir í flutningi, þá bætir það afkastagetuna tölu- vert að fá viðbótarleiðslu á þennan kafla. Svo má bæta við þessa leiðslu síðar þegar þörf þykir. Vatn er þarna móg ennþá í holunni sem var boruð fyrir ihitaveituna, því af 47 sek. lítr- um notum við ekki nema rúm- lega 7. SKRÚÐGARÐUR í sumar á að útbúa göngu- stíga og planta blómum, runn- um og trjám á svæðinu upp með Búðará, sem rennur gegn um iHúsavíkurbæ. Reynir Vil- hjálmsson hefur teiknað þetta svæði og hefur bærinn ráðið sér garðyrkjumann til að út- færa teikningar hans. Vonast er til að hluti svæðisins verði kominn í notkun næsta sumar, en síðan á að halda áfram rækt- un eitthvað upp með ánni. DVALARHEIMILI FYRIR ALDRADA Á Húsavík hefur ekki verið dvalarheimili fyrir aldraða fyrr, en ellideild hefur verið við sjúkrahúsið. Á síðasta ári hófust framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs dvalarheimilis, sem verða á fokheldur í haust. Húsavikurbær og hreppar í sýslumni allt norður á Raufar- höfn standa að byggingunni. Fyrsti áfangi verður 965 fer- metrar með 16 íbúðum, bæði fyrir einstaklinga og hjón. Dvalarheimilið verður tengt við sjúkrahúsið og verður þvottahús dvalanheimilisins notað fyrir báðar stofnanir og eldhús sjúkrahússins á sama hátt. LEIGU- OG SÖLUÍBÚÐIR Á þessu ári byrjar Húsavík- urkaupstaður byggingu 5 íbúða af þessu tagi, en 10 íbúðir voru teknar í notkum í apríl í fyrra. Átta af þeim hafa nú verið seldar, og búist er við að a.m.k. þrjár af þessum fimm nýju íbúðum verði seldar fljótt. Alls er Húsavík ætlað að fá lán til byggingar 35 leigu- og sölu- íbúða. ÝMISLEGT Guðmundur Níelsson bæjar- ritari gat þess að Húsavíkur- kaupstaður væri með ýmis önnur verkefni og mætti t.d. nefna gerð stórs leiksvæðis með aðstöðu fyrir alla aldurs- hópa og inmréttingu tannlækna- stofa, sem Heilsuverndarstöðin mun hafa umsjón með. Þá var nýlega samþykkt í bæjarstjórn Húsavíkur nýtt aðalskipulag sem gildir frá 1975 til 1995 og hefur skipu- lagsstjóri þegar staðfest sam- þykktina. Mun Húsvíkingum bráðlega verða kynnt skipu- lagið. Taldi þá Guðmundur að allra stórra verkefna væri get- ið. Hótel Húsavík: Gott næði tii ráðstefnu halds Þegar Frjáls verslun heim- sótti Hótel Húsavík á dögunum, var hótelstjórinn Einar Olgeirs- son önnum kafinn. Þetta ann- ríki hótelstjórans, þrátt fyrir 35 manna starfslið ber vitni um þau umsvif, sem nú eru á hótel- inu. En í hádeginiu gafst Einari laus stund til að spjalla. — Það eru ekki mörg ár síð- an Húsavík lá utan ferðamanna- leiða, sagði Einar. — En eftir að hótelið var opnað sumarið 1973 var aðstaðan komin til að taka á móti ferðamönnum. Fyrst í stað var ekki mikil um- ferð, en smám saman hefur það verið að skila sér sem gert hef- ur verið til að auglýsa staðinn og hótelið upp. Við höfum reynt að kynna vel allar aðstæður og lagt áherslu á hve stutt er til Mývatns og margra annarra fal- legra staða héðan. Við bendum t.d. á Ásbyrgi, Hljóðakletta og Vaglaskóg. Mér finnst það aug- ljóst að þægilegra sé að lenda á Húsavíkurflugvelli á leið til þessara staða en t.d. á Akur- eyrarflugvelli, en einnig má tengja þessar ferðir alla vega saman. FJÖLSKYLDUFERÐIR Á VETURNA Yfir vetrartímann hafa Flug- leiðir og Hótel Húsaví'k boðið upp á skíðaferðir til Húsavíkur og sérstakar fjölskylduferðir. — Þessar ferðir voru vel not- aðar sl. vetur, sagði Einar. — Það er aðgengilegt verð á þess- um ferðum og aðstaðan hér er nokkuð góð. Þá er ráðstefnu- hald að aukast hjá okkur. Við FV 6 1977 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.