Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 36
Japanir standa mjög framarlega í allri rafeindatækni. Hér er
starfsfólk við framleiðslu hjá CASIO fyrirtækinu sem er einn
stærsti framleið’andi tölva í heiminum. Hér á landi var nýlega
opnuð sérstök verzlun sem ber nafn fyrirtækisins og ætlar að
sérhæfa sig á því sviði.
aukinn útflutning til Japan
undanfarin ár ávallt verið Jap-
önum hagstæður. Mestur jöfn-
uður var í viðskiptunum árið
1974 þegar útflutningur til Jap-
an var 98% af innflutningnum
þaðan. Annars hefur útflutn-
ingsverðmæti undanfarin ár
verið um V\—% af innflutn-
ingsverðmætinu. Árið 1976 var
innflutningur frá Japan 3481
m.kr. á CIF-verði en útflutn-
ingur til Japans 1120 m.kr. á
FOB-verði. Vöruskiptajöfnuður-
inn var íslendingum því óhag-
stæðurum 2360 m.kr. og er
þetta mesti halli frá upphafi. í
þessu sambandi er rétt að benda
á, að það ár voru fluttar inn
rafmagnsvélar og tæki frá Jap-
an fyrir 1470 m.kr., sem mest
var vegna Kröfluvirkjunar.
F.V.: — Hefur orðið veruleg
breyting á samsetningu inn-
flutnings okkar frá Japan?
Sveinn: — Aðalbreytingin er
auðvitað sú hvað fjölbreytni er
miklu meiri en áður var. Áður
var mest um útgerðarvörur að
ræða, en nú eru líka fluttar inn
alls konar iðnaðarvörur eins og
áður hefur komið fram.
F.V.: — Þegar rætt er um út-
flutning íslenzkra. afurða til
Japan kemur flcstum eflaust
fyrst í hug fryst loðna. Er sala
á öðrum tegundum fiskafurða
vaxandi.
Sveinn: — Þessari spumingu
get ég ekki svarað með neinni
vissu. Það er rétt að mest mun-
ar um útflutning á frystri
loðnu árið 1974, en á þessu ári
voru flutt út tæp 4.300 tonn.
Aðrar vörur eru hrogn, hval-
kjöt, niðursuðuvörur, heilfryst-
ur karfi og mú síðast fryst
rækja. Þá er í Japan markaður
fyrir íslenskar ullarvörur, sem
lofar góðu.
F.V.: — Eru möguleikar á að
selja meira úrval af íslenzkum
vörum til Japan?
Sveinn: — Þessari spumingu
get ég ekki svarað, en áreiðan-
lega eru ýmsir möguleikar á að
selja íslenskar framleiðsluvör-
ur á markaði í Japan. Sölusam-
tökin fylgjast vel með þróun-
inni í Japan og eru sífellt með
athuganir í gangi á nýjum
möguleikum til aukinnar sölu
þangað.
F.V.: — Eru nokkrar þær
reglur eða reglugerðir í gildi í
Japan, sem hamla gegn inn-
flutningi á afurðum okkar?
Sveinn: — Af þeim vörum,
sem íslendingar hafa selt til
Japan á undanförnum árum
ihefur ekki verið um innflutn-
ingshömlur að ræða. Að vísu er
innflutningskvóti á hrognum,
en ég held að það hafi ekki
komið að sök. Hinsvegar eru
Japanir leiknir í að setja flókn-
ar reglugerðir og ýmsar reglur,
sem þeir setja varðandi inn-
flutning svo sem vörumerking-
ar, heilbrigðisvottorð o.fl. sem
kynnu að verka á sama hátt og
innflutningshömlur.
F.V.: — Hvers má vænta um
viðskipti okkar við fjarlægari
Austurlönd á breiðum grund-
velli í framtíðinni? Má búast
við aukinni sölu á íslcnzkum
vörum til landa þar?
Sveinn: — Vegna fjarlægðar
er viðskiptum við Austurlönd
fjær takmörk sett. Margar
þessar þjóðir eru líka miklar
fiskveiðiþjóðir, en okkar helstu
útflutningsvörur eru einmitt
sjávarafurðir. Undantekning er
Japan og einnig má nefna út-
flutning á áli til Kína. En þó
verður að geta þess að við
flytjum inn talsvert magn af
vörum frá sumum þessara
landa og má í því sambandi
nefna S-Kóru, Formósu, Hong-
Kong, Kína og Indland. Nú hef-
ur Pétur Thorsteinsson, am-
bassador, verið skipaður sendi-
herra í m.a. Japan, Kína, Ind-
landi og Pakistan með aðsetri
í Reykjaviik og má því búast
við að samskipti íslands við
þessi ríki aukist í framtíðinni.
36
FV 6 1977