Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 15
Samgöngur:
DASH-7 flugvélin heppileg
til innanlandsflugs hér
Lífill hávaöi, stuttar flugbrautir og þægindi fyrir farþegana
Flugvélin, sem sterklega kemur til greina við endurnýjun innanlandsflugflota Flugleiða var fyrir
skömmu kynnt hér á landi. Þetta er skrúfuþotan DASH-7, sem smiðuð er hjá De Havilland verk-
smiðjunum í Kanada en vél þessi hefur verið i sýningarferð undanfarið víða um lönd. Fulltrúar
verksmiðjanna og Sveins Björnssonar & Co., sem hefur umboð fyrir De Havilland kynntu framá-
mönnum íslcnzkra flugmála. þessa nýju vél og buðu í flugferð með henni áður en haldið var vest-
ur um haf með viðkomu á Grænlandi.
DASH-7 í sterkum hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli.
DASH-7 er alveg ný af nál-
inni en það var í apríi á þessu
ári, sem yfirvöld í Kanada og
Bandaríkjunum gáfu henni
flughæfnisskírteini fyrir far-
þegaflug. Vélin, sem hér hafði
viðkomu er reyndar sú fyrsta,
er smíðuð var en tvær aðrar
eru nú komnar úr verksmiðj-
unni breyttar og endurbættar
miðað við þá reynslu, sem feng-
izt hefur af þessari fyrstu vél.
SVIPUÐ FOKKER FRIEND-
SHIP
Að ýmsu leyti svipar DASH-
7 til Fokker Friendship-vél-
anna, sem Flugleiðir nota til
innanlandsflugs. Hún tekur að
vísu nokkru fleiri farþega eða
58, þegar farþegarými er notað
til hins ýtrasta. Aftur á móti er
hún fjögurra hreyfla, mun
hljóðlátari en Fokker-vélarnar
og notar skemmri flugbrautir
en þær. Vélin er reyndar al-
veg sérstaklega hönnuð til notk-
unar við erfið flugvallarskil-
yrði og þarf mjög stuttar braut-
ir til flugtaks og lendingar og
getur athafnað sig í miklum
hliðarvindi.
ÞÆGILEGT FARÞEGARÝMI
DASH-7 má breyta innan-
borðs til að auka farangurs- og
vöruflutningarými ef þörf kref-
ur og býður að því leyti upp á
svipaða möguleika og Fokker
Friendship. Mjög áberandi
munur er hins vegar á farþega-
rými þessara tegunda og mun-
ar mestu hvað DASH-7 er
mi'klu rýmri og þægilegri.
Minna innréttingar í henni að
mörgu leyti á farþegarými í
Boeing-þotum en þess má geta,
að samstarf !hefur tekizt milli
De Havilland og Boeinig um
framleiðslu og sölu á DASH-7
og mun það vera í fyrsta skipti
að Boeing-verksmiðjurnar taka
upp þess konar samvinnu við
annan flugvélaframleiðanda.
Pantanir á DASH-7 liggja
fyrir frá mörgum flugfélögum
m.a. Wideröe’s Flyveselskap í
Noregi, sem heldur uppi sam-
göngum til 35 staða í Noregi og
'hefur aðallega notað til þess
eldri flugvélategund frá De
Havilland í Kanada, þ.e. Twin
Otter eins og vélar Vængja og
Flugfélags Norðurlands.
GALLI OG KOSTIR
Helzti ókostur DASH-7 er
meira eftirlit og viðhald sem
fjórir hreyflar útheimta miðað
við tvo eins og á Fokker Friend-
ship.
Ákvörðun um endurnýjun
innlandsflugflota Flugleiða er
ekki á döfinni í bili. En víst er
að til viðbótar hinum hreinu
flugi'ekstrarlegu þáttum, sem
legið hafa til grundvallar fyrri
ákvörðunum um flugvélakaup,
verður í vaxandi mæli að taka
tillit til umhverfismála, fyrst og
fremst með hliðsjón af notkun
Reykjavíkurflugvallar. Með
aukinni notkun vallarins verða
óskir um hávaðatakmarkanir
meira áberandi og eins verður
það talinn kostur frá öryggis-
sjónarmiði ef flugvélar geta
komið í meiri flughæð en nú
inn yfir miðbæinn og lent inn-
ar á flugvallarsvæðinu með
notkun styttri flugbrauta. Þessi
skilyrði uppfyllir DASH-7
sennilega betur en nokkur önn-
ur flugvél, sem til greina kem-
ur fyrir innanlandsflug á ís-
landi.
FV 6 1977
15