Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 57
Skrifstofuhald Skipulagt skjalahald Pappírsflóðið hefur þegar drekkt of mörgum í áraraðir hefur skjölum verið raðað eftir öllum kúnstnarinnar reglum í mismunandi stóra skjalaskápa. Allt er tekið', merkt og komið fyrir á ákveðnum stað í því skyni að það sé handbært ef einhvern tíman hyrfti á því að halda. Þótt kerfið hafi verið framför í byrjun, er þó jafn sennilegt að það sé hinn mesti drag- bitur á því herrans ári 1977. Hér cr kynnt betri aðferð. En áður en við byrjum, verð- ur gerð ein tilraun til að end- urbæta málfarið á þessu sviði. Algengt er að þannig sé tekið til orða: „Viltu setja þetta í fælinn“. „Leitaðu í fælnum“. Og jafnvel „Viltu fæla þetta“. Skrifstofufólk er sem sagt að verða misjafnlega fælið og skjölin fæld, og þá ekki loku fvrir það skotið að hjá ein- hverju fyrirtækinu sé t.d. kona með starfsheitið „skjalafæla"? í stað þessa orðs verður hér notað orðið skjalaraði, — eða þar til annað betra rekur á fjörur. Byggist þetta á eftirfarandi þýðingu: to file — raða a file — raði (skjalaraði) Og þá getum við byrjað. Einkaritari eins af forstjórum bandaríska flugfélagsins TWA kemst vel af með einn skjala- raða með þremur skúffum. f þessum skúffum eru öll þau skjöl sem forstjórinn og einka- ritari hans nota reglulega, en engin önnur skjöl. Raðinn er grisjaður skipu- lega með vissu millibili. Skjöl sem ekki hafa verið notuð t.d. i sex mánuði eru flutt í sér- staka skjalageymslu fyrirtæk- isins. Þessi aðferð við skjala- röðun er mjög virk. Hún bygg- ist fyrst og fremst á upplýs- ingagildi skjala út frá því sjón- armiði að ákveðin skjöl séu „vinnuskjöl“ en önnur heim- ildarskjöl. Vinnuskjöl eru not- uð a.m.k. einu sinni á 6 mán- aða fresti, en þau sem ekki eru notuð svo oft eru heimildar- skjöl, sem eru geymd, ef ekki má henda þeim. Útkoman er sú að ef ekki er hægt að finna í raðanum ákveðið bréf, skýrslu eða símanúmer þá er heldur ekki nauðsynlegt að nota það. TJpplýsingagildi skjala er því meira sem auðveldara er að finna þau og það liggur í hlut- arins eðli að auðveldara er að finna skjölin því færri sem þau eru saman komin Það eru einkum þrjár spurn- ingar sem auðvelda skipulag á borð við þetta: • Hef ég gert einhverja til- raun til þess að varna því að skjöl, sem hafa takmark- aða þýðingu, lendi á skrif- borði mínu til þess eins að stela frá mér tíma? • Þegar ég ákveð hvort nauð- synlegt sé að raða skjölum, fylgi ég þeirri reglu að gera það ekki ef upplýs- ingagildi þeirra orkar tví- mælis? 9 Reyni ég að útkljá málefni í gegnum síma eða með við- tali ef þess er nokkur kost- ur en grípa til bréfaskrifta eingöngu þegar annað er ekki hægt? Síðasta spurningin þarfnast nákvæmari skýringa. Eðlilega eru sum málefni þannig vax- in að pappírsvinna er nauðsyn- leg í sambandi við þau. Hins- vegar eru mörg málefni þann- ig að hægt er að ganga frá þeirn með símtölum eða á fundum. Auk spurninganna þriggja byggist virkni skjalaröðunar á eftirfarandi atriðum: SKIPULÖGÐ AÐSTAÐA Á skrifborðinu ættu að vera allir þeir hlutir sem notaðir eru að staðaldri, og helst innan seilingar. Skrifborði, skápum og bókahillum ætti að koma þannig fyrir að þau mynduðu samstæðu sem ekki þyrfti að fara út fyrir þegar unnið er. Ef ekki er öruggt að notast sé t.d. vikulega við bók, tímarit, skjalaraða eða skýrslu á það ekki heima í samstæðunni. Með þessu skipulagi vinnst strax töluverður tími með því einu hve auðvelt er að finna hlutina. SKJÖL í ÞÁGU MARKMIÐA Þekkt regla, kennd við Vil- fredo Pareto, segir: 80% af raunverulegum afköstum eru framkvæmd á 20% af vinnu- tímanum. Þessi 80% eru hjá flestum forstjórum og öðrum stjórnendum fá en mjög mikil- væg málefni. Sé eingöngu raðað skjölum sem snerta þessi 80%, er tvíþættum árangri náð um leið: í fyrsta lagi er eingöngu raðað skjölum sem eru nauð- synleg í þágu ákveðinna höfuð- markmiða. f öðru lagi flokkast skjölin á mun einfaldari hátt og koma því að mun meiri not- um auk þess sem fljótlegra er að finna þau. FV 6 1977 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.