Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 69
Kaupféiag Þingeyinga
EBlefu verslunardeildir eru
reknar á Húsavík
IHjólkursamlag og sláturhús aóalrekstrarþættirnir
Hjá elsta kaupfélagi landsins, Kaupfélagi Þingeyinga, sem varð 95 ára í febrúar sl. er mikil þjón-
ustustarfsemi og fjölþættur rekstur. Mest eru umsvifin þó á sviði verslunar, en félagið rekur 11
verslunardeildir á Húsavík og í sveitum sýslunnar. Þegar Frjáls verslun heimsótti Húsavík nýlega
var kaupfélagsstjórinn Finnur Kristjánsson, sem stjórnað hefur kaupfélaginu í 25 ár, bcðinn að segja
frá Kaupfélaginu og starfsemi þess.
Aðalstöðvar Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík.
— Þær verslanir sem við rek-
um hér á Húsavík, sagði Finn-
ur, — eru 2 matvörudeildir,
járn- og glervörudeild, vefnað-
arvörudeild, pakkhúsvörudeild
sem selur fóður, áburð og bygg-
ingarvörur, olíu- og varahluta-
deild, brauðgerð og efnalaug.
Stærstu hlekkirmir í rekstrin-
um eru hins vegar mjólkursam-
lag félagsins og sláturhúsið. Á
sl. hausti slátruðum við 45 þús-
und fjár og stóð slátrunin í
rúman mánuð. Um 120 manns
unnu við slátrunina, helming-
urinn úr sveitunum í kring, en
'hinn helmingurinn Húsvíkingar
sem gripu í þetta þennan tíma.
Þann hluta ársins sem sauðfjár-
slátrun stendur ekki, er húsið
notað fyrir kjötiðju, þar sem
framleiddar eru ýmsar kjötiðn-
aðarvörur. Svo er verið að
slátra stórgripum að jafnaði
hálfsmánaðarlega allt árið. Það
eru því aldrei neinir dauðir
punktar í rekstri sláturhússins.
SJÖ MILLJÓN LÍTRAR AF
MJÓLK
Hjá Mjólkursamlagi K.Þ. var
innvegið mjólkurmagn um 7
milljónir lítra á síðasta ári.
Framleiðsla búsins er í fyrsta
lagi neyslumjólk fyrir staðinn
og nágrennið. Fer mjólkin m.a.
til Raufarhafnar og Kópaskers.
En annar stór framleiðsluliður
er ostur, sem framleiddur er í
mörgum tegundum. Mikið af
þessum ostum er flutt út, m.a.
til Bandaríkjanna og Svíþjóðar.
Að sögn Finns voru það þrjár
aðalframkvæmdir, sem unnið
var að á vegum félagsins á sl.
ári. — í fyrsta lagi lukum við
við byggingu nýrrar efnalaug-
ar sagði hann, — og komum
henni af stað. Kaupfélagið var
áður með efnalaug, en húsnæð-
ið var lélegt. Vélarnar voru
hins vegar ágætar og höfum
við nýtt þær í nýja húsnæðinu.
f öðru lagi innréttuðum við
nýja vefnaðarvöruverslun á
annarri hæð aðal verslunarhúss
félagsins. Verslunin var opnuð
seint á síðasta ári, var sem sagt
tilbúin fyrir jólaösina. Húsnæð-
ið sem vefnaðarvörudeildin var
í áður hefur ekki verið tekið í
notkun á ný, en hún var í
gömlu 'húsi áföstu við aðalhús-
ið. Ekki hefur heldur verið á-
kveðið hvað gert verður við
það húsnæði. í þriðja lagi var
svo fram haldið endurbyggingu
samlagshússins, sem unnið hef-
ur verið að á síðustu árum, en
þeirri framkvæmd er nú að
ljúka. Bæði var byggt við eldra
húsið og það innréttað upp á
nýtt. Aðstaða við framleiðsluna
var orðin 'heldur aðþrengd,
enda hefur framleiðslan verið
að aukast síðustu árin. Síðasta
árið var aukningin 8%. Sam-
hliða var svo tækjabúnaður
endurnýjaður og um leið var
nærri lokið við að tankvæða
sveitirnar.
FV 6 1977
69