Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 73
Bifreiða- og trésmiftja Borgarness Smíðar yfirbyggingar á næstum alla vöruflutningabíla á landinu 120 yfirbyggingar sniiðaðar á 10 árum Geysileg aukning hefur orðið í landflutningum hér á landi undanfarin ár og er sú þróun enn i full- um gangi, þannig að flutningabílar, sem nú aka um þjóðvegina landshoma á milli verða sífellt stærri og lengri, þegar tengivagnar bætast við þá. Yfirbyggingar á flutningabílana eru smíðaðar hér á landi og í ljós hefur komið að erlend framleiðsla af því tagi hentar tæpast íslenzkum aðstæðum Og yfirbyggingasmíðin fer næstum einvörðungu fram í Borgarnesi, hjá Bifreiða- og trésmiðju Borg- arness í Brákarey. Grétar Ingimundarson á yfirbyggingaverkstæðinu, þar sem unn- ið var að smíði nýs ,,kassa“ á vöruflutningabíl. Verksmiðjuhús Bifreiða- og trésmiðjunnar eru mikil að vöxtum og hefur verið bætt við þau eftir þörfum með árunum. Þar er gólfrými nú um 1700 fermetrar og þar er starfsliðið 35—40 manns. 30 ÁRA FYRIRTÆKI Grétar Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, tjáði okkur að bifreiða- og tré- smiðjan hefði verið stofnsett fyrir rúmum 30 árum með sam- vinnu Finnboga Guðlaugssonar, Kaupfélags Borgfirðinga og Búnaðarsambands Borgarfj arð- ar. Nú er rekstri trésmiðjunnar hætt en rafmagnsverkstæði hef- ur komið í staðinn. Af helztu verkefnum fyrir utan yfirbygg- ingarnar má nefna almennar bílaviðgerðir, meðal annars ábyrgðarviðgerðir fyrir flest allar tegundir bifreiða, sem fluttar eru til landsins. Hjá Bif- reiða- og trésmiðjunni er einnig stunduð varahlutaþjónusta fyr- ir bíla og búvélar, sem er hin eina í héraðinu. Að sögn Grétars koma yfir sumartímann, þegar ferða- mannastraumur er mestur um héraðið, að meðaltali um 20 bílar á dag til viðgerða. Þessi viðgerðarþjónusta er þó aðeins veitt virka daga, því að helgar- þjónustu var hætt, þegar FÍB hóf að veita viðgerðarþjónustu sína úti á vegunum. AÐ BORGARFJARÐARBRÚ Auk almenna viðgerðarverk- stæðisins er svo rafmagnsverk- stæðið, renniverkstæði, yfir- byggingasmiðja, járnsmiðja, réttingar og sprautun. í nýjustu viðbyggingu við verksmiðju- húsin er yfirbyggingaverk- stæði og járnsmiðja en ekki eru möguleikar fyrir frekari upp- byggingu á þessum gamla stað og líkur á að flutt verði á næstu árum, þá væntanlega í nágrenni við sporðinn á Borg- arfjarðarbrúnni, þar sem hún kemur á land við Borgarnes. Á síðastliðnum tíu árum hef- ur smiðjan framleitt 120 yfir- byggingar á vöruflutningabíla og hefur sú starfsemi aukizt mjög verulega síðustu þrjú ár- in. Er þessi smíði orðin stöðluð að verulegu leyti en kassarnir sjálfir eru frá sjö metrum upp í níu að lengd. Afgreiðslufrest- ur er líklega um tveir mánuðir núna og alltaf er mikið fyrir- liggjandi af pöntunum. FV 6 1977 73 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.