Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 73
Bifreiða- og trésmiftja Borgarness
Smíðar yfirbyggingar á
næstum alla vöruflutningabíla
á landinu
120 yfirbyggingar sniiðaðar á 10 árum
Geysileg aukning hefur orðið í landflutningum hér á landi undanfarin ár og er sú þróun enn i full-
um gangi, þannig að flutningabílar, sem nú aka um þjóðvegina landshoma á milli verða sífellt
stærri og lengri, þegar tengivagnar bætast við þá. Yfirbyggingar á flutningabílana eru smíðaðar
hér á landi og í ljós hefur komið að erlend framleiðsla af því tagi hentar tæpast íslenzkum aðstæðum
Og yfirbyggingasmíðin fer næstum einvörðungu fram í Borgarnesi, hjá Bifreiða- og trésmiðju Borg-
arness í Brákarey.
Grétar Ingimundarson á yfirbyggingaverkstæðinu, þar sem unn-
ið var að smíði nýs ,,kassa“ á vöruflutningabíl.
Verksmiðjuhús Bifreiða- og
trésmiðjunnar eru mikil að
vöxtum og hefur verið bætt við
þau eftir þörfum með árunum.
Þar er gólfrými nú um 1700
fermetrar og þar er starfsliðið
35—40 manns.
30 ÁRA FYRIRTÆKI
Grétar Ingimundarson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
tjáði okkur að bifreiða- og tré-
smiðjan hefði verið stofnsett
fyrir rúmum 30 árum með sam-
vinnu Finnboga Guðlaugssonar,
Kaupfélags Borgfirðinga og
Búnaðarsambands Borgarfj arð-
ar. Nú er rekstri trésmiðjunnar
hætt en rafmagnsverkstæði hef-
ur komið í staðinn. Af helztu
verkefnum fyrir utan yfirbygg-
ingarnar má nefna almennar
bílaviðgerðir, meðal annars
ábyrgðarviðgerðir fyrir flest
allar tegundir bifreiða, sem
fluttar eru til landsins. Hjá Bif-
reiða- og trésmiðjunni er einnig
stunduð varahlutaþjónusta fyr-
ir bíla og búvélar, sem er hin
eina í héraðinu.
Að sögn Grétars koma yfir
sumartímann, þegar ferða-
mannastraumur er mestur um
héraðið, að meðaltali um 20
bílar á dag til viðgerða. Þessi
viðgerðarþjónusta er þó aðeins
veitt virka daga, því að helgar-
þjónustu var hætt, þegar FÍB
hóf að veita viðgerðarþjónustu
sína úti á vegunum.
AÐ BORGARFJARÐARBRÚ
Auk almenna viðgerðarverk-
stæðisins er svo rafmagnsverk-
stæðið, renniverkstæði, yfir-
byggingasmiðja, járnsmiðja,
réttingar og sprautun. í nýjustu
viðbyggingu við verksmiðju-
húsin er yfirbyggingaverk-
stæði og járnsmiðja en ekki eru
möguleikar fyrir frekari upp-
byggingu á þessum gamla stað
og líkur á að flutt verði á
næstu árum, þá væntanlega í
nágrenni við sporðinn á Borg-
arfjarðarbrúnni, þar sem hún
kemur á land við Borgarnes.
Á síðastliðnum tíu árum hef-
ur smiðjan framleitt 120 yfir-
byggingar á vöruflutningabíla
og hefur sú starfsemi aukizt
mjög verulega síðustu þrjú ár-
in. Er þessi smíði orðin stöðluð
að verulegu leyti en kassarnir
sjálfir eru frá sjö metrum upp
í níu að lengd. Afgreiðslufrest-
ur er líklega um tveir mánuðir
núna og alltaf er mikið fyrir-
liggjandi af pöntunum.
FV 6 1977 73
L