Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 35
L
lliðskipialonil
Viðskiptin við Japan:
Hallinn nam 2,3 milljörðum
í fyrra og hefur aldrei
verið meiri
ViSskipti íslands og Japans hafa aukizt hröðum skrefum á síSustu áratugum og ná nú orSiS til hins
fjölbreyttasta vöruúrvals. AS vísu má segja, aS úrvaliS sé aSallega Japansmegin, því aö' liingaö selja
Japanir margs konar framleiö’sluvörur, sem þeir hafa meö hugviti og alkunnri sölumcnnsku rutt
braut inn á markaSi Vesturlanda. Alls konar rafeindatæki og bifreiSar frá Japan eru nú í eigu fjölda
Islcndinga og viS endurnýjun togaraflotans keyptum viö slatta af skuttogurum frá japönskum
skipasmíSastöSvum, sem nú eru meS þeim samkeppnishæfustu í heiminum. I Japan hefur á síö-
ustu árum unnizt markaSur fyrir íslenzkar fiskafur'Öir, fyrst og fremst frysta loSnu eins og menn
minnast af fréttum. Ekki virSist sem miklir möguleikar séu á að selja Japönum fjölbreyttara vöru-
úrval um sinn og í heild er talsverður halli á Japansviðskiptum íslcndinga. Hér á eftir verður
fjallað nokkuð nánar um eSli JapansviSskipta okkar í samtali við Svein Björnsson, deildarstjóra
í viðskiptaráðuneytinu, og fulltrúa fyrirtækja, sem gera viðskipti við Japani.
F.V.: — Hvert var upphaf
viðskipta íslendinga við Japan
og hvernig hafa þau þróast í
tímans rás?
Sveinn: — Viðskiptin við
Japan ihófust um og eftir 1950,
en voru framan af mjög ein-
hliða því allt fram til ársins
1966 var eingöngu um að ræða
innflutning á vörum frá Japan,
en það ár hófst útflutningur á
íslenskum vörum þangað.
Innflutningur var lítill til að
byrja með, en hefur aukist
hröðum skrefum hin síðari ár.
Frá Japan flytjum við nú inn
ýmis konar net og aðrar út-
gerðarvörur, fiskiskip, bifreið-
ar, vélar og tæki, hjólbarða o.fl.
iðnaðarvörur.
Þær íslensku útflutningsaf-
urðir, sem nú eni fluttar út á
Japansmarkað eru helst fryst
loðna og loðnuhrogn, fryst
Sveinn Björnsson, deildarstjóri
í viðskiptaráðuneytinu.
þorskhrogn, fryst hvalkjöt o.fl.
t.d. ullarvörur.
Þróunin hefur orðið sú að
viðskiptin við Japan hafa auk-
ist hin síðari ár og hefur inn-
flutningur frá Japan verið um
3—4% af heildarinnflutningn-
um og komst upp í 7% árið
1973, þegar mikið var flutt inn
af fiskiskipum. Útflutningur
hefur hinsvegar verið 1—3 % af
heildarútflutningi og komst í
rúm 4% árið 1974.
F.V.: — Hversu mikill halli
hefur verið á þessum viðskipt-
um fyrir okkur, og hefur hann
farið vaxandi með árunum?
Sveinn: — Eins og áður hef-
ur komið fram var til að byrja
með eingöngu um innflutning
frá Japan að ræða, en ekkert
flutt út þangað. Vöruskipta-
jöfnuðurinn hefur þrátt fyrir
FV 6 1977
35