Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 45
bankakerfisins, reiknað sem
hlutfall af þjóðartekjum, hefur
farið lækkandi ár frá ári og
rýrir það að sjálfsögðu hæfi
bankanna til útlána.
F.V.: — Hafði ákvörðunin
um hinn svonefnda vaxtaauka
áhrif í þá átt að auka spamað
og fé bankanna? Hefur verið
mikil eftirspurn eftir vaxta-
aukalánum?
Loftur: — Aukning fjár-
magnsmyndunar innan banka-
kerfisins hefur, eins og áður
segir, mörg undanfarin ár verið
of lítil til þess að viðhalda raun-
gildi ráðstöfunarfjár bankanna.
Ákvað því Seðlabankinn að
höfðu samráði við viðskipta-
bankana að bjóða upp á nýja
innlánsreikninga með sérstök-
um vaxtaauka. Vaxtaaukareikn-
ingar eru bundnir til 12 mán-
aða og bjóða upp á 6% vaxta-
auka og eru því greiddir 22%
vextir af þessum innlánsreikn-
ingum. Þetta innlánsform kom
til framkvæmda 1. maí 1976 og
áhrif þessarar breytingar létu
ekki á sér standa. f árslok 1976
höfðu 10.800 milljónir króna
safnast á þessa reikninga hjá
innlánsstofnunum, og eru það
20 % af heildarspariinnlánum
innlánsstofnana. Heildaraukn-
ing spariinnlána á árinu 1976
var um 14.000 milljónir króna,
og ef við lítum til þess að rúm-
lega þrjá fjórðu Muta af
þeirri heildarsparifjáraukningu
er hægt að rekja til hinna nýju
vaxtaaukareikniniga má sann-
arlega segja að þeir hafi aukið
fjármagnsmyndun innan banka-
kerfisins mjög verulega á árinu
1976. Til þess að létta bönkun-
um vaxtaaukabyrðina var jafn-
framt ákveðið að 'heimila
vaxtaaukaútlán, í formi fast-
eignaveðslána, með 22%%
vöxtum til 3 ára en nú til 2V2
árs. Mikil eftirspurn var þegar
í upphafi eftir þessum lánum
og lét fólk þessa háu vexti ekki
aftra sér frá lántöku.
F.V.: — Hvemig spara fs-
lendingar?
Loftur: — Sparnaður er
nokkuð teygjanlegt hugtak. Ef
við lítum á einstaklinginn þá
getum við sagt að þegar einka-
neysla hans og samneysla (í
formi greiddra skatta) hefur
Sparnaður á erfitt uppdráttar í verðbólgunni. Bankamir hafa tek-
ið að sér uppeldishlutverk í þeim efnum með því að hvetja ungu
kynslóðina til að spara og safna fé í bauka og á bækur.
verið dregin frá vergum tekj-
um hans sé sparnaður hans sú
afgangsstærð sem þá myndast.
Þessum peningum getur hann
ýmist varið til kaupa á hús-
næði, og myndi þá flokkast
undir fjármunamyndun, eða
hann getur keypt spariskír-
teini ríkissjóðs eða happdrætt-
isbréf eða þá lagt peningana inn
í banka og þar með aukið fjár-
magnsmyndun bankakerfisins.
Hvernig þessi spamaður hans
skiptist á milli fjármunamynd-
unar og fjármagnsmyndunar er
háð ýmsum aðstæðum í hag-
kerfinu hverju sinni.
F.V.: — Kemur hið svo-
nefnda „útlánaþak“ niður á at-
vinnuvegunum, cða hverjir eru
það helst sem gjalda þess?
Loftur: — Stefnan í útlána-
málum er mörkuð af Seðla-
bankanum í byrjum hvers árs.
Stefnt var að því að útlán
bankakerfisins á árinu 1976
ykjust ekki meira en 15% yfir
árið. í apríl var útlánastefnan
endurskoðuð með hliðsjón af
breyttri verðlagsþróun og út-
lánamörkin fyrir árið í heild
hækkuð í 20%. Þetta er það
sem almenningur kallar „út-
lánaþak“. Þeir atvinnuvegir
sem njóta aðgangs að reglu-
bundnum afurða- og rekstrar-
lánum, en það eru sjávarútveg-
ur, landbúnaður og að nokkru
leyti iðnaður, verður lítið sem
ekkert fyrir barðinu á „útlána-
þakinu“, en allar aðrar at-
vinnugreinar finna óhjákvæmi-
lega fyrir því ef lágt er til lofts
urndir „útlánaþakinu“.
F.V.: — Hvaða áhrif hefur
vöxtur ríkiskerfisins á banka-
reksturinn?
Loftur: — Aukin umsvif rík-
isins hljóta alltaf að kalla á
aukið fjármagn. Ef þessa aukna
fjármagns hefur ekki verið
aflað með auknum tekjum er
a.m.k. um þrjá fjármögnunar-
möguleika að ræða. í fyrsta
lagi erlend lán og þá helst ef
um einhverjar stórframkvæmd-
ir er að ræða. í öðru lagi getur
ríkissjóðixr aukið yfirdráttar-
skuld sína við Seðlabankann. í
þriðja lagi getur ríkið leitað til
viðskiptabankanna um fyrir-
greiðslu í einstökum tilvikum.
Aukin umsvif ríkisstofnana,
sem eru í útlánaviðskiptum við
bankana kalla svo að sjálf-
sögðu á aukin útlán, sem oft
hafa nokkurn forgang og erfitt
er fyrir bankana að neita um.
Þá ber að geta þess að 10% af
bindiskyldri aukningu innlána
bankanna ganga til Fram-
kvæmdasjóðs íslands vegna
lánsframlags til fjárfestinga-
sjóða og framkvæmdaáætlunar
ríkisstjórnarinnar.
F.V.: — Hverjir eru helstu
FV 6 1977
45