Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 39
Asíufélagið
Japönsku veiða-
færin hafa reynst
vel hér á landi
Asíufélagið var stofnað árið 1958 og eins og nafnið gefur til kynna
var í byrjun einkum stefnt að viðskiptum við Austurlönd. Enn
þann dag í dag er Japan helsta viðskiptaland fyrirtækisins, en nú
hafa einnig nokkur Iönd Evrópu bæst við' og iná þar nefna Noreg,
England, Þýskaland og Frakkland.
Forráðamenn Asíufélagsins. Þorsteinn Eggertsson, lögfr., frarn-
kvæmdastjórarnir Páll Pálsson og Kjartan R. Jóhannsson, Kjart-
an Örn Kjartansson og Páll Gestsson.
í byrjun voru það helst síld-
arnætur sem keyptar voru frá
Japan, en eftir að síldin hvarf,
hvarf einnig þörfin fyrir síldar-
nætur og nú eru það fyrst og
fremst þorskanet, sem Asíufé-
lagið kaupir af Japönum. Eru
þetta svokölluð kraftaverkanet,
og hafa þau reynst mjög vel.
Samkvæmt upplýsingum for-
ráðamanna Asiufélagsins eru
Japanir mjög framarlega á sviði
netaframleiðslu og hafa net
þeirra reynst íslenskum útgerð-
araðilum mjög vel. Og af þeirri
ástæðu hefur Asíufélagið beint
sínum netakaupum þangað, þó
svo að fjarlægðin sé löng og
það taki minnst 6 vikur að
koma vörunni hingað til lands-
ins.
En það eru ekki bara net,
sem Asíufélagið flytur inn frá
Japan. Árið 1972 hóf fyrirtæk-
ið milligöngu um kaup á togur-
um þaðan. Á því ári og árið
1973 voru fluttir inn hingað til
lands alls 10 japanskir togarar,
fyrir milligöngu Asíufélagsins.
En þó þessum þætti í rekstri
fyrirtækisins sé lokið í bili,
annast það nú öll innkaup á
varahlutum í togarana og sömu-
leiðis kaupir það mikið inn af
alls konar öðrum hlutum við-
komandi útgerð og veiðarfær-
um.
Sögðust forráðamenn Asíu-
félagsins vera hæstánægðir
með Japani sem verslunaraðila,
og þarna væru á ferðinni þjóð,
sem væri mjög samvinnugóð og
heiðvirð í öllum viðskiptum.
IÞRÖTTABLAÐIÐ
er vettvangur
57 þúsund
meðlima
íþrótta- og
ungmennafélaga
víðs vegar um
landið.
IÞRÓTTABLAÐIÐ
ÁRMÚLA 18.
SÍMI 82300.
IÐNAÐARBLAÐIÐ
Nýtt blað með fréttuin
og faglegu efni
um iðnað.
•
Kemur út annan
hvern mánuð.
Áskrifta- og
auglýsingasími
82300
IÐNAÐARBLAÐIÐ
FV 6 1977
39