Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 43
Samttöarmaéur
Loflur J. Guðbjartsson, bankastjóri í Kópavogi:
„Aðalvopn bankanna gegn
verðbólgu er að draga úr út-
lánum eftir aðstæðum
hverju sinni”
Háir vextir hafa ekki orðið til að láta aftra fólki frá lántökum og
mikil eftirspurn er eftir vaxtaaukalánum
— Það er ómótmælanleg staðreynd að frjáls sparnaður á mjög erfitt uppdráttar á íslandi um þess-
ar mundir. Verðbólgan hefur skapað eftirspurn arþenslu í þjóðfélaginu, og það komið fram í auk-
inni einkaneyslu og fjármunamyndun. Fólk hefur talið að peningum þess væri betur borgið með
því að verja þeim til framkvæmda, heldur en að leggja þá inn í banka. Hitt er ekkert efamál að
sú ákvörðun sem tekin var á sínum tíma, að gefa fólki kost á vaxtaaukareikningum sem bundnir
eru til 12 mánaða, gaf mjög góða raun og jók verulega peningainnstreymi til bankanna. Af inn-
lánum þessum eru greiddir 22% vextir, en á móti eru veitt svonefnd vaxtaaukalán með 22,5%
vöxtum. Þessir háu vextir hafa ekki orðið til þess að fólk láti slíka lántöku aftra. sér og mikil
eftirspum hefur verið eftir vaxtaaukalánunum.
Framangreint kemur fram í
viðtali 'Frjálsrar verzlunar við
Loft J. Guðbjartsson, banka-
stjóra Útvegsbanka íslands í
Kópavogi, en útibú þetta er nú
orðið með stærri bankaútibúum
utan Reykjavíkur. Jukust inn-
lán útibúsiins um 42% á síð-
asta ári á sama tíma og inn-
lánaaukning bankakerfisins í
heild var um 36%. Viðskipta-
vinir útibúsins eru að stofni
til Kópavogsbúar, en eins og
fram kemur í viðtalinu við Loft
eiga þó margir aðrir viðskipti
við útibúið, t.d. menn sem starfa
í Kópavogi og búa annars stað-
ar.
F.V.: — Hvenær var Kópa-
vogsútibú Útvegsbanka. Islands
stofnað, og hver hefur þróun
útibúsins orðið á þeim tíma sem
það hefur verið starfrækt?
Loftur: — Útvegsbanki ís-
lands stofnaði útibú í Kópavogi Loftur J. Guðbjartsson, bankastjóri: „Ráðstöfunarfé bankanna
á árinu 1968 og tók það til hefur farið lækkandi ár frá ári.“
FV 6 1977
43