Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 77
Vírnet h.f, Aformar að byrja framleiðslu á bárujárni í haust Býr til næstum allan saum sem notaður er hér á landi Hjá Vírneti hf. í Borgarnesi er nú verið að undirbúa framleiðslu á þakjárni og verður það í fyrsta skipti, sem innlcnt bárujárn er selt á markaði hérlendis. Framleiðslugetan á þessu sviði verður um 1500 tonn á ári með þeim vélum. sem pantaðar hafa verið en gert er ráð fyrir að þær verði teknar í notkun um mánaðamótin októbcr-nóvember næstkomandi. þessa meðferð er vísirinn svo látinn í naglsláttuvél, ef svo mætti segja, sem klippir réttar lengdir, og gerir odd og haus á naglann. Þetta eru afkasta- miklar vélar og getur sú dug- legasta spýtt út úr sér um 500 Páll Guðbjartsson í naglaverksmiðju Vírnets. Páll Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Vírnets hf. í Borgarnesi tjáði F.V. að sam- kvæmt innflutningsskýrslum hefði magnið af innfluttu þak- járni numið um 3500 tonnum árlega á árunum 1970-1975 og væri þarna um stóran markað að ræða fyrir innlent fyrirtæki, sem hefja vildi samkeppni við innflutningsaðila. Er salan á- ætluð 167 milljónir á ári en tek- ið skal fram, að nokkrar sveifl- ur hafa verið á verðlagi hrá- efnis og eins er markaðurinn nokkuð breytilegur innanlands. SAUMUR OG BINDIVÍR Það þarf ekki nema tvo menn til að sjá um vélarnar í þak- járnsframleiðslunni en hún á að fara fram í 1200 fermetra ný- byggingu, sem reist 'hefur verið hjá núverandi verksmiðjuhúsi en það er byggt 1963. Upphaf- lega var ætlunin að Vírnet hf. sem stofnað var 1956 framleiddi girðingarefni, eins og nafnið bendir reyndar til. Af því hef- ur þó aldrei arðið. f fram- kvæmdinni var það svo, að haf- izt var handa um framleiðslu á saum en auk þess er framleidd- ur mótavír og bindivír og nokk- uð er flutt inn af svörtum girð- ingarstaurum og vírlykkjum og galvanhúðað hér til endursölu. 17 TEGUNDIR AF SAUM Eins og er mun allt það magn, sem notað er hér á lamdi af venjulegum saum í bygg- ingariðnaðinum vera framleitt innanlands og að langmestu leyti hjá Vírneti í Borgarnesi. Hráefni til framleiðslunnar hef- ur verið að mestu leyti flutt inn frá Tékkóslóvakíu og Bret- landi. Það er flutt imm sem vír ýmist 5,6 mm eða 8 mm gildur og síðan er hann dreginn niður í hæfilegan gildleika í sérstakri vírdráttarvél og naglvísirinn valsaður ferkantaður. Eftir nöglum á mínútu en alls eru framleiddar 17 tegundir af venjulegum saum og 18 teg- undir af pappasaum. Mótavír- inn er framleiddur 3 mm og 4 mm gildur og einnig er gerður 3 mm vír til að binda um skreið, sem seld er til Nígeríu. Heildarframleiðslumagnið hjá Vírneti var í fyrra um 1260 tonn og framleiðsluverðmæti 164,5 milljónir. Vinnulaun námu 16,8 milljónum en hjá fyrirtækinu vinna að jafnaði 14 manns. FV 6 1977 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.