Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 77
Vírnet h.f,
Aformar að byrja framleiðslu
á bárujárni í haust
Býr til næstum allan saum sem notaður er hér á landi
Hjá Vírneti hf. í Borgarnesi er nú verið að undirbúa framleiðslu á
þakjárni og verður það í fyrsta skipti, sem innlcnt bárujárn er
selt á markaði hérlendis. Framleiðslugetan á þessu sviði verður
um 1500 tonn á ári með þeim vélum. sem pantaðar hafa verið en
gert er ráð fyrir að þær verði teknar í notkun um mánaðamótin
októbcr-nóvember næstkomandi.
þessa meðferð er vísirinn svo
látinn í naglsláttuvél, ef svo
mætti segja, sem klippir réttar
lengdir, og gerir odd og haus
á naglann. Þetta eru afkasta-
miklar vélar og getur sú dug-
legasta spýtt út úr sér um 500
Páll Guðbjartsson í naglaverksmiðju Vírnets.
Páll Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Vírnets hf. í
Borgarnesi tjáði F.V. að sam-
kvæmt innflutningsskýrslum
hefði magnið af innfluttu þak-
járni numið um 3500 tonnum
árlega á árunum 1970-1975 og
væri þarna um stóran markað
að ræða fyrir innlent fyrirtæki,
sem hefja vildi samkeppni við
innflutningsaðila. Er salan á-
ætluð 167 milljónir á ári en tek-
ið skal fram, að nokkrar sveifl-
ur hafa verið á verðlagi hrá-
efnis og eins er markaðurinn
nokkuð breytilegur innanlands.
SAUMUR OG BINDIVÍR
Það þarf ekki nema tvo menn
til að sjá um vélarnar í þak-
járnsframleiðslunni en hún á að
fara fram í 1200 fermetra ný-
byggingu, sem reist 'hefur verið
hjá núverandi verksmiðjuhúsi
en það er byggt 1963. Upphaf-
lega var ætlunin að Vírnet hf.
sem stofnað var 1956 framleiddi
girðingarefni, eins og nafnið
bendir reyndar til. Af því hef-
ur þó aldrei arðið. f fram-
kvæmdinni var það svo, að haf-
izt var handa um framleiðslu á
saum en auk þess er framleidd-
ur mótavír og bindivír og nokk-
uð er flutt inn af svörtum girð-
ingarstaurum og vírlykkjum og
galvanhúðað hér til endursölu.
17 TEGUNDIR AF SAUM
Eins og er mun allt það
magn, sem notað er hér á lamdi
af venjulegum saum í bygg-
ingariðnaðinum vera framleitt
innanlands og að langmestu
leyti hjá Vírneti í Borgarnesi.
Hráefni til framleiðslunnar hef-
ur verið að mestu leyti flutt
inn frá Tékkóslóvakíu og Bret-
landi. Það er flutt imm sem vír
ýmist 5,6 mm eða 8 mm gildur
og síðan er hann dreginn niður
í hæfilegan gildleika í sérstakri
vírdráttarvél og naglvísirinn
valsaður ferkantaður. Eftir
nöglum á mínútu en alls eru
framleiddar 17 tegundir af
venjulegum saum og 18 teg-
undir af pappasaum. Mótavír-
inn er framleiddur 3 mm og 4
mm gildur og einnig er gerður
3 mm vír til að binda um
skreið, sem seld er til Nígeríu.
Heildarframleiðslumagnið hjá
Vírneti var í fyrra um 1260
tonn og framleiðsluverðmæti
164,5 milljónir. Vinnulaun
námu 16,8 milljónum en hjá
fyrirtækinu vinna að jafnaði 14
manns.
FV 6 1977
77