Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 69
Kaupféiag Þingeyinga EBlefu verslunardeildir eru reknar á Húsavík IHjólkursamlag og sláturhús aóalrekstrarþættirnir Hjá elsta kaupfélagi landsins, Kaupfélagi Þingeyinga, sem varð 95 ára í febrúar sl. er mikil þjón- ustustarfsemi og fjölþættur rekstur. Mest eru umsvifin þó á sviði verslunar, en félagið rekur 11 verslunardeildir á Húsavík og í sveitum sýslunnar. Þegar Frjáls verslun heimsótti Húsavík nýlega var kaupfélagsstjórinn Finnur Kristjánsson, sem stjórnað hefur kaupfélaginu í 25 ár, bcðinn að segja frá Kaupfélaginu og starfsemi þess. Aðalstöðvar Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. — Þær verslanir sem við rek- um hér á Húsavík, sagði Finn- ur, — eru 2 matvörudeildir, járn- og glervörudeild, vefnað- arvörudeild, pakkhúsvörudeild sem selur fóður, áburð og bygg- ingarvörur, olíu- og varahluta- deild, brauðgerð og efnalaug. Stærstu hlekkirmir í rekstrin- um eru hins vegar mjólkursam- lag félagsins og sláturhúsið. Á sl. hausti slátruðum við 45 þús- und fjár og stóð slátrunin í rúman mánuð. Um 120 manns unnu við slátrunina, helming- urinn úr sveitunum í kring, en 'hinn helmingurinn Húsvíkingar sem gripu í þetta þennan tíma. Þann hluta ársins sem sauðfjár- slátrun stendur ekki, er húsið notað fyrir kjötiðju, þar sem framleiddar eru ýmsar kjötiðn- aðarvörur. Svo er verið að slátra stórgripum að jafnaði hálfsmánaðarlega allt árið. Það eru því aldrei neinir dauðir punktar í rekstri sláturhússins. SJÖ MILLJÓN LÍTRAR AF MJÓLK Hjá Mjólkursamlagi K.Þ. var innvegið mjólkurmagn um 7 milljónir lítra á síðasta ári. Framleiðsla búsins er í fyrsta lagi neyslumjólk fyrir staðinn og nágrennið. Fer mjólkin m.a. til Raufarhafnar og Kópaskers. En annar stór framleiðsluliður er ostur, sem framleiddur er í mörgum tegundum. Mikið af þessum ostum er flutt út, m.a. til Bandaríkjanna og Svíþjóðar. Að sögn Finns voru það þrjár aðalframkvæmdir, sem unnið var að á vegum félagsins á sl. ári. — í fyrsta lagi lukum við við byggingu nýrrar efnalaug- ar sagði hann, — og komum henni af stað. Kaupfélagið var áður með efnalaug, en húsnæð- ið var lélegt. Vélarnar voru hins vegar ágætar og höfum við nýtt þær í nýja húsnæðinu. f öðru lagi innréttuðum við nýja vefnaðarvöruverslun á annarri hæð aðal verslunarhúss félagsins. Verslunin var opnuð seint á síðasta ári, var sem sagt tilbúin fyrir jólaösina. Húsnæð- ið sem vefnaðarvörudeildin var í áður hefur ekki verið tekið í notkun á ný, en hún var í gömlu 'húsi áföstu við aðalhús- ið. Ekki hefur heldur verið á- kveðið hvað gert verður við það húsnæði. í þriðja lagi var svo fram haldið endurbyggingu samlagshússins, sem unnið hef- ur verið að á síðustu árum, en þeirri framkvæmd er nú að ljúka. Bæði var byggt við eldra húsið og það innréttað upp á nýtt. Aðstaða við framleiðsluna var orðin 'heldur aðþrengd, enda hefur framleiðslan verið að aukast síðustu árin. Síðasta árið var aukningin 8%. Sam- hliða var svo tækjabúnaður endurnýjaður og um leið var nærri lokið við að tankvæða sveitirnar. FV 6 1977 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.