Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Page 17

Frjáls verslun - 01.01.1978, Page 17
á vesturströnd Bandaríkjanna þann 4. apríl 1976, þegar flug- freyjan tilkynnti honum, að hún hefði borið síðasta heita réttinn á borð fyrir einn far- þeganna og ekkert væri eftir handa flugstjóranum. Hann stefndi þegar í stað á San Fran- cisco og tilkynnti farþegunum að hann þyrfti að lenda óvænt tii að taka ,,vistir“, Hann settist niður á veitingastað og borðaði matinn sinn og hélt síðan för áfram til Seattle. í St. Louis var flugfreyja að fara um borð í flugvélina, þeg- ar hún heyrði snuðrað við fæt- ur sér og hún var bitinn í kálf- ann. Flugstjórinn var á fjórum fótum á gólfinu, íklæddur ein- kennisbúningi. „Mér finnst svo gaman að leika hund“, sagði hann. Ég hef sjálfur verið í flugvél ' Brazilíu, þar sem flugstjórinn klæddist sportskyrtu og sund- skýlu. Þegar hann var búinn að koma Caravelle-þotunni í loftið reif hann myndir af ber- um stelpum út úr tímariti, sem hann hafði meðferðis og hengdi þær upp fyrir gluggana á vél- inni til að hlífa sér fyrir sólskin- inu, og fór síðan að sofa. SKEMMTIATRIÐI Brezkur flugstjóri var beðinn um að skemmta farþegunum á flugi. Starfsbræður hans skildu þetta þannig, að þeir ættu að tala við farþegana um hátalara- kerfi vélarinnar og skýra fyrir þeim landslagið eða gefa upp- lýsingar um ferðalagið. Þessi flugstjóri birtist hins vegar í skotapilsi aftur í farþegaklef- anum, sló nokkra tóna á Ha- waii-gítar og söng „When I’m cleaning windows“. Farþegar í andlegu og pólit- ísku uppnámi hafa rænt flug- vélum og ráðist á flugmenn um árabil. Nú hefur þetta snúizt við. Flugstjóri hjá félaginu Swiftair á Filipseyjum reyndi að ræna eigin flugvél í fyrra og skaut fjóra af farþegum sínum í tilraun til að komast á brott með ránsfenginn. IÁKAMLEGA ÓHRESSIR LfKA Þó að andleg heilsa flug- BÓKIN MÉÐ SVORIN manna hafi stundum valdið mér áhyggjum hef ég reynt að telja mér trú um að líkamlega væri þeim þó ekki fisjað sam- an. Þetta er ekki alls kostar rétt. Ljóst er að þeir eru í mörgum tilfellum orðnir hræddir við að fljúga og 14% af öllum flugslysum sem orðið hafa hjá bandaríska flughern- um má einfaldlega rekja til svima og ógleði hjá flugmönn- um. Fjórtán flugmenn í áætlun- arflugi létust undir stýri árið 1976 og átta fengu taugaáfall. Brezkur flugstjóri dó úr áfeng- iseitrun skömmu eftir að hann kom úr flugi á Boeing 707 frá Hong Kong til London. Af hálfu brezkra yfirvalda er talið að um 2% flugmanna í Bretlandi eigi við áfengisvandamál að stríða en starfsbræður þeirra haldi yfir þeim hlífiskildi. Enginn veit nákvæmlega hve margir sofnuðu við stýrin. Tal- an er þó allavega há. Athuganir sýna, að árvekni flugmanna og viðbragðsflýtir er minnstur á tímanum kl. 2 til 4,30 að nóttu. Þá eru flestar flugvélar á leið- inni frá Bandaríkjunum til Evrópu og frá fjarlægari Aust- urlöndum. Flugmenn þjást margir hverjir af hreyfingarleysi. Rannsókn, sem gerð var hjá Japan Airlines, sýndi,, að 34%, af flugmönnum og flugvél- stjórum höfðu alvarleg ein- kenni kyrrsetumanna, 50% þoldu illa tímamismun milli staða, 71% kvörtuðu undan loft- inu í flugvélunum og 74% vegna næturflugs. Að lokum var svo blekking- in um þessar hálfguðlegu verur endanlega kveðin niður með yfirlýsingu Dr. Hayward hjá Graylingwell-sjúkrahúsinu í Chichester. Hann hefur ritað: ,.Það er ástæða til að ætla, að undir yfirborði rósemi og still- ingar eigi margir flugmenn í bezta líkamlega ástandi við margs konar tilfinningaleg vandamál að stríða, heimiliserj- ur, áhyggjur út af starfinu, tæknilegar áhættur og þreytu í fluginu". Jæja, þeir eru rétt eins og við. Nú sem fyrr veitir bókin svör vid ólíkustu spurningum varðandi ísland og íslensk viðskipti. Svo sem: Hverjir stjórna stofnunum þjóðfélagsins? Hverjir flytja út vörur frá Islandi? Hverjir eru í bankaráðum og stjórn annarra fjármálastofnana? Hverjir eru innflytjendur á vörum til íslands? Hverjir eru stjórnendur hinna ýmsu fyrirtœkja?og m. fl. ÍSLENSK »77-78 Ómissandi uppsláttarrit Útgefandi Frjálst Framtak h.f. Ármúlal8, Reykjavík.Sími 82300 Ertubúinn að endumýja? i Síjórn: jjjoi" Þoriáksson, » r-WKnstjánsson. Varanicnn: Aína""Kn.yán^; Sl»rfsma„llafJ6|dj n|ig ^ Síarfssvið; sanieina^aifains 0l'íl5 ‘Snrckcndu•'Uk“ ' fettar oK hn„,„. aglS ea’tir FYRIRTÆKI FV 1 1978 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.