Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 57
Fi-á Melgraseyri er farið i Vatnsfjörð, sem allir kannast við úr íslandssögunni og síðan í Reykjanes. Þar er Reykjanes- skóli, héraðsskóli og grunn- skóli. í Reykjanesi er jarðhiti og auðvitað sundlaug og iþrótta- hús. Þar er hægt að tjalda og skoða selinn liggjandi í mak- indum á skerjunum. Frá Reykjanesi er siglt inn að Arn- gerðareyri en þaðan má fara á bíl eftir Langadal og er mað- ur þá á ieiðinni yfir heiðar og í Bjarkarlund. Nú tíðkast það á sumrin að taka bílinn með sér um borð í Fagranesið, ýmist á ísafirði eða á Arngerðareyri og stytta akst- urstímann um leið og notið er fegurðar Djúpsins á siglingu. 0 Ein lengsta laxveiðiá landsins I Langadal er ein lengsta laxveiðiá á landinu u.þ.b. 43 km frá efsta til neðsta veiði- svæðis, en þar eru 28 veiðidag- ar á ári. En frá Arngerðareyri fer Fagranesið að‘ ICyri í Mjóafirði sem er einn fallegasti fjörður- inn í Djúpinu og með afbrigð- um veðursælt. Þar er skógur og áningarstaður sem opnaður var í fyrsta sinn sumarið 1976. í Mjóafirði er búið á 6 myndar- legum býlum. Frá Eyri er um 2ja tíma akstur í Bjarkarlund, en styzt er í Bjarkarlund frá Bæjum, 1 tími og 40 mínútur. Undir venjulegum kringum- stæðum siglir Fagranesið aftur til ísafjarðar frá Eyri í Mjóa- firði, nema flytja þurfi bíla til ísafjarðar, þá er komið við aft- ur á Bæjum. # 12 tíma fer& Öll siglingin og stöðvanir á viðkomustöðunur^, eða þar til kcmið er til ísáfjarðar aftur tekur u.þ.b. 12 klukkustundir. Kristján Jónasson sagði að reikna mætti með því að 12 tíma ferðin myndi kosta 3000 kr. á farþega á næsta sumri, 4200 kr. á Hornstrandir og til baka eftir viku, en auk þess yrði boðið upp á 6 tíma ferðir um Út-Djúpið og myndu þær kosta 1500 kr. FESTI GRINDAVÍK YÐAR ÁNÆGJA - OKKAR STOLT önnumst öll mannamót, stór og smá. Að- eíns nokkur „nútima” hænufet frá ys og skarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum allaþá aðstöðu tilhverskonarmannamóta, er best gerist. Þjónustan er indæl og verð- ið eftir þvi. FÉLAGSHEIMIUÐ FESTI GRINDAVÍK - SIMI 92-8255 og 92-838 M M M M *M __—I Framleiðum allskonor bólstruð húsgögn og klœðum T SSSSSíí- Hverflsooli, 76 15103 FV 1 1978 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.