Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 14
A.T.V.R
íslenzka brennivínið og
Kláravín seljast bezt
Vodka og Viskí fylgja fast á eftir
Áfengisneyzla íslendinga hef-
ur jafnan verið töluverð. Á síð-
asta ári neyttu landsmenn
2.204,858 lítra af áfengi. Neyzla
á mann var 3,084 lítrar af
alkóhóli, en í fyrra var hún
nokkru minni, eða 2,875 lítrar.
Áfengi er keypt til landsins frá
rúmlega 30 löndum, hátt í 500
tegundir.
Frjáls verzlun hefur tekið
saman ýmsar upplýsingar úr
skýrslu Áfengis- og tóbaksverzl-
unar ríkisins um neyzlu á
áfengi á síðasta ári og skýrslu
yfir sölu á vindlum, vindling-
um, reyktóbaki o.fl. Auk þess
fékk blaðið nokkrar upplýsing-
ar frá Svövu Bernhöft, í inn-
kaupadeild Á.T.V.R.
ÍSLENZKA BRENNIVÍNIÐ
SELST BEST
Neyzla sterkra drykkja var
mest á árinu, en alls seldust
1.325,898 lítrar. Jafngildir það
543.965 lítrum af alkóhóli.
íslenzka brennivínið hefur
selst allra sterkra drykkja bezt,
alls 405,468 lítrar. Kláravínið
er númer tvö í röðinni. Af því
seldust 249.054 lítrar.
Erlendu vodkategundirnar
eru í þriðja sæti, en salan var
242.567 lítrar. Hvað sölu snert-
ir skara fram úr bandarískt
Smirnoff, rússneskt Stolichnaja
og pólskt Wyborowa vodka.
Um 25 tegundir af erlendu
vodka eru fluttar inn, og til
samanburðar má nefna að af
íslenzka Tindavodkanu seldust
32.973 lítrar. Verð á Tinda-
vodkanu í heilum flöskum er
kr. 4.900, en erlendu vodkateg-
undirnar eru nokkuð dýrari,
aðallega á 5.500 kr. og 5.800 kr.
í sama magni.
íslenzka brennivínið virðist líka landanum bezt, því mest seldist
af því á síðasta ári. Önnur íslcnzk tegund var í öðru sæti, Klára-
vínið. Tóbakssala var einnig mikil. Mest var keypt af amerískum
vindlingum og dönskum vindlum.
14
FV 4 1978