Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 86
Akureyrarf lugvöllur: Lm 106 þús. manns fóru um flugvöHinn í fyrra Á síðari árum hefur umferð um Akureyrarflugvöll aukist gífur- lega og völlurinn hefur orðið æ meiri miðstöð flugumferðar um Norðurland. Frjáls verslun heimsótti umdæmisstjóra Flugleiða á Norður- og Norð-Austurlandi, Svein Kristinsson á skrifstofu hans á Akureyrarflugvelli og bað hann að segja lesendum frá þessum málum. — Yfir vetrarmánuðina, eða frá 1. okt.—30. apríl, sagði Sveinn, — eru Flugleiðir með 24 flugferðir hingað í viku. Yfir sumarið fjölgar ferðum upp í 37, þegar þær eru flestar, en það eru 1.776 sæti. Á þess- um sætum er mjög góð nýting, en 1977 fluttu Flugleiðir yfir 90 þúsund farþega á þessari leið, en það var að mig minnir um 40% af heildarflutningum félagsins. Þá má geta þess að Flugfélag Norðurlands flýgur til 6 staða á Norðurlandi auk Egilsstaða og ísafjarðar. Þeir fluttu um 16 þúsund farþega á síðasta ári. Um þennan völl hafa því farið um 106 þús. manns árið 1977, sem verður að teljast nokkuð mikið miðað við 12 þúsund manna bæ. — Þessi skrifstofa er nokkurs konar umdæmismiðstöð. Við erum svo með söluskrifstofu á Ráðhústorgi, sem sér um sölu á miðum og upplýsingar til ferðamanna. Önnur söluskrif- stofa er á Húsavík, sem heyrir undir þetta umdæmi. Þá eru 12 umboðsmenn á svæðinu. Hins vegar má segja að þetta séu 3 markaðseiningar. Húsavík og nágrenni er sér. Akureyri og Eyjafjörður eru sér, en inn á það svæði koma viðskiptavinir Flugfélags Norðurlands. Svo er svokallað vestursvæði með Sauðárkrók og nágrenni. — Það hafa orðið ákveðnar breytingar á ferðamannastraum um Akureyrarflugvöll á undan- förnum árum, sagði Sveinn. — Ferðamannatímabil Akureyrar er alltaf að lengjast. Áður komu ferðamenn bara um há- sumarið, en nú er straumur fólks sem stundar vetraríþrótt- ir alltaf að aukast. Til marks um aðstreymi fólks hér um páska, var gerð könnun í Hlíð- arfjalli um sl. páska á því hve margir aðkomumenn væru í hópi þeirra sem biðu eftir lyft- unni. Þeir reyndust 42% af hópnum. Aukningin er m.a. því að þakka, að flugfélögin og hótelin í bænum hafa samein- ast um hagkvæmar helgarferðir fyrir skíðafólk. En það er ekki bara á annan veginn sem fólk streymir. Akureyringar fara líka mikið suður og um sl. páska var mikill straumur fólks til Reykjavíkur. Á móti 2000 manns sem flugu hingað, fóru 1200 suður. Akureyri séð úr lofti. Flugbrautin inni í botni fjarðarins. 86 FV 4 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.