Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 86
Akureyrarf lugvöllur:
Lm 106 þús. manns fóru um
flugvöHinn í fyrra
Á síðari árum hefur umferð um Akureyrarflugvöll aukist gífur-
lega og völlurinn hefur orðið æ meiri miðstöð flugumferðar um
Norðurland. Frjáls verslun heimsótti umdæmisstjóra Flugleiða á
Norður- og Norð-Austurlandi, Svein Kristinsson á skrifstofu hans
á Akureyrarflugvelli og bað hann að segja lesendum frá þessum
málum.
— Yfir vetrarmánuðina, eða
frá 1. okt.—30. apríl, sagði
Sveinn, — eru Flugleiðir með
24 flugferðir hingað í viku.
Yfir sumarið fjölgar ferðum
upp í 37, þegar þær eru flestar,
en það eru 1.776 sæti. Á þess-
um sætum er mjög góð nýting,
en 1977 fluttu Flugleiðir yfir
90 þúsund farþega á þessari
leið, en það var að mig minnir
um 40% af heildarflutningum
félagsins. Þá má geta þess að
Flugfélag Norðurlands flýgur
til 6 staða á Norðurlandi auk
Egilsstaða og ísafjarðar. Þeir
fluttu um 16 þúsund farþega
á síðasta ári. Um þennan völl
hafa því farið um 106 þús.
manns árið 1977, sem verður
að teljast nokkuð mikið miðað
við 12 þúsund manna bæ.
— Þessi skrifstofa er nokkurs
konar umdæmismiðstöð. Við
erum svo með söluskrifstofu á
Ráðhústorgi, sem sér um sölu
á miðum og upplýsingar til
ferðamanna. Önnur söluskrif-
stofa er á Húsavík, sem heyrir
undir þetta umdæmi. Þá eru 12
umboðsmenn á svæðinu. Hins
vegar má segja að þetta séu 3
markaðseiningar. Húsavík og
nágrenni er sér. Akureyri og
Eyjafjörður eru sér, en inn á
það svæði koma viðskiptavinir
Flugfélags Norðurlands. Svo er
svokallað vestursvæði með
Sauðárkrók og nágrenni.
— Það hafa orðið ákveðnar
breytingar á ferðamannastraum
um Akureyrarflugvöll á undan-
förnum árum, sagði Sveinn. —
Ferðamannatímabil Akureyrar
er alltaf að lengjast. Áður
komu ferðamenn bara um há-
sumarið, en nú er straumur
fólks sem stundar vetraríþrótt-
ir alltaf að aukast. Til marks
um aðstreymi fólks hér um
páska, var gerð könnun í Hlíð-
arfjalli um sl. páska á því hve
margir aðkomumenn væru í
hópi þeirra sem biðu eftir lyft-
unni. Þeir reyndust 42% af
hópnum. Aukningin er m.a. því
að þakka, að flugfélögin og
hótelin í bænum hafa samein-
ast um hagkvæmar helgarferðir
fyrir skíðafólk. En það er ekki
bara á annan veginn sem fólk
streymir. Akureyringar fara
líka mikið suður og um sl.
páska var mikill straumur
fólks til Reykjavíkur. Á móti
2000 manns sem flugu hingað,
fóru 1200 suður.
Akureyri
séð úr lofti.
Flugbrautin
inni í botni
fjarðarins.
86
FV 4 1978