Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 85
Örkin hans IMóa Innlendi húsgagnaiðnaðurinn á í vök verjast vegna inn- fluttra húsgagna Við Ráðhústorgið á Akureyri er húsgagnaverslun, sem ber hið einkennilega nafn „Örkin hans Nóa“. Akureyringar vita vel hvernig á nafninu stcndur, en aðkomumönnum kemur það á óvart. Þarna verslar Jóhann Ingimarsson, sem af flestum er kallaður Nói, en af því auknefni er búðarnafnið dregið. Frjáls verslun heimsótti Örkina fyrir skömmu og ræddi við Jóhann. — Ég er nú búinn að vera viðloðandi húsgagnabransann nokkuð lengi, sagði hann. — Ég lærði húsgagnasmíði á sín- um tíma, en sérmenntaði mig svo í hönnun húsgagna. Árið 1952 stofnaði ég svo húsgagna- verkstæðið Valbjörk á Akur- eyri, sem var þokkalegt fyrir- tæki á okkar mælikvarða. Hús- gögnin sem þar voru framleidd þóttu nýtískuleg og við vorum með nokkuð alhliða framleiðslu, bæði bólstruð húsgögn og tré- húsgögn í ýmsu formi. Ég seldi svo minn hlut í fyrirtækinu 1970 og stofnsetti þessa búð, en Valbjörk var lögð niður skömmu seinna. ÚTIBÚ STARFRÆKT SÍÐAN 1976 — Þessi átta ár sem við hjón- in höfum rekið verslunina, en Guðrún kona mín stendur í þessu með mér, þá höfum við verið í þessu sama húsnæði, sagði Jóhann. — SÍS á þetta hús, en Saumastofa Gefjunar var hér til húsa á sínum tíma. Þetta er mjög góður staður fyrir verslun því fólk á hér mikið leið um og ferðamenn labba sig gjarnan inn. Við von- um því að við fáum að halda þessu. Hins vegar er þetta í raun og veru of lítið fyrir svona verslun. Af þeim sökum komum við okkur upp útibúi seint á árinu 1976 í húsnæði hjá KEA við Hrísalund. Þar höfum við 400 fermetra pláss og verslun með alveg hliðstæð- ar vörur. — Við seljum mest innlend húsgögn, sagði Jóhann, eða um 80% af sölunni. Ég hef reynt að hafa þann hátt á að skipta við sem flesta aðila til að hafa sem mesta fjölbreytni í vöruúrvali. Erlendu húsgögnin sem við selj- um kaupum við bæði beint frá útlöndum og frá innlendum umboðsaðiium. Salan er alltaf nokkuð jöfn. Eins og gengur er ös fyrir jól og e.t.v. fyrir páska og svo þegar fólk á von á verð- sveiflum eða gengisfellingum. Það er oft spurt hvort hlutir komi til með að hækka í næstu sendingu. VAXANDI VINSÆLDIR ERLENDRA HÚSGAGNA Þegar Jóhann var spurður um smekk fólks fyrir húsgögn sagðist hann oft verða fyrir vonbrigðum yfir því sem fólk kaupir. — Sérstaklega verð ég oft vonsvikinn yfir unga fólk- inu, sagði hann. — Ungt fólk heldur gjarnan að það sé að kaupa sér húsgögn fyrir lífið og kaupir þung og vönduð hús- gögn. Síðan gerist það annað hvort, að ungbörn skemma þetta, eða þá að unga fólkið fær leið á þessu. Mín skoðun er, að ungt fólk eigi að kaupa létt húsgögn, sem síðar er hægt að nota i barnaherbergi og ann- að, en færa sig upp á skaftið með batnandi lífskjörum og ekki síst með auknum þroska. Þó fólk eigi kost á að leita ráða hjá fagmönnum, þá er oft lítið gert af því. En það er fólkið sjálft sem mótar tískuna og ekki alltaf gott að hafa áhrif á það. Núna virðist mér tískan vera að hallast að er- lendum húsgögnum og því mið- ur á innlendi húsgagnaiðnaður- inn í vök að verjast vegna þessa. Einn kosturinn við að versla við innlenda framleið- endur er að fólk fær undan- tekningarlítið galla bætta, en oft er erfitt að sækja mál sitt á hendur erlendum framleið- anda. Svo er því miður talsvert flutt innaf lélegum húsgögnum. Þegar Ingimar og Guðrún byrjuðu með Örkina lögðu þau áherslu á að hafa ýmsa list- muni til sölu, en hættu því smám saman. — Þetta fór ekki svo vel saman, sagði Jóhann. — Við hefðum þurft að hafa sér- staka manneskju í þessu ef við hefðum haldið áfram. Fólk sem er að kaupa svona gjafavöru tekur sér gjarnan langan um- hugsunartíma og er lengi að velta vöngum yfir vörunni. Síð- an höfum við bara lagt áherslu á að koma húsgögnunum vel og smekklega fyrir og ekki síst þannig að þau virki heimilis- lega á fólk. Og það má líka segja að okkur hafi tekist að gera þessa holu sæmilega huggulega, sagði Jóhann að lokum. FV 4 1978 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.