Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 63
Blaðaútgáfa vestan hafs Eiga kvennablöðin rétt á sér? Sagt frá nokkrum kvenna- og heimilisblöðum, sem náð hafa útbreiðslu í Bandaríkjunum Eitt a£ því, sem Rauðsokkur ok aðrar kvenfrelsiskonur á Vestur- löndum hafa haldið fram, er að kvennablöð stefni að því að nýta sérstöðu, sem þjóðfélagið hafi skapað konum, sjálfum sér og ýms- um framleiðendum til framgangs. Þær hafa viljað draga úr áhrif- um þessara timarita og stofnuðu í þeim tilgangi mörg tímarit sjálfar. Ekki hafa þær haft erindi sem erfiði og flest þessara blaða hafa ekki lifað lengi. Það eina sem hefur náð umtalsverðri útbreiðslu er bandaríska blaðið MS, en ritstjóri þess er Gloria Steinem. Fyrir skömmu skýrði New York Times frá því, að aldrei hefðu fleiri kvennablöð keppt um hylli kvenna en nú og færi fjölgandi. Nokkur blöð hófu göngu sína á undanförnum tveimur árum og að minnsta kosti sex hefja göngu sína í Bandaríkjunum á þessu ári. Eitt þessara rita er hætt að koma út, sem hét Women Sports. Working Woman er gjaldþrota, en kemur kannski út áfram, og Redbook er að inn- lima American Home. Time Inc. hefur að undan- förnu búið sig undir að gefa út blað sem átti að heita Woman, en allt bendir til að það komi aldrei út. Fyrir fáum árum sögðu spá- menn að kvennahreyfingin myndi ganga af kvennablöðun- um dauðum. Konur hefðu nú áhuga á háleitara lesefni, en fegrun, tísku, heimilisþáttum, matreiðslu og rómantískum sögum. Spámennirnir reyndust hafa rangt fyrir sér. Flest kvenna- blöð í Bandaríkjunum njóta nú mikils gengis og auglýsingar hafa aldrei verið meiri en nú. Auglýsendur í Bandaríkjunum snúa nú í vaxandi mæli til tímarita, vegna síhækkandi verðs á sjónvarpsauglýsingum. McCalls er stærst, með 6.5 milljón áskrifendur. Þau næstu fjögur eru Ladies Home Jour- nal með 6 milljónir áskrifenda, Good Housekeeping með 5 milljónir, Redbook með 4,7 milljónir og Cosmopolitan með 2,5 milljónir áskrifenda. í Bandaríkjunum kemur út kvennablað, sem nefnist L’Officiel USA. Þetta glæsi lega rit með mikið af litmynd- um einbeitir sér að dýrum tískufötum, fyrir konur í háum launaflokki. Blaðið selst í 135 þúsund eintökum og útgefand- inn segir að hann hafi fengið hugmyndina, er hann heyrði æ ofan í æ vel efnaðar konur kvarta yfir hinum hefðbundnu kvennablöðum, þær scgðu að þar væri að finna skrítna tísku, sem ekki hentaði þeim, og til- sögn í heimilishaldi og matseld, sem þær hefðu ekki þörf fyrir. Annað nýtt rit heitir Ambi- ance. Það er ætlað fyrir konur sem hafa mikið að gera og úr miklu að spila. Meginefni blaðs- ins er um tísku og snyrtingu, auk ráðlegginga um heilsu- gæslu og líkamsæfingar. Út- gefandi blaðsins segir að bæði Vogue og Harpers séu orðin gamaldags. Þau einblíni á París, en bandarískar konur vilji fá að vita um þau föt, sem fást í Bandaríkjunum. Þær kaupi ekki frá tískuteiknurum í París, heldur versli þær í dýr- um búðum í New York og ann- arsstaðar í Bandaríkjunum. Þriðja nýja tískublaðið nefn- ist Rags. Það er skrifað í mjög léttum tón og má nefna fyrirsagnir svo sem „Hvernig þú átt að líta út þegar þú syndir nakin“ og „Langar þig raunverulega til að fá hrukk- ur.“ Enn hafa menn trú á að ástin selji blöð. Nú er að koma á markaðinn nýtt vikurit, sem nefnist „Romance Weekly“. Það er ætlað sömu konunum og lesa rómantiskar skáldsögur, sem seljast í gífurlegum upp- lögum í Bandaríkjunum. Svo er að sjá, sem kvenna- hreyfingin hafi skapað þörf fyrir nýja tegund af tímaritum. Þessi rit eru yfirleitt miðuð við konur, sem starfa utan heimilis, konur sem þurfa að taka ákvarðanir um hluti eins og að kaupa bíl, kaupa íbúð, hvernig tryggingar þær eigi að kaupa og margvisleg önnur mál, sem hafa verið í verka- hring karlmanna. Að sögn New York Times hafa þessar sjálf- stæðu konur eftir sem áður á- huga á fötum, fegrun og ást, þó að þær komist ekki hjá að sinna öðrum málefnum. FV 4 1978 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.