Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 88
Hamar hf. í Hafnarfirði:
IMetriform - mót hafa í reynd
lækkað íbúðarverð verulega
Ibúðarverðið þannig 3 - 3,5 m. undir ráðandi markaðsverði
Hamarinn hf. í Hafnarfirði er verktakafyrirtæki í byggingariðn-
aði. Framkvæmdastjórar fyrirtækisins eru þeir Pétur Jökull og
Hallgrímur Guðmundsson. Fyrirtækið var stofnað árið 1975, en
hafði áður starfað við byggingariðnað í 2 ár. Hamarinn hf. hefur
nú í ár fengið úthlutað lóð í Hafnarfirði fyrir eitt stigahús í blokk
en hafði áður byggt á lóðum hér og þar í Firðinum, annaðhvort
sem byggjandi og seljandi eða sem verktaki.
Á undanförnum árum hefur
Hamarinn hf. notað sérstök
steypumót frá Bretlandi. Þessi
mót kallast ,,metriform“ og eru
þau mun fullkomnari og hag-
kvæmari en flest þau steypu-
mót sem hingað til hafa verið
notuð. Hamarinn hf. hefur not-
að þau í öllum þeim bygging-
um sem þeir hafa reist og er
vinnusparnaðurinn gífurlegur.
Sem dæmi nefndi Pétur Jökull
að tvær blokkir sem stæðu hlið
við hlið í Hafnarfirði hefðu
verið byggðar með sitthvorri
aðferðinni, önnur með Metri-
form-mótum en hin með venju-
legum uppslætti. Sams konar
íbúðir væru nú seldar á 10,7
milljónir tilbúnar undir tréverk
í því húsinu sem byggt er á hefð-
bundinn hátt, en á 10,5 millj-
ónir með öllu tréverki í því
húsinu sem byggt var með
Metriform-mótunum.
Pétur sagði að stærsti liður-
inn í þessu væri sá vinnusparn-
aður sem fælist í þeirri tækni
sem uppsetning og niðurtekn-
ing Metriform-mótanna byggð-
ist á og því hvernig steypan
kæmi úr mótunum. Fínpússn-
ing væri úr sögunni nema inn-
an á útveggjum eftir einangr-
un.
Þessi mót ásamt þeirri vinnu-
hagræðingu sem beitt er sam-
hliða notkun þeirra hefur það í
för með sér að íbúðarverð er
sem næst 3—3,5 milljónum
króna undir ráðandi markaðs-
verði. Pétur sagði það sýna vel
á hvern hátt lækka mætti bygg-
ingarkostnað að þeir sem
-fengju fjármagnsfyrirgreiðslu
til þess að kaupa mót af þessari
gerð væru, næstum undantekn-
ingarlaust, þeir byggingaraðil-
ar hérlendis sem gætu byggt
íbúðir töluvert undir bygging-
arvísitölu.
HAFA SELT FLESTUM
BYGGINGAVERKTÖKUM
STEYPUMÓT
Hamarinn hf. hefur flutt inn
og selt Metriform-steypumót
um nokkurt skeið. Hafa nú
flestir stærri byggingaverk-
takanna hérlendis tekið þessi
mót í notkun, má þar nefna
þann margfræga Smára hf. á
Akureyri sem undanfarin ár
hefur sýnt, svo ekki verður um
villst, hvað hægt er að lækka
byggingarkostnað sé rétt að
málunum staðið, Pétur Jökull
sagðist vilja benda á annað at-
riði sem ekki vægi minna i
þessu samhengi, en það væri af-
staða bæjaryfirvalda á Akur-
eyri til byggingariðnaðarins
þar. Á Akureyri væru nú
byggðar ódýrari íbúðir en víða
annars staðar og ástæðan væri,
auk mótatækninnar sú, að Ak-
ureyrarbær úthlutaði sínum
byggingaverktökum lóðum í
miklu stærri einingum en víð-
ast hvar tíðkast hérlendis. Þeg-
ar verktaka í Hafnarfirði sé
úthlutað lóðarparti fyrir eitt
stigahús í blokk, sé verktaka á
Akureyri úthlutað heilu bygg-
ingarsvæði eða hverfi til
tveggja ára framleiðslu á íbúð-
um. Slík vinnubrögð skiluðu
neytendum, í þessu tilfelli íbúð-
arkaupendum, tugmilljónum
króna í lægra íbúðarverði og
gögnuðu því fyrst og fremst
hagsmunum heildarinnar. í
Hafnarfirði er skipulagsvinnan
langt á eftir og því allt of fáar
lóðir tilbúnar til framkvæmda
en ofan á það bætist síðan sú
pólitík, að allir skuli fá eitt-
hvað en enginn nóg.
Vegna skorts á lóðum í Hafn-
Pétur Jökull í nýbyggingu, sem Hamarinn hf. er að reisa.
«8
FV 4 197S