Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 41
rit 24% af heildarpóstmagninu.
Árið 1975 voru tekjurnar hlut-
fallslega enn minni. Það hljóta
allir að skilja að 5 kr., en það
er það gjald sem tekið var á ár-
inu 1977 fyrir að dreifa 100 gr.
blaði hvert á land sem er, er of
lágt og full ástæða til að hækka
það verulega til að skaða ekki
stofnunina og þar með aðra
viðskiptavini hennar.
Sem dæmi um álögur á við-
skiptavini í þessu sambandi má
nefna að ef burðargjald fyrir
innrituð blöð og tímarit hefði
á árinu 1977 verið um 40% af
burðargjaldi fyrir prentað mál
eða 25 kr. fyrir 100 grömm sem
alls ekki hefði verið óeðlilega
hátt hefði það þýtt 120 millj.
kr. viðbótartekjur fyrir stofn-
unina á því ári. Fyrir þessa
upphæð hefði t.d. mátt lækka
almennt burðargjald fyrir bréf
úr 45 kr. í kr. 33, stofngjald
síma úr kr. 27.000 í kr. 15.000
og flutningsgjald samsvarandi
eða afnotagjald á ársfjórðungi
úr kr. 3.900 í kr. 3.500. Þannig
var hver símnotandi skattlagð-
ur um 1.600 kr. á síðasta ári i
þessum tilgangi.
Ljóst er af því sem að fram-
an segir, að undanfarin ár hef-
ur póstburðargjald fyrir innrit-
uð blöð og tímarit verið allt of
lágt og að þessi þjónusta hefur
verið greidd niður af öðrum
viðskiptavinum stofnunarinnar.
Varla geta það talist eðlilegir
viðskiptahættir, að þessir aðilar
greiði hærri gjöld fyrir þá þjón-
ustu sem þeir kaupa af stofnun-
inni í þeim tilgangi, sem að
ofan greinir, og æskilegt er að
hver þáttur þjónustu pósts og
sima sé verðlagður sem næst
þeim kostnaði sem á hann fell-
ur. Sé hins vegar vilji stjórn-
valda að ákveðnir þjónustuliðir
séu stórlega niðurgreiddir tel
ég að það eigi að gera á annan
hátt, t.d. með sérstakri fjár-
veitingu til stofnunarinnar.
Samgönguráðherra gaf hins
vegar út þann 15. febrúar sl.
nýja gjaldskrá fyrir póstþjón-
ustu en skv. henni voru gjöld
fyrir innrituð blöð og timarit
lækkuð nokkuð og samhliða
þessari ákvörðun var gerð
breyting á reglugerð um afslátt
af þessu nýja burðargjaldi á
þann veg að þau ákvæði voru
rýmkuð verulega frá því sem
áður var. Þessi ákvörðun ætti
að koma nokkuð á móti sjónar-
miðum blaðaútgefanda varð-
andi greiðslur fyrir dreifingu
blaða og tímarita en hvaða á-
stæður lágu að baki áður-
nefndri ákvörðun eftirlæt ég
öðrum að skýra.
í niðurlagi ritstjórnargrein-
arinnar er síðan haldið fram að
mismunar gæti í kjörum sem
sendendur blaðapósts til ís-
lands frá útlöndum annars veg-
ar og hins vegar þau útgáfu-
fyrirtæki sem innanlands starfa
og þurfa að koma blöðum sín-
um til kaupenda með pósti. í
greininni segir að fróðlegt væri
að skoða það dæmi nánar og
krefja forráðamenn Pósts og
síma viðhlýtandi skýringa á
þessum aðstöðumun.
Póstviðskipti milli landa
fara fram samkvæmt alþjóða-
samningum. Burðargjöld og
viðtökuskilyrði sendinga milli
landa eru sömuleiðis ákveðin í
alþjóðasamningum svo og flutn-
ingsgjöld og þóknun til handa
ákvörðunarlandi.
í alþjóðapóstsamningum er
sendingartegundin „Innrituð
blöð og tímarit“ ekki til, þann-
ig að blöð og tímarit eru send
og verðlögð sem prentsending-
ar, en það er ódýrasti flokkur
bréfapóstsendinga. Burðargjöld
eru mismunandi eftir löndum
og hefur svo alltaf verið. Af-
skekkt lönd eins og ísland
verða að öðru jöfnu að greiða
hærri flutningsgjöld en mið-
lægari lönd, einfaldlega vegna
fjarlægðar og þess að allur
póstur til útlanda verður að
flytjast um langan veg í stað
þess að önnur lönd þurfa e.t.v.
ekki að flytja nema lítinn hluta
af sínum pósti langan veg eins
og til íslands.
Ég vil að lokum vona að rit-
stjóri blaðsins skilji það sjón-
armið mitt að eðlilegt sé að
Póstur og sími dreifi blöðum og
tímaritum gegn sanngjarnri
þóknun þannig að þegar til
lengdar lætur megi báðir aðil-
ar vel við þau viðskipti una.
TÍZKUBLAÐIÐ LÍF
er nýr auglýsingavettvang-
ur fyrir þá sem framleiða
og selja vörur og þjónustu
keypta af íslenzku kven-
fólki.
Á þessu ári er áætlaður
hlutur einkaneyzlunnar um
330 milljarðar króna.
Kvenfólkið tekur veiga-
miklar ákvarðanir við kaup
á vöru og þjónustu.
Nýtið markaðsmöguleika
sérritanna. Því auglýsing
í sérriti ber meiri árangur
vegna þess að hún nær
beint til þess hóps sem
hún á að ná til.
Auglýsing í sérriti hefur
lengri líftíma en aðrar aug-
lýsingar og hún nær til fjöl-
menns hóps. Hvert sérrit
er lesið af 4-5 einstakling-
um og til þess er gripið
aftur og aftur.
Með auglýsingu í sérriti er
hægt að koma ítarlegri
uppiýsingum til skila.
í sérriti er hægt að birta
skýrari, fallegri og áhrifa-
meiri auglýsingar en í öðr-
um fjölmiðlum.
Sérrit eru lesin með meiri
athygli en önnur blöð og í
afslappaðra umhverfi
þannig að lesandinn er
móttækilegri fyrir efni
þess.
TÍZKUBLAÐíÐ LÍF
FV 4 1978
11