Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 81
leiguhúsnæði við Tryggva- brautina, en hér er miklu stærra og betra en á gamla staðnum. — Um leið og ég fékk versl- unarhúsnæði, sagði Ingvar, — þá fór ég út í fleiri vörur, hreinlætistæki, flísar o. fl. Mest var þetta í umboðssölu en smám saman hef ég verið að kaupa meiri lagera sjálfur. Nú orðið flyt ég inn hreinlætistæki, viðarplötur, panel og ýmsar klæðningar. Það er ótalmargt sniðugt sem hægt er að fá ef maður ber sig eftir því. VAXANDI SAMKEPPNI — Samkeppni í þessari versl- unargrein fer vaxandi í bænum, sagði Ingvar. — Búðum hefur að vísu ekki fjölgað, en þær hafa vaxið og bætt sig. Þetta verður svo til að verslanirnar sérhæfa sig meira. Fyrst var ég mikið með flísar, en þróunin hefur orðið sú að ég sel mikið af teppum. Auðvitað er maður svo með allt þetta smádót sem fólk vantar til frágangs á íbúð- um, en stefnan hlýtur að vera sérhæfing þar sem fleiri versl- anir eru í sömu grein. —• Þegar ég byrjaði með verslun fór ég að selja vörur fyrir hestamenn og hef haldið því áfram sagði Ingvar. — Það er enginn annar sem sinnir þessu að gagni. Hestamönnum fjölgar alltaf hérna og sífellt yngra fólk fer út í hesta- mennsku. Ég hef bæði boðið upp á fullkomnar vörur og svo efni sem fólk getur unnið úr sjálft. Það hefur orðið nokkuð vinsælt, því auðvitað er það ódýrara fyrir fólk. ENGIN BÍLASTÆÐI VIÐ BÚÐINA — Það sem háir okkur sem verslun við þessa götu, sagði Ingvar, — er að við höfum eng- in bílastæði fyrir framan búð- irnar. Þessi gata er ekki skipu- lögð sem verslunargata, heldur iðnaðarsvæði. Bílastæðin eru hinum megin við húsið og þar er gatan ófrágengin. Þetta gerir fólki erfitt fyrir, en það leggur nú samt á sig að koma. Umferð hefur alltaf verið mikil um þessa götu þó hún virðist e.t.v. vera út úr. Svo virðist vera nokkuð sama hvar svona versl- un er. Fólk er að leita að viss- um hlutum og fer gjarnan í all- ar búðirnar að skoða. Að sögn Ingvars er það ekki bara gróði að standa í svona rekstri. — Fyrsta árið í nýja húsnæðinu var hreint tap af versluninni, sagði hann. — Sl. Gosdrykkjagerðin Sana: Eina gosdrykkjagerðin utan Reykjavíkur er Sana hf. á Ak- ureyri, en flestir munu kannast við Thule öUð að norðan. Á sl. ári tók nýr framkvæmdastjóri við rekstri Sana. Hann heitir Gunnar Finnbogason og náði Frjáls verslun tali af honum á skrifstofu hans. — Það var gerð nokkur breyting á öllum rekstri fyrir- tækisins í fyrra, sagði Gunnar. — Hlutafé var aukið og komu tveir nýir eigendur inn í rekst- urinn. Annar er Páll G. Jóns- son, sem er nú stærsti einstak- lingseigandinn, en hinn er KEA. Eigendurnir sem voru fyrir eru nokkuð margir. Það hafa verið nokrkir erfiðleikar í rekstrinum undanfarið ár, að- allega vegna þess að verðlags- yfirvöld hafa ekki leyft eðlileg- ar hækkanir á framleiðslunni, en þetta á náttúrlega við alla framleiðendur. f okt. sl. var þó leyfð nokkur hækkun og svo aftur í mars. Þá tel ég að verðið sé orðið eðlilegt, fyrir utan tryggingarverð á gleri sem er 30 kr. en við verðum að kaupa á 38 krónur rúmar. Það verður alltaf nokkuð mikil rýrnun á gleri, svo þetta er erfiður hlut- ár rétt slapp þetta og nú er bara að sjá hvort framför verð- ur á þessu ári. En þó svo að móti blási um hríð, þá get ég ekki hugsað mér að draga mig út úr þessu. Þetta verður smám saman að hreinni ástríðu. Hins vegar er það fólkið í bænum sem ræður hvort fleiri en eitt fyrirtæki þrífst á þessu sviði og dóm fólksins hér er ég ekki hræddur við. Gunnar Finnbogason framkvæmdastjóri. ur fyrir okkur. Gler skilar sér alltaf miklu betur þegar það er hlutfallslega dýrt, en allir sjá að dæmið gengur ekki upp fyrir okkur þegar við verðum að borga með hverju gleri. THULE-ÖL MEIR EN 50% AF FRAMLEIÐSLU Á sl. ári framleiddi Sana hf. Allt tilbúið fyrir bruggun á sterkum bjór Thule-öl meira en helmingur af framieiðslunni FV 4 1978 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.