Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 15
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis:
Lánar viðskipta-
mönnum út á eldri
og nýrri íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu
Innistæðuaukning í fyrra 5,2% yfir
meðalaukningu í bankakerfinu
Innstæðuaukning hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis varð
í fyrra meiri en nokkru sinni fyrr í sögu sparisjóðsins eða 48,1%
en það er 5,2% rneiri aukning en almennt gerist í banka-
kcrfinu. Heildarinnstæður jukust úr 1426 millj. kr. í 2.113 millj.
kr. eða um 687 millj. kr. og er það helmingi meiri aukning en á
næsta ári á undan. Hafa innstæður í sparisjóðnum þá nærri tvö-
faldast á tveimur árum. Hlutfallslega hefur aukningin orðið mest
á vaxtaaukareikningum og ávísanareikningum, enda hefur fjöldi
þcirra, sem stofnað hafa ávísanareikninga við sparisjóðinn vaxið
um tæplega 100% á síðustu 18. mánuðum.
Viský er í fjórða sæti. Af því
seldust 79.824 lítrar. Skozku
viskýtegundirnar eru vinsæl-
astar, Ballantine’s, Johnnie
Walker og Haig’s.
VERMÚT OG RAUÐVÍN
VINSÆLAR TEGUNDIR
í flokki svokallaðra heitra
vína eru portvín, sherry,
madeira, vermút, dubonnet og
fleiri víntegundir. Af heitum
vínum seldust alls 482.327 lítr-
ar. Mest seldist af Vermút alls
258.470 lítrar.
Vín, sem flokkast undir borð-
vín eru í síðasta flokknum, en
þar í flokk er skipað rauðvín-
um, hvítvínum, Rínar- og
Moselvínum, kampavínum og
freyðivínum. Neyzla þessara
drykkja var 396.633 lítrar, mest
þó af rauðvínstegundum 215.
491 lítri.
í framleiðslustöð Á.T.V.R.
eru framleiddar margar sterkar
víntegundir eins og brennivín,
kláravín, ákavíti, tindavodka,
bitterbrennivín, hvannarrótar-
brennivín og brómberjabrandí
svo eitthvað sé nefnt.
AMERÍSKIR VINDLINGAR
OG DANSKIR VINDLAR
LÍKA IÍEST
Tóbak kemur hingað frá eitt-
hvað rúmlega tíu löndum.
Vindlingar eru fluttir inn frá
Bandaríkjunum, Englandi,
Frakklandi og ein tegund kem-
ur frá Grikklandi og Dan-
mörku.
Amerísku vindlingarnir,
Winston, Camel og Viceroy
eru fluttir inn í mestu magni
Seldust t.d. af Winston K.S.F.
107.221.8 mille. Af Camel R.S.
seludst 78.357.5 mille og af
Viceroy K.S.F. 71.540.62 mille.
Danskir og hollenskir vindl-
ar virðast falla mjög vel að
smekk landsmanna. Mest áber-
andi eru London Docks vindl-
arnir, en af þeim seldust 375.-
519 af 1/10 pökkum. Næstir
koma Fauna vindlarnir, en af
þeim seldust 252.806 1/10
pakkar. Hollenskir vindlar eru
í þriðja sæti, Hofnar Puck. Af
þeim seldust 165.817 pakkar.
Heildarútlán Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis juk-
ust um 37% á árinu og voru í
árslok kr. 1.461 millj. kr. Um
það bil 1000 ný lán voru veitt
á árinu og í árslok voru lán-
þegar sparisjóðsins orðnir um
5000 talsins.
LÁNA ÚT Á ELDRI OG
NÝRRI ÍBÚÐIR
Meginhluti lánveitinga spari-
sjóðsins eru lán út á eldri og
nýrri íbúðir í Reykjavík, Sel-
tjarnarnesi og Kópavogi, en hér
eftir verða lán einnig veitt út á
íbúðir í Garðabæ og Mosfells-
hreppi.
Þeir, sem hafa reglubundin
innlánsviðskipti við sparisjóð-
inn sitja fyrir lánveitingum, en
þær nema nú 2000 kr. á rúm-
metra í hinni veðsettu eign og
eru til allt að 5 ára.
Einnig kaupir sparisjóðurinn
minni óveðtryggða víxla til
skemmri tíma af viðskiptavin-
um sínum.
STAÐAN VIÐ SEÐLABANKA
GÓÐ
Staða sparisjóðsins við Seðla-
banka íslands var mjög góð og í
árslok nam innstæða á við-
skiptareikningi kr. 207,7 millj.
Á árinu lenti sparisjóðurinn
aldrei í yfirdrætti hjá Seðla-
bankanum fremur en áður.
Bundið fé sjóðsins í Seðla-
bankanum jókst úr 303,6 millj.
í kr. 441,6 millj. kr. eða um
45,4%. Þannig námu heildar-
innistæður sparisjóðsins í Seðla-
bankanum kr. 649,4 millj. í árs-
lok 1977.
Heildartekjur sjóðsins jukust
um kr. 124,2 millj. eða 56,4%
en vaxtagjöld hækkuðu um 81
millj. kr. eða 49,2%.
Brúttórekstrarhagnaður spari-
sjóðsins varð meiri en nokkru
sinni fyrr og um tvöfallt betri
en árið á undan. Alls nam
rekstrarhagnaður kr. 37,9 millj.
en það samsvarar 11% af heild-
artekjum sparisjóðsins á árinu.
Varasjóður nemur 106,2
millj. kr. Ef miðað er við bruna-
bótamat hússins að Skólavörðu-
stíg 11 og fasteignamat lóðar-
innar má telja hreina eign
sparisjóðsins a.m.k. 375 millj.
Baldvin Tryggvason er spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis.
FV 4 1978
15