Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 31
og það er fyrst nú, að allgóð stjórn er komin á þessi mál. Lánsfjáráætlun, sem þrisvar sinnum hefur verið lögð fram á Alþingi, þegar fjárlagafrum- varp er til umræðu, var þörf endurbót á hagstjórninni. Skaðleg áhrif áratuga verð- bólgu eru nú berlega komin í Ijós, að því er virðist. Á síðast- liðnu ári óx þjóðarframleiðslan aðeins um 4% þrátt fyrir afar mikla fjárfestingu á því ári og á árunum á undan, og þrátt fyrir að vinnuafl þjóðarinnar væri fullnýtt. Ég gat þess áðan, að hagvöxtur árin 1961 til 1971 var 7,5% að meðaltali, ef sleppt er árunum 1967 og 1968. (Ef aðeins er litið á hluta þessa tímabils, árin 1961—1966, var hagvöxtur 7,4% á ári að meðal- tali). KAMMI UM ÞJÓÐARÚT- GJÖLDIN NAUÐSYNLEGUR Þörfin á kerfisbreytingu er deginum ljósari. Engin þjóð, sem verslar jafn mikið við út- lönd og við, þolir 30 til 50% sveiflur í útflutningstekjum frá einu ári til annars, nema hag- kerfið sé einangrað með ýmsum ráðum gegn öldunum að utan. Án slíkrar einangrunar er kerf- ið stjórnlaust eins og dæmin sanna. Einnig er mikilvægt, að við setjum ramma utan um þjóðarútgjöldin og ákveðum á skipulegan máta hlut sam- neyslu og fjárfestingar í þjóð- artekjum. Ég hef ekki beint skeytum minum að samtökum launþega eða hinum ýmsu hagsmunahóp- um. Frumorsök verðbólgunnar er annars staðar. En vissulega færist mikil harka í leikinn, þegar verðbólgan nálgast 40 eða 50 % á ári. Hver sá hópur, sem ekki verðtryggir eigur sín- ar eða laun verður fyrir tilfinn- anlegu tjóni. Enda þótt hagsmunahóparnir beri ekki upphaflega ábyrgð á vexti verðbólgunnar síðastliðin sex ár, gerir hinn harði leikur þeirra það sífellt erfiðara að færa verðbólguna niður á fyrra stig. Aukin þekking er ekki alltaf til blessunar, jafnvel aukin þekking á hagfræði, Leiðtogar launþegasamtakanna hafa nú lært þá lexíu af ræðuhöldum stjórnvalda og sérfræðinga þeirra, að hagstjórn á verð- bólgutímum er fólgin í því, að skerða kaupgetu fólks til að draga úr heildareftirspurn í landinu. í kjarasamninga eru því í vaxandi mæli sett ákvæði, sem banna hagstjórn, svo sem aðgerðir í gengismálum og rík- isfjármálum, að viðlagðri rift- ingu samninganna. Þarna eru enn ein rök fyrir því að hraða nýrri kerfisbreytingu. SKÝRSLA VERÐBÓLGU- NEFNDAR Nýlega skilaði verðbólgu- nefnd merkri skýrslu til ríkis- stjórnarinnar, en þar bendir nefndin (eða meiri hluti henn- ar) á ýmsar nauðsynlegar úr- bætur í hagstjórn á næstu ár- um. Tillögurnar eru góðar, en hafa heyrst áður, svo sem á- bendingar um þörfina á öflug- um jöfnunarsjóðum í sjávarút- vegi, virkari stjórn peninga- mála, styrkari fjárfestingar- stjórn og samræmdum tekju- ákvörðunum og launasamning- um. Nefndin hefur hins vegar hvorki fullkannað þessar hug- myndir né útfært þær í skýrslu sinni, eins og ekki var að vænta. Ég álit ekkert mikilvægara verkefni bíða okkar á næstu tveimur árum en undirbúning- ur að róttækri breytingu á efnahagsskipan landsins. Þetta verk er mjög vandasamt tækni- lega og mörg ljón á veginum. Undirbúningurinn á að vera í höndum færustu sérfræðinga okkar og ekki væri óviturlegt að bera málið undir fróðustu menn erlendis. Hins vegar tel ég, að þegar sé búið að ræða of mikið við hin ýmsu hagsmunasamtök um heildarstjórn þjóðmálanna. Ein- mitt vegna þess, að þau eru hagsmunasamtök er öllum spurningum svarað á einn veg: meira lianda mér. Hina nýju skipan verður hins vegar að leggja undir dóm þjóðarinnar í almennum alþingiskosningum, en þjóðin mun þá væntanlega nota skynsemina sem hún telur sig fræga fyrir um alla Evrópu STOFMAMR, FÉLÖG VERZLUN ARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaupsýslumanna og fyrir- tækja. Tilgangur þess er að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efnahagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sími 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umboðssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCÖTU 14 -- RKYKJAVlK — SlMl 10G50. FV 4 1978 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.