Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 27
Dr. Þráínn Eggertsson, hagfræðingur: Efnahagsvandi síðustu sex ára Ræda flutt á aðalfundi Verzlunarráðs Islands Efnahagsvandi okkar íslcndinga hefur síðastliðin sex eða sjö ár verið nokkuð stærri í sniðinu en áratugina þar á undan. Að vísu hefur ekki komið til atvinnuleysis, en verðbólgan hefur meira en þrefaldast, hallinn á viðskiptunum við útlönd hefur ekki verið meiri í nær 30 ár og loks eru merki þess, að mikil fjárfesting skili þjóðarbúinu sífellt minni hagvexti. Það er einkum stökkbreyting verðbólgunnar á árunum eftir 1971, sem gerð verður að um- ræðuefni í dag, og mun ég reyna að reifa nokkrar skýr- ingar á þessu fyrirbrigði. Niður- stöðurnar af þessari athugun á verðbólguvandanum eru þær, að nær lífsnauðsynlegt sé að breyta íslenska hagkerfinu, að þörf sé á róttækri kerfisbreyt- ingu, sem helst þurfi að vera lokið fyrir 1980. SKIPULAG EFNAHAGSMÁLA Skipulag okkar hefur staðið nær óbreytt frá upphafi sjö- unda áratugsins, en þá var lát- ið fyrir róða úrelt haftakerfi, sem lengi hafði staðið utanrík- isversluninni fyrir þrifum. Stundum er því haldið fram, að við höfum ekki haft ráð á því að opna hagkerfið, eins og sagt er. Þá er átt við, að með gömlu haftastefnunni hafi tek- ist að hemja bæði verðbólgu og viðskiptahalla. Þetta er alrangt. Á árunum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar var halli á viðskiptunum við útlönd öll árin fram til 1961. Á tímabilinu 1950 til 1960 var hallinn að meðaltali 3% af vergri þjóðar- framleiðslu, og á sama tímabili var verðbólgan 10% á ári að meðaltali. Á árunum 1950 til 1960 var hagvöxtur 3,8% á ári, sem er mjög lélegur árangur fyrir hagkerfi á þessu þróunar- stigi. Gamla haftakerfið hafði sannarlega gengið sér til húðar. Kreppan, sem hófst 1967 skyggir nokkuð á viðreisnarár- in í huga okkar, en sem kunn- ugt er minnkuðu þá gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar af vöruút- flutningi um 40% á tveimur árum, 1967 og 1968. Tímabilið 1961 til 1971 var eigi að síður mjög farsælt fyrir þjóðina. Vöxtur þjóðarframleiðslu allt tímabilið var 5,4% á ári að meðaltali, en 7,5%, ef sleppt er árunum 1967 og 1968. Viðskipt- in við útlönd voru í nokkuð góðu jafnvægi, ef frá eru talin kreppuárin tvö, en verðbólgan var 11 % á ári að meðaltali, svo að sá vandi var enn óleystur. ÞÖRF NÝRRAR KERFIS- BREYTINGAR En nú sjást þess skýr merki, að þörf sé á nýrri kerfisbreyt- ingu engu síður en 1960, því að með sanni má segja, að núver- andi efnahagsskipan hafi einn- ig gengið sér til húðar. Þetta merkir ekki, að okkur beri að hverfa til hafta eftirstríðsár- anna, heldur að áfram skuli haldið því starfi, sem hófst fyrir tæpum 30 árum. Það sex ára tímabil, sem hér er til athugunar, árin 1972 til 1977, hefur verðbólgan verið að meðaltali 33% á ári. Mikill halli hefur verið á viðskiptun- um við útlönd, mestur 1974 og 1975, og er það mesti viðskipta- halli, sem mælst hefur frá ár- inu 1947. Loks hefur hagvöxt- ur verið mjög lítill þessi sex ár. Þjóðarframleiðsla hefur vaxið að meðaltali 3,2% á ári, en 4,3%, ef sleppt er kreppuárinu 1975. ÞÁTTASKIL í VERÐBÓLGU- MÁLUM EFTIR 1971 Það er ef til vill þess virði að staldra við og íhuga, hvers vegna þáttaskil urðu í verð- bólgumálum okkar íslendinga á árunum eftir 1971. Kenningarn- ar erU að vísu æði margar. Oft er því t.d. haldið fram, að græðgi og ásókn í peninga hafi skyndilega stóraukist við upp- haf áttunda áratugsins eða þá, að óbilgirni verkalýðsforust- unnar hafi magnast um allan helming. Ég ætla að leyfa mér að líta á verðbólguna frá öðrum bæj- ardyrum og leggja meiri á- herslu á eftirspurnarhlið vinnu- FV 4 1978 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.