Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 91
annað, skammturinn, — Hver maður mátti kaupa 5 plötur af krossviði. Til þess að koma þessari innréttingu saman þurfti ég að fara um þæinn að leita að 4 mönnum sem gætu keypt fyrir mig 5 plötur hver og það tókst. Þótt við hlæjum að þessu nú og spyrjum sjálfa okkur hver tilgangurinn hafi í raun verið, þá var þetta ekk- ert grín hér áður og í skjóli þessarar ráðstjórnar þreifst mikil spilling, — svartamark- aðsbrask var ráðandi, fólk hamstraði ef það gat og segja má að öllu hafi verið stolið á svipstundu ef manni varð á að leggja frá sér spýtu utandyra. F.V.: — Hvað voru þið lengi á Nönnustígnum? Björn: — Þar vorum við fram til ársins 1959. Þá hafði ég fengið lóð við Reykjavíkur- veg númer 68. Haftastefnan sem þá var enn við líði setti okkur þá kvöð að flatarmál hússins mætti ekki fara yfir 100 fermetra. Það lýsir ef til vill vel virkni þessarar stefnu, að það virtist ekki skipta nokkru máli hvað húsið mátti vera að rúmtaki. 100 fermetrar voru það sem öllu máli skipti þótt ég hefði fært rök fyrir því að húsnæðið þyrfti að vera 300 fermetrar á einni hæð til þess að henta starfseminni. Því varð það úr að við byggðum 3 hæðir sem hver um sig var 100 fer- metrar og þá var „kerfið“ ánægt. Það svndi sig afturámóti fljótt að bað húsnæði hentaði ekki starfsemi okkar og varð okkur fjötur um fót. FYRSTI VERKTAKINN í STRAUMSVÍK Á árunum 1960—1970 var starfsemin all umfangsmikil. Við vorum með verktakastarf- semi, byggðum mörg hús hér í Hafnarfirði og rákum bygging- arvöruverzlun um tíma. Þegar mest var um að vera voru 63 starfsmenn hjá okkur, en þá vorum við farnir að vinna við stór verkefni í Straumsvík. Það má geta þess til gamans að við vorum fyrsti innlendi verktak- inn sem vann útboðsverk í Straumsvík, — við tókum að okkur nokkur stór verkefni fyr- Björn Ólafsson framkvæmdastjóri. ir sænska verktakafyrirtækið SIAB, sem annaðist flestar byggingarframkvæmdirnar á þeim tíma þar syðra. Fyrir um það bil 10 árum hættum við allri útivinnu. Við höfum siðan verið í framleiðslu á útihurðum og gluggum að mestu leyti og eingöngu eftir að við fluttum hingað í nýja húsið. F.V.: — Hvað er þetta hús stórt sem þið eruð í nú? Björn: — Fyrsti áfanginn, það sem upp er komið, er 1400 fermetrar og allt á einni hæð nema skrifstofubyggingin hérna í endanum sem er á. tveimur hæðum. Siðan erum við búnir að steypa grunninn fyrir 2. áfanga sem verður 500 fermetra bygging þvert á þá sem fyrir er. Síðan gerum við ráð fyrir að bygeja sérstaka efnisgeymslu á næstunni. Lóðin sem við höfum til umráða er 4000 fermetrar. Hér erum við með mjög full- komnar og afkastamiklar vélar og framleiðum allt árið úti- hurðir, þ.m.t. svalahurðir og bílskúrshurðir og glugga. Hjá okkur hefur framleiðslan verið stöðug og langt frá því að við gætum annað eftirspurninni. Gluggarnir eru allir framleidd- ir úr stöðluðum ,,prófíl“ en samt er það nú svo að arkitekt- ar vilja oft gera á þessu hinar og þessar breytingar þannig að ekki er með góðu móti hægt að framleiða glugga á lager. En vegna þess hve vélarnar eru góðar þá tekur þetta sáralítinn tíma þannig að afgreiðslufrest- ur á gluggum, sem við fram- leiðum eftir teikningum, er sjaldan meiri en 3 vikur. F.V.: — Hvenær fluttuð þið? Björn: — Við byrjuðum á byggingunni í ágúst 1976 og fluttum inn nákvæmlega ári síðar. F.V.: — Hvernig hefur ykk- ur gengið að fá iðnaðarmenn í gegn um árin? Björn: — Það hefur yfirleitt gengið vel og við höfum verið ákaflega lánsamir í okkar ráðn- ingum. Hér starfa nú 19 manns að staðaldri. Þegar litið er til þessara 30 ára í sögu fyrirtæk- isins er það ánægjuleg tilviljun að við höfum útskrifað ná- kvæmlega 30 húsasmiði á þessu tímabili eða einn nema á ári. Margir af okkar starfsmönn- um hafa starfað hér í áratug, sumir í tvo áratugi. Það er ekki lítils virði fyrir fyrirtæki eins og okkar að hafa góða starfs- menn og ekki síður mikilvægt fyrir fyrirtækið að geta haldið starfsmönnum ánægðum í lengri tíma. Því fylgir rekstrar- öryggi sem tryggir vöxt og við- gang félagsins. Að lokum langar mig að geta þess að ég tel nú vera að byrja þá þróun í iðnmennt hérlendis, sem með tímanum muni tryggja atvinnulífinu iðnaðarmenn með notadrýgri menntun en hingað til hefur verið. Með fjölbrauta- skólunum tel ég að farið hafi verið inn á rétta braut. Þar fá unglingar að kynnast þeim at- vinnugreinum nokkuð, sem til greina koma við val á náms- braut, en með því og aukinni verkmenntun í verkskóla er ég ekki í vafa um að t.d. fram- leiðsluiðnaðurinn muni fá enn betur menntaða starfskrafta. Gallinn á þeirri iðnfræðslu sem við höfum búið við fram að þe^su, er fyrst og fremst sá að hún hefur ekki fylgst með þeirri þróun sérhæfingar, sem átt hefur sér stað að undan- förnu. FV 4 1978 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.